Vikan


Vikan - 07.11.1985, Blaðsíða 22

Vikan - 07.11.1985, Blaðsíða 22
„M ar bara afl byrja upp á nýtt." Horft i rústir þairrar banskilausu. Ekkert er Þyt flvlflkomandi, ekki einu sinnl þyrluútgerfl. karaðan smávæng sem yfir því hangir og hrópar: „Sjáðu, sjáðu nákvæmnina í uppbyggingunni og. . . og vandvirknina. Heldurðu að það liggi ekki vinna í þessu — ognostur?” Jú, blaðamaður viðurkennir það fúslega og viðhefur orð um að í raun og veru séu vélar þessar sýningarhæfir listgripir. Svo dettur honum í hug að spyrja: — Er kannski hægt að nýta þessar vélar í hernaöarþágu? „Jú, jú, jú,” Lárus Jónsson heldur þaö nú og flytur lærðan fyrirlestur um gyðinglega hern- aðarsnilli í Bekadalnum forðum. Þá sendu Sharon og hans menn einmitt smávélar á undan megin- vélunum. Þær hristu svo upp í radarkerfi óvinarins að flugflotinn átti greiða leiö og Begin lofaði guð fyrir smávélar. Og þar sem um- ræðan er nú farin að beinast svona inn á alþjóðlegar brautir spyr blaðamaður í beinu framhaldi: — Hvar er smáflug annars stundað í heiminum? „Þetta hefur nú verið stundað bæöi í Bretlandi og Bandaríkjun- um frá ómunatíð og eiginlega þró- ast með almenna fluginu frá upp- hafi. Nú, þetta er náttúrlega víða í Evrópu og mjög vinsælt í Japan, hef ég heyrt,” fræðir ritarinn. Sovét-elítan söm viö sig — En hvað um austantjaldsrík- in? „Maður hefur nú ekki greiðan aðgang að þeim þarna fyrir aust- an enda lokað fyrir allt upplýs- ingastreymi en varðandi smáflug- ið held ég að séu fáir, nema kannski eilítan hjá þeim, sem hafa tök á svona löguðu. Almenningur þarna er alveg utan við myndina. Ja, maður er bara ánægður meðan ennþá er hægt að velja og hafna hérna megin án þess að stóri bróðir sé með puttana á milli,” segir Lárus ábúðarmikill og blaðamanni fer brátt að skilj- ast að fátt undir sólunni sé smá- flugi óviðkomandi. Hins vegar hefur honum þegar skilist fyrir nokkru aö best sé fyrir hann að fara að hyggja að brottför því eins og áður hefur komið fram