Vikan


Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 49

Vikan - 17.10.1985, Blaðsíða 49
Lilí þar sem hún gekk berfætt og þokkafull gegnum skóginn. Þau höíðu næstum lokið upp- tökum á kvikmyndinni, þegar komin fram úr kostnaðaráætlun og aftur úr tímaáætlun. Allir nema Lilí virtust undir miklu álagi, skapvondir og kvikindis- legir. Leikstjórinn talaði aðeins við kvikmyndatökumanninn gegnum aðstoðarmann sinn og flestir úr kvikmyndaliðinu töluð- ust yfirleitt ekki við. Á milli atriða var komið í hendingskasti með fatahengi og skál með heitu vatni. Lilí setti ískalda fæturna í vatnið þar til menn voru tilbún- irí næstu töku. Seinna tók Kata viðtal við Lilí í húsvagninum. Lilí talaði ágæta ensku. Serge hafði krafist þess að hún lærði að tala ensku reiprenn- andi og lærði að sitja hest. Hvort tveggja, hafði hann sagt, skiptir mjög miklu máli fyrir kvik- myndastjörnu. Lilí var róleg og hæglát þegar hún svaraði spurn- ingum varðandi leik hennar. „Hvernig byrjar þú að túlka hlutverk?” byrjaðiKata. ,,Ó, ég hugsa ekki um það þannig, alls ekki. Ég les bara hlutverkið yflr aftur og aftur þar til ég veit hvernig ég myndi haga mér ef ég væri þessi persóna. Ég. . . ligg yfir því. . . þar til mér finnst augljóst hvernig þessi persóna er, og þá finnst mér allt í einu að ég sé persónan og per- sónan verður mér raunverulegri en ég sjálf. Ég hef alltaf leikið mér svona síðan ég var lítil stelpa svo þetta er mér ekki erfitt. ’ ’ Lilí varð þreytuleg á svipinn þegar Kata fór að spyrja hana út í vafasama frægð hennar og spurði hvort hún hefði gaman af að vera í sviðsljósinu. „Vitanlega ekki, en þetta er hluti af starfinu svo ég læt mig hafa það,” sagði Lilí og talaði rétt en með miklum frönskum hreim. ,,Ég þoli ekki þetta leiðinda- bull sem er sagt um mig í blöð- um. Ég get ekki þolað það sem stendur í blöðunum — alltaf eitthvað um að ég sofi hjá þess- um eða hinum karlmanninum. Það eru bara lygar. Ég myndi aldrei fá neinn svefn ef ég svæfí hjá öllum þessum karlmönnum sem ég á að hafa sofíð hjá. ,,Áttu við að þér þyki ekki gaman að vera fræg?” spurði Kata. „Finnst þér ekki gaman þegar fólk snýr sér við á veitinga- stöðum, þekkir þig á flugvellin- um, þegar krakkar biðja þig um eiginhandaráritun og allt það?” ,,Ef þú heldur að það sé skemmtilegt þá er það bara vegna þess að þú hefur ekki rcynt það sjálf,” svaraði Lilí einlægri röddu. Hún komst lítið eitt úr jafn- vægi þegar Kata fór að spyrjast fyrir um einkalíf hennar og um hvenær hún kom fyrst fram. Kata hafði tekið úrklippumöpp- una um Lilí úr skjalasafni Globe og loks lagði hún myndirnar af Lilí í gegnsæja fermingarkjóln- um á borðið. ,,Þú getur ekki vænst þess að gera svona nokkuð og verða vel kynnt.” „Þessar myndir voru teknar þegar ég var þrettán ára. Ég gerði eins og mér var sagt. Ég býst við að þú hafir lrka gert það þegar þú varst þrettán.” ,,En hvers vegna leyfðu for- eldrar þínir þér þetta?” ,,Ég er munaðarlaus. Ég hljópst á brott frá fósturforeldr- um mínum vegna þess að. . . þeir börðu mig,” sagði Lilí eins og Serge hafði lagt fyrir hana. Síðan bætti hún allt í einu við: „Sannleikurinn er sá að mér var þröngvað út í þetta. . .” Og í fyrsta skipti sagði hún frá fyrstu myndatökunum í stúdíóinu hjá Serge í París fyrir langa löngu. Á meðan Lilí talaði sá Kata hjálparvana stúlkubarnið fyrir sér, sá hve auðvelt það hafði verið að færa sér í nyt ótta hennar og ástand. Hún fann að þó að Lilí virtist umvafin umhyggju og alúð þá var það aðeins að hálfu fólks sem græddi á henni. ,,En áttu enga vini?” ,,Nei, það á ég ekki. Ég hef engan ríma. ’ ’ Lilí virtist sætta sig við örlög sín. ,,En Serge þekkir margt fólk.” Væntumþykja og vorkunn var það síðasta sem Kata hafði átt von á að fínna til í garð kyn- bombu og smástirnis eins og Lilíar. , ,Komdu þér að verki, ég vil fá viðtalið klukkan fimm,” sagði Scotty. Kata settist niður, flýtti sér sem mest hún mátti