Vikan


Vikan - 17.10.1985, Side 47

Vikan - 17.10.1985, Side 47
bundnar fyrir aftan bak og hann var tjóðraður við Kötu sem einn- ig var bundin á höndum. Það var skeggrætt í hálfum hljóðum en síðan voru þau dregin harkalega eftir árgljúfrinu og upp þröngan stíg sem lá upp í móti, síðan nið- ur aftur þar til Kata missti áttirn- ar. Skyndilega beygðu þau og héldu niður í grunna, skálarlaga kvos sem þakin var lágreistum, svörtum geitarskinnstjöldum. Eftir að rætt hafði verið í hálfum hljóðum fyrir utan tjöldin var Kötu og Ali ýtt harkalega inn. Kötu til mikillar undrunar fann hún hvernig henni var ýtt niður á hnén fyrir framan mann sem hún þekkti. Þó Kata hefði aldrei séð hann í hvíta eyðimerkur- serknum skjátlaðist henni ekki hvað varðaði þetta granna, hörkulega andlit. , ,Suliman Hakem! ’ ’ sagði hún agndofa. Henni létti fyrst vegna þess að þau voru ekki í óvinahöndum en það rann snögglega upp fyrir henni að Suliman vék aldrei meira en tvö skref frá Abdúllah. ,,Hvað ert þú að gera hér?” spurði Suliman hryssingslega á ensku. Kata áleit að hann hefði einnig þekkt hana. ,,Ég er fréttaritari á dagblaði. Ég var að leita að konunginum vegna þess að. . . ég er með persónuleg skilaboð til hans. „Hvernig getum við vitað að þið séuð ekki njósnarar?” ,,Ef einhver vildi leysa mig gæti ég náð í blaðamannaskír- teinið mitt úr vasanum. ’ ’ Kata var ekki leyst en maður kom og tæmdi vasana hennar. Suliman Hakem rannsakaði blaðamannaskírteinið. ,,Hvað veit ég nema þetta sé falsað?” ,,Ef þú gætir náð í eintak af Globe gætir þú séð það sem ég hef skrifað í blaðið, nafnið mitt og mynd af mér,” sagði Kata og hugsaði um leið með sér að það væri harla ósennilegt að blaða- salar væru á vappi þarna í ná- grenninu. Suliman urraði kokmæltur. Einhver kom og leysti þau og þau voru dregin á fætur. ,,Ykkur verður fylgt aftur til Fenza í dögun,” sagði Suliman stutt- aralega. ,,Það verður séð um úlf- aldana og drenginn. Þú mátt teljast heppin að varðsveitin skyldi ekki skjóta þig. ’ ’ Þegar hann gekk út úr tjaldinu í víðum serknum fannst Kötu erfitt að trúa því að þessi maður hefði sótt einn fínasta drengjaskóla í heimi og að hann hefði fengið þjálfun í Sandhurst. Augnabliki síðar kom Suliman aftur inn í tjaldið. ,,Það verður fylgst með þér allan tímann sem þú ert í búðunum. Nú áttu að þvo þér og borða. ’ ’ Farið var með Kötu inn í lítið tjald og vörður settur við opið. Komið var til hennar með þvottaskál og klút. Á eftir kom drengur í hvítum serk með vatns- krukku úr tini og bakka sem á voru hrísgrjón og steikt lamba- kjöt. Kata gerði sér allt í einu ljóst, þegar hún settist með krosslagða fætur á teppið á tjaldgólfinu og byrjaði að borða með fingrunum, að hún var ban- hungruð. Þegar hún var búin að borða birtust skyndilega tveir verðir til viðbótar í víðum serkjum með rauðan höfúðbúnað. Þeir voru báðir með riffla í höndunum og bjúghnífa sér við hlið. Þeir sögðu ekkert en bentu með höfuðhneigingum í átt að tjald- opinu. Kata stóð upp og elti þá út í náttmyrkrið. Hún var leidd inn í um tíu metra langt tjald. Skraut- mynstruð teppi höfðu verið lögð ofan á eyðimerkursandinn og á þau hrúgað púðum með dúskum. Á þeim sat Abdúllah konungur, vel á verði og beinn í baki. Hann gaf vörðunum bendingu og þeir fóru og skildu Abdúllah og Kötu eftir ein. Abdúllah var sem fyrrum öruggur með sig. Hann gjóaði vökulum augunum varlega. Hann leit á hana og sagði djúpri röddu: „Hvernig í fjandanum tókst þér að komast hingað, Kata?” Hún sagði honum upp alla söguna eins hratt og hún gat og hugsaði með sér að hann liti út fyrir að vera eldri, gráhærðari og þreyttari en áður og var ekki. furða. ,,Þú ert mjög heppin,” sagði Abdúllah stuttaralega þegar hún hafði lokið frásögninni. ,,Og einnig ég, ef satt skal segja. Fjandans Saudarnir hafa ekki hreyft sig í nokkra daga svo