Vikan


Vikan - 17.10.1985, Síða 46

Vikan - 17.10.1985, Síða 46
Published by arrangement with Lennart Sane Agency, Karlshamn, Sweden. Originally published by Simon & Schuster. i- V, V Nú heyrði hún þungan andar- drátt, stunur og kokhljóð og ein- hver staulaðist upp grjóthauginn fyrir framan hana. Síðan birtist hnöttóttur kúfurinn á hjálmi eins og grænt egg. Það reis hærra og hærra, síðan kom kámugt, brúnt enni í ljós fyrir ofan múr- steinsbrotin. Kata sá tvö ung, undrandi og svört augu undir þykkum augnabrúnum um leið og hún tók varlega í gikkinn. Andlitið tættist í sundur í flakandi blóðrauðan flekk en síð- an hvarf það. Hún heyrði hávaða á haugnum fyrir utan. Ö, guð, voru þeir fleiri, hugsaði hún, eða var þetta sá sem hún hafði skot- ið? Hún beið, stíf og illúðleg, al- búin að skjóta aftur. En óvinurinn hafði ekki átt von á að finna neinn á lífí í rúst- unum og hermennirnir tveir, sem eftir voru, snöruðu sér aftur til manna sinna. Kata heyrði ekkert. Hún lá og beið og gat ekki haft augun af grjóthaugnum. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að hún lá of- an á mjúkum líkamsleifum. Þá heyrði hún Ali kalla varlega á sig að baki sér með sinni syngjandi röddu. ,,Frú, frú! Vondu kall- arnir allir farnir!” Hann staulað- ist til hennar. Kata skalf. Augun í honum. Hún hafði horft beint í augun á honum og síðan skotið hann. I níu mánuði hafði móðir hans gengið með hann. Árum saman hafði hún annast hann og þótt vænt um hann. Og nú hafði Kata á örfáum sekúndum gert líf sonar einhverrar að engu. Þessi undrandi augu höfðu horft beint í augun á henni og hún hafði að- eins tekið í gikkinn. Það er ekki að efa að hann hefði skotið hana hefði hann fengið tækifæri til þess, en Kata vissi að hún hafði svipt mann lífinu og fannst til- hugsunin hræðileg. Hún sat í öngum sínum og starði á grjót- hauginn, fyrirvarð sig fyrir það sem hún hafði gert. Hún rök- ræddi málið við sjálfa sig (láttu ekki svona, það var annaðhvort þú eða hann), síðan fór hún að gráta þegar henni varð hugsað til fjölskyldu hans og Nicks. Ali tvísté fyrir aftan hana. Hann skildi ekki hvers vegna hún var svona miður sín. ,,Þú góð frú, þú drepa Saudi-her- mann!” Shirley Conran ÞRITUGASTIOG ANNAR HLUTI Þaðsemáundanergengið. . . Anð 1963 gengst þrettán ára stúlkubarn undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í París. . . Finnntán árum síðar er fjóruin glxsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjörnunnar Lilíar. Þær Heiðna, Kata, Maxín og Júdý vita ekki að þeim erstefnt saman og vita ekki hver tilgangurinn er. , Jæja, tæfurnar ykkar. Hver ykkar er móðir mrn ? ” spyr Lilí. Arið 1948 eru Heiðna, Kata og Maxín á fínum heimavistarsköla í Sviss. Þær kynnast Júdý sem vinnur sem framreiðslustúlka á kaffiteríu glæsihótels. Ungir menn koma við sögu og ástin blómstrar í svissneska fjallabænum. Aðskóla loknum skilja leiðir. Ein stúlknanna er barnshafandi, en liver? Júdý og Maxín fara til Parísar. Þar fer Júdý að vinna hjá Dior tískuhúsinu en síðan hjá Guy, ungum og upprennandi fatahönnuði. Hortense, frænka Maxín, er auðug ekkja í París og alltaf reiðubúin til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Júdý og Guy vegnar vel í París en þegar móðir Júdýjar verður alvarlega veik ferjúdý heim til Bandaríkjanna og lofar móður sinni að fara ekki aftur til Parísar. Hún sest að í New York og fer að vinna hjá kynningafyrirtæki. Sögunni vikur til Elísabetar litlu sem er í fóstri hjá Felix og Angelinu í Sviss. Felix er ungverskur