Vikan


Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 13

Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 13
I kleift að prenta bækur á blindra- letri eftir tölvuforriti. Gísli Helga- son gaf út plötu til styrktar kaup- um á vélinni. Það fé sem safnast hefur með sölu plötunnar auk áheita og gjafa er hátt í eina millj- ón en okkur vantar ennþá 5—700 þúsund krónur. Við höfum verið að leita til ýmissa samtaka þessu máli til styrktar. Það er ævintýra- legt að hugsa til þess að hægt verði að gefa út samtímis jólabækur á blindraletri og venjulegu letri. Við erum komnir með í hendurnar texta sem hefur verið unninn á þennan hátt. Það er kennslubók eftir Heimi Pálsson og við von- umst til að geta hafið bókaútgáfu af fullum krafti á næsta ári. Blindrafélagið á tímamótum Hvort lífið er léttara blindum nú eða fyrir nokkrum árum fer eftir því hverjir lífshættirnir eru. I sambandi við nám eru aðstæður allt aðrar en þær voru fyrir tíu ár- um. Nú er skólafólki veitt lág- marksaðstoð og ýmis ný tækni hefur opnað nýjar atvinnugreinar. En fólk þarf stuðning til náms og til dæmis er blindum lífsnauðsyn að hafa aðgang að sérstökum að- stoðarmanni. Og ef við tökum ýmsar handiðnir þá hefur þeim hrakað. Það er sérstaklega áhyggjuefni fyrir þá sem verða blindir á efri árum. Félagsleg einangrun hinna blindu er talsvert mikil. Nú stend- ur Blindrafélagið á þeim tímamót- um að byggingu félagsmiðstöðv- arinnar við Hamrahlíð 17 er lokið og ákveðinn grundvöllur kominn fyrir rekstri hússins. Hluti félags- miðstöðvarinnar verður leigður einkaaðilum og ríki, sem hefur yfirtekið ýmsa þjónustu fyrir þlinda, og því ætti Blindrafélagið að vera betur í stakk búið en áður að sinna raunverulegri félagslegri þjónustu. Það þarf að kynna hag blindra meðal sjáandi og skapa tengiliði sem taka að sér aö líta eftir einstaklingum og sjá til að þeir fái félagslegar þarfir sínar uppfylltar. Þetta tekst auðvitað ekki nema áhugi sé fyrir hendi, það er ekki hægt að þvinga neinn Arnþór Helgason: „Ég er ekki beiskur vegna hlutskiptis míns en óg get orflið snöggillur ef um mál min og annarra er fjallað á rœtinn hátt." en ef fólk hefur áhuga þá getur ánægjan verið á báða bóga því fáir eru þannig settir að þeir hafi ekki eitthvað að gefa. Á móti fóstureyðingum I umræðunni um blindu er oft rætt um afburðamenn og þá sem hafa skarað fram úr að einhverju leyti. Það er örugglega ágætt en ég til dæmis hef aldrei getað sætt mig við að það sé hetjuskapur að vera blindur. Alveg eins og mér finnst það enginn hetjuskapur að vera kona. Hvort tveggja er fötlun í því þjóðfélagi sem við lifum í. Hver sá sem uppfyllir ekki þau viðmið sem samfélagið setur hverju sinni er fatlaður. Þar af leið- ir að konur og fatlaðir eiga sam- eiginlegra hagsmuna að gæta þeg- ar reynt er að gera samfélagið sveigjanlegra til að fatlaðir geti fengið starf við sitt hæfi og konur geti notað þá hæfileika sem þeim eru gefnir og þá menntun sem þær hafa öðlast. Eitt af því sem mér hefur orðið á í jafnréttisumræðunni var að samþykkja nefndarálit þar sem mælt var með frjálsum fóstureyð- ingum. Nú er hægt að greina ýmsa sjúkdóma á fósturskeiði. Við tví- burarnir fæddumst með mjög van- þroskuð augu þó annar okkar haldi nokkurri sjón. Augun eru eitt af þeim líffærum sem þroskast fyrst í móðurkviði og ef til vill veröur hægt eftir nokkur ár að greina hvort barn er blint í móður- kviði. Ég spyr í einfeldni minni — á að svipta barnið möguleikum til lífsins? Ég leyfi mér aö halda því fram að þó ég hafi hvorki lifað lengi né verið stórtækur þá hafi ég þó markað nokkur spor sem ef til vill hefðu veriö síðar stigin ef mér hefði verið eytt. Þetta kann að hljóma sem gorgeir en ég held að hver einstaklingur verði að gera sér grein fyrir að hann er ekki al- 45. tbl. Vikan X3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.