og skil- aði viðtalinu inn hálftíma áður en fresturinn rann út. Scotty renndi augunum yfir það og gaf síðan frá sér þreytulegt andvarp. ,,Ég get ekki notað þetta á blað- síðu þrjú! Svona þrugl selur ekki blaðið.” Hann las upphátt: „Einkennilega öryggislaus og óörugg með sig. . . skalf eins og dádýr tilbúið að stökkva aftur inn í skóginn. . .” í guðs bæn- um, Kata! Má ég sjá það sem þú skrifaðir niður. ’ ’ Hann leit á minnisatriðin og hnussaði. „Láttu Bruce hafa þetta. Hann hefur rétt tíma til að skrifa þetta upp aftur. Hann get- ur gert svonalagað í svefni! ’ ’ Greinin hófst svona: „Alltaf í rúminu með hinum eða þessum karlmönnum,” sagði ungfrúin, þekkt í klámmyndaheiminum sem Lilí.” Þetta var óvægin árás. Fyrirlitningin skein í gegn en að undanskilinni byrjunarsetning- unni var nokkurn veginn rétt haft eftir. Þvi miður var Kata óvart skrifuð fyrir greininni. „Gott,” sagði Scotty. „Al- gjört dúndur.” Kata sprakk af reiði. „Af hverju var ég skrifuð fyrir þessu?” Scotty yppti öxlum. „Þú veist að allt getur gerst á dagblaði. ’ ’ „Þarna sérðu hvað gerist ef tekin eru við þig viðtöl og ég er ekki á staðnum.” Serge fitjaði reiðilega upp á nefið. „Þessi enska belja óð alveg ofan í þig! Þú getur ekkert gert almennilega upp á eigin spýtur, hvort sem það er að láta taka við þig viðtal eða stökkva út um glugga! „Ég stökk ekki!” „Nei, en þú ætlaðir að gera það í París ef ég hefði ekki komið að þér og gripið í þig. ” Serge fleygði dagblaðinu á gólfið í hótelherberginu og fékk sér annað glas af viskíi. „Af hverju getur maður ekki fengið fulla fötu af ís? Meira að segja á þessu fjandans Dorchester!” Hann stóð og horfði út yfir trjátoppana í Hyde Park og á blauta umferðina sem færðist hægt framhjá í skini götuljós- anna fyrir neðan, draugaleg í Lundúnaþokunni. „Ég veit hvað er að þér, Lilí. Þú ert svo helvíti heimsk. Þú veist ekki einu sinni hver ég er nema ég sé nálægt þér til að segja þér það.” „Nei,” svaraði Lilí dapurlega og hugsaði til „réttu mömmunnar”, „égveitekki hver éger.” „En þú verður aldrei fær um að standa á eigin fótum nema þú komist að því, og þangað til þarfnastu mín, væna! Þangað til skaltu muna að þú ert komin of- arlega og skalt fara að haga þér í samræmi við það!” Hann tók krumpað eintakið af Globe upp af gólfinu. „Þú hlýmr að hafa sagt þetta. Þetta er alveg í þínum anda, „alltaf í rúminu með hinum eða þessum karlmanninum’ ’, guð hvað þú ert mikill asni! ” „Hún sleppti hluta af því sem ég sagði. Ég meinti það ekki svona. Við töluðum saman í meira en klukkutíma um kvöldið og mér fannst svo erfitt að fara að tala ensku allt í einu.’’ „En allt þetta kjaftæði um gegnsæja fermingarkjólinn! Þú ert eins og beint úr ræsinu, ótínd hóra!” ,Jæja, er ég það ekki?” Lilí var aðrennaískap. „Hvaða tilgangi þjónar að gista á bestu hótelunum, kaupa handa þér bestu fötin, beina allri athygli fjölmiðla að leik þínum ef þú lætur einhverja útsmogna blaðatruntu segja að þú sért bara ómerkileg brjóstabína?” Serge leit með viðbjóði á hana og tæmdi glasið sitt í botn. , Jafnvel þó það sé satt,” sagði hann, „þá hefur það slæm áhrif á viðskiptin.” Um 1968 var „Swinging London” í hvað mestri upp- sveiflu. Tískan var allt í einu eins og eitt allsherjar grímuball. Stuttpilsin gerðu lostafulla drauma karlpeningsins á leið í vinnuna raunverulegri. Konur klæddu sig eins og tötralegar sígaunakonur, indíánakonur með ennisbönd úr leðri, eigin útgáfur af kvenkyns kúrekum í stuttbuxum úr skinni með kögri, landnemar í bótasaumsfötum eða mjaltastúlkur í rósóttum kjólum með stráhatta. Laura Ashley græddi vel. Carnaby Street var ævintýralandið þar sem breskir kaupsýslumenn, sem eitt sinn vom svo óhagganlegir í klæðaburði, keypm sér nú sjó- liðabuxur, flauelsföt með vesti, rósóttar skyrtur, regnbogarönd- óttar peysur, háhæluð stígvél, hálsfestar og jafnvel handtöskur. 42. tbl. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.