flóttamaður. Hann íer með tjölskylduna að heimsækja foreldra sína og bróður í Ungverjalandi. Það er árið 1956. Ekkert þeirra á afturkvæmt nema Elísabet litla, Lilí, eins og Felix kallaði hana. Maxtn heldur til London að læra innanhússhönnun og hýbýlafræði. Hún er þar í tvö ár og kemur síðan aftur til Parísar og opnar forngripaverslun og innanhússhönnunar- skrifstofu. Hún fær það verkefni að skipuleggja endurbyggingu á gömlum herragarði sem er í eigu félítils greifa og kampavínsframleiðanda. Þau gifta sig og eignast þrjá syni. Heiðna og Kata stunda samkvæntislífið í London grimmt. Kata fer að vera með ungum bankastjórasyni sem býr í Karró. Hún fer þangað ásamt Heiðnu en eftir nokk- urn tíma kemst bankastjórinn að því að Heiðna sé vænlegra kvonfang en Kata fyrir son sinn og stuðlar að því að sonurinn láti Kötu róa en snúi sér að Heiðnu, sem hann og gerir með svikum og prettum. Heiðna giftist síðan bankastjórasyninum en hjónabandið verður ekki farsælt. Hún fer heim til móðursinnará Englandi og hallar sér æ meira að flöskunni. A meðan á Lilí litla, sem nú er orðin falleg stúlka, ertlða ævi í París. Þegar hún er 13 ára kynnist hún ungum manni sem fær hana til lags við sig. Hún verður bamshafandi og fjármagnarfóstureyðingu með þvíaðsitja fyrirá nektarmyndum. Kata hefur loks uppi á Heiðnu og reynir að hjálpa henni til að hætta að drekka. Heiðna kynnist virtum lífeðlisfræðingi sem er allmiklu eldri en hún og þau gifta sig. Kata er lengi að jafna sig eftir Karró-ævintýrið. Hún fær sér vinnu sem þýðandi og giftist ungum og upprennandi arkitekt. Tveimur stundum síðar sáu þau Kötu til mikillar undrunar þrjár þústir úti við sjóndeildar- hringinn. Þegar nær dró sáu þau að þetta var afgamall maður sem reið mögrum úlfalda og teymdi tvo. Miklar fjárhæðir skiptu um eigendur, nógu há upphæð til að kaupa úlfalda fremur en leigja. Enn meiri peningar voru í boði en gamli maðurinn aftók að fylgja þeim. Hann skipaði skepnunum að leggjast og hjálp- aði Kötu síðan upp í hnakkinn sem teppi hafði verið breytt yfir. Síðan skipaði hann skepnunum að standa upp aftur. Þegar rökkrið féll yfir voru þau komin að lægri hæðunum og stuttu síðar þokuðust þau eftir grýttu árgljúfri. ,,Nú frú komin í austurhæðir.” Ali ljómaði. ,,Nú frú flnna konunginn. ’ ’ ,,Nei. Ali fylgja frúnni til konungsins,” sagði Kata hörku- •ega. Gleðisvipurinn hvarf af andlit- inu á Ali og hann varð óttasleg- inn á svipinn. ,,Ali vita konung- ur í hæðunum en Ali ekki vita hvarí hæðunum.” ,,En Ali, þú sagðist ætla með mig til búða konungsins! ’ ’ ,,Nei, nei, Ali segja fara með frú í austurhæðir.” Ali var nú kominn með ólundarsvip. Kata var dauðskelkuð. Ferðin hafði þegar tekið miklu lengri tíma en hún hafði búist við. Það var of seint að snúa við. Ali vissi greinilega ekkert hvar þau voru og þau voru handan víglínunnar, áóvinasvæði. „Segðu úlfaldanum mínum að leggjast, Ali. Það er best fyrir okkur að vera hér í nótt. Það er svo dimmt að ég sé þig varla.” Ali gaf skepnunni merki en það virti hún ekki viðlits og hélt áfram ferðinni eftir grýttum ár- farveginum. ,,Ali, stoppaðu helvítis úlfald- ann!” Allt í einu heyrðist hvar grjót rann til, smellur kvað við og skuggalegar verur stukku fram úr myrkrinu. Ein þeirra reif taum- ana úr höndunum á Kötu og hún sá að hún horfði beint í hlaupið á vélbyssu. Ali svaraði snöktandi á ara- bísku þeim spurningum sem dundu á honum í myrkrinu. Hendurnar á honum voru 46 ViKan 42. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.