Vikan


Vikan - 17.10.1985, Qupperneq 36

Vikan - 17.10.1985, Qupperneq 36
Hvar hefurðu verið KATA? Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að Kate Bush hafi einhverja alsérkennilegustu röddina innan popp- heimsins og á ég þá bæði við raddir karla og kvenna. Allt frá því að Kate kom fram á sjónarsviðið aðeins átján ára gömul og sló í gegn með hinu klassíska lagi Wuthering Heights (Fýkur yfir hæðir) hefur hún haldið sérstöðu sinni bæði í list sinni og einkalífi. Kate hefur í gegnum árin gefið með nokkru millibili út bæði stórar plötur og litlar og sömuleiðis hefur hún haldið hljóm- leika sem hafa þótt allsérstakir, ekki síst fyrir þá sök að Kate notar dans sem mjög sterkan tjáningarmiðil með tónlist sinni. Sömu sögu er að segja um vídeóin hennar og nú, eftir þriggja ára þögn, birtist hún aftur með lögin sín, alltaf jafnfalleg og hógvær. En hvað hefur hún að- hafst þessi þrjú ár? Ljófl og ný lög Það var árið 1982 að Kate gaf út plötuna The Dreaming. Mót- tökurnar voru ekkert sérstakar en að vanda greindi menn mjög á um ágæti hennar. Sumir sögðu að þetta væri hennar besta plata en aðrir sögðu að nú hefði hún endan- lega sungið sitt síðasta. Það sem kannski réð úrslitum um fylgi þessarar plötu var að hún innihélt ekkert lag sem líklegt var til vin- sælda en slíkt er orðið algjör nauð- syn ef selja á stóra plötu. Kate hefur ekki tjáö sig um þær viðtökur sem platan fékk en hún hafði ákveðið að taka sér langt frí, það fyrsta í fimm ár, og hún fór sko ekki aldeilis til neinna sólar- landa eöa þeirra staða sem ríka og fræga fólkið fer á. 0, nei, Kate fór bara heim til sín og eyddi tímanum í að laga til í íbúðinni, sofa, horfa á sjónvarp og vídeó, hitta vini sína og sömuleiðis leit- aði hún sér að nýjum danskenn- ara. Þegar þessu var lokið fór hún út í að hanna stúdíó í húsinu heima hjá sér. Það reisti hún síðan með aðstoð góöra manna, sömuleiðis skrifaði hún ljóð og samdi ný lög og eyddi þessum líka lifandis óskapa tíma í að hljóðrita þau. Kate var sérlega lengi að hljóð- rita eitt lag plötunnar. Það tekur reyndar alla seinni hlið nýju plöt- unnar hennar sem ber heitiö Hounds of Love. Lagið sem um ræðir heitir The Ninth Wave og fjallar um stúlku sem er ein úti í vatni og er við það að drukkna. Þegar öllu þessu var lokið leit Kate á almanakið og sá að komið var árið 1985. Utan skarkala og skemmtana I lok ágúst kom út lítil plata með laginu Running up the Hill og hlaut það feikigóðar viðtökur í heimalandi Kate, Bretlandi. Þar með hefur Kate sýnt að hún er sko ekki dauð úr öllum æðum enda konan á besta aldri og mikiö eftir enn. Kate Bush hefur alla tíð haldið sig utan skarkala skemmtana- lífsins og forðast eins og heitan Fegurst allra. 36 Vikan 42. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.