Vikan


Vikan - 07.11.1985, Page 11

Vikan - 07.11.1985, Page 11
Það er fallegt af þeim sem eru á vel útbúnum bílum að hugsa upp eitthvað hughreystandi fyrir þá sem þeir geysast fram úr. Aftan á Audi bílnum hans Úlfars Eysteinssonar stendur ,,Have a nice day" eða: Hafðu það gott í dag. Vingjarnleg kveðja. 20 ráö við skapofsa 1. Dragðu djúpt andann. 2. Hugsaðu fyrst, talaðu svo. 3. Sættu þig við að aðrir valdi þér vonbrigðum eða ergi þig. 4. Fyrirgefðu þeim þvi þeir vita ekki hvað þeir gjöra. 5. Settu markið hátt en mundu að fall er fararheill. 6. Settu þig i spor annarra. 7. Mundu að þú ert ekki fórnarlamb duttlunga annarra. 8. Farðu I göngutúr. Skiptu um um hverfi. 9. Rifjaðu upp liðnar sælustundir. 10. Þá er menn forðast deilur lætur óvild ekki á sér bæra. ~ 11. Gerðu þér Ijósa rót vandans. 12. Reyndu að ná meira valdi yfir kring umstæðunum, í stað þess að láta stjórnast af þeim. 13. Teldu upp að 50. 14. Leitaðu að lausn málsins. Imyndaðu þér ævintýralegan endi. 15. Finndu 5 aðferðir til að ná settu marki. 16. Vertu viss, ævintýri gerast enn. 17. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. 18. Vendu þig af því að öskra á fólk, það hlustar miklu betur ef þú talar á lægri nótunum. 19. En ef það skyldi samt sem áður henda, láttu þá hvina hressilega i þér en biddu afsökunar á eftir. 20. Og mundu að sá vægir sem vitið hefur meira. Hótelhúsbúnaður1986 varefni sýningar hjá íslenskum húsbún aði hf. á dögunum. Þar gaf að líta það nýjasta íslenska varð- andi hótelbúnað. Innréttingar hótelherbergja, húsgögn og ýmis búnaður í borðsali og ráð- stefnusali var meðal þess sem hægt var að skoða á sýning- unni. Og hverjir mæta á opnun slíkrar sýningar nema arkitekt- ar, hönnuðir, menn úr hús- gagnaiðnaði, verslunareig- endur og auðvitað fleiri og fleiri? Og þeir mættu líka Eyjólf- ur Pálsson, eigandi verslunar- innar Epal hf. (E = Eyjólfur, pal = Pálsson) og Valdimar Harðarson arkitekt og hönnuð- ur stolts okkar Íslendinga í hús- gagnahönnun, fellistólsins Sól- eyjar. Náði af sér þrjátíu kílóum og engin töframeöul Ágústa Baldurs- dóttir í Hveragerði tók sig til og grennti sig um þrjátíu kíló án þess að grípa til nokkurra annarra ráða en að þeita sjálfa sig aga. Hún er einnig hætt að reykja og það hefur ekki eyðilagt megr- unaráform hennar. Ágústa sagði að læknir fylgdist reglu- lega með sér og hún er ekki enn orð- in ánægð, ætlar að ná af sér nokkrum kílóum í viðbót. 45. tbl. Vikan XI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.