það eina sem við höfum að gera hérna er að bíða eftir þeim og það er skrambi leiðinlegt. Það er því vel þegið að fá óvænta heimsókn ... þó þú sért reynd- ar ekki jafnsnyrtileg og vel klædd og þú átt að þér, Kata.” Hann hló og horfði á óhreina her- mannajakkann og buxurnar, skítuga strigaskóna og úfið hárið. ,,Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að þetta er einka- heimsókn,” hélt Abdúllah á- fram. ,,Ég get ekki rætt við þig um gang stríðsins eða stjórnmál því þá lendi ég í vandræðum með aðra fréttamenn. Þú getur lýst þessum stað lauslega og sagt að ég sé mjög öruggur með mig og sjái fram á sigur. Og við iesum að sjálfsögðu yflr það sem þú skrifar.” Síðan leit hann út í nátt- myrkrið og spurði kæruleysis- lega: „Hvernig hefur Heiðna það?” Kata sagði honum hvað var í fréttum, þar á meðal að Heiðna ætti von á barni eftir örfáa mánuði. Abdúllah brosti einkennilega illúðlega. ,Já, ég vissi það.” Það varð óþægileg þögn. ,,Hvað eru börnin þín gömul?” sagði Kata. „Mústafa er fjögurra ára og alveg eins og ég. Hann er lítill óþekktarormur, alltaf að gera einhver prakkarastrik — mjög hugrakkur.” Það varð aftur þögn. „Auðvitað þykir mér leitt að ég skuli ekki eiga fleiri syni.” Hann leiðrétti sig: „Skilgetna syni. Ég er nú einu sinni búinn að vera giftur í tíu ár. Konan mín missti fóstur rétt eftir að við gift- um okkur og fæddi andvana dóttur árið eftir. Árið 1957 átti hún síðan son fyrir rímann. Hann dó tveimur vikum eftir fæðinguna.” Hann gretti sig. Kata starði bara á hann, minnug þess er hún missti fóstur sjálf. „Síðan gerðist ekkert í fjögur ár. Satt að segja var ég farinn að velta því fyrir mér að fá mér aðra konu því sem múhameðstrúar- maður má ég eiga fjórar konur. Ég geri mér ljóst að á Vestur- löndum er þetta talið hin mesta villimennska. Karlmennirnir hjá ykkur vilja frekar eiga margar konur í röð en margar í einu eins og okkur leyfist hér í Austur- löndum. En hvað um það, að lokum fór ég með konu mína á sjúkrahús í Lausanne. Þar upp- götvaðist að eggjaleiðararnir í henni voru ekki sem skyldi. Fimmtán mánuðum eftir aðgerð- ina fæddi hún mér son, erf- ingja.” Abdúllah minntist þess. allt í einu þegar barnið var lagt í fangið á honum. Það gaf frá sér kröftugt org og um Abdúllah fór hitastraumur og það kom kökkur í hálsinn á honum. Með sjálfum sér vissi hann að hann myndi gera hvaðeina fyrir þessa ráðríku, örsmáu mannveru. Liturinn á krumpuðu andliti barnsins hafði breyst úr hvítu yfír í bleikt og síðan yfir í ljósfjólublátt á meðan það org- aði. Abdúllah hafði skellihlegið, þrýst litla manninum að sér, kysst varlega mjúka, svarta dúninn á viðkvæmu höfðinu og í fyrsta sinn á ævinni fundið til ástar. „Nú bið ég Allah að senda mér fleiri syni,” hélt Abdúllah áfram. „Ég fer reglulega til her- bergja Serah. Hún hefur farið í aðra rannsókn og það virðist ekkert því til fyrirstöðu að hún eigi fleiri börn. En það hefur ekki orðið . . . Hvað um það, við skulum hætta að tala eins og tvær ljósmæður!” Svo Mústafa er eina manneskjan á jörðinni sem Abdúllah elskar í raun og veru, hugsaði Kata með sér. „Hvað er það nákvæmlega sem þú ert að gera hérna, Abdúllah?” spurði Kata. , ,Þú getur sagt að þetta sé ein af mínum venjulegu heimsókn- um til Hakem ættflokksins,” svaraði hann. , ,Ég segi þér ekkert sem getur komið óvininum til góða. En ég fer reglulega í heim- sóknir til mikilvægustu furstanna. Við fáum þrautbestu hermennina okkar úr eyði- merkurættflokkunum, ekki úr borgunum.” Hann leit á hana. „Nú er best fyrir þig að fara aftur í tjaldið þitt. Þú veist hversu hræðilegt orðspor fer af mér og þú átt eftir að eiga erfiðan dag á morgun. ’ ’ Kata gerði sér ekki grein fyrir því að henni hafði tekist það sem ómögulegt var talið — þar á meðal að ríða úlfalda gegnum 42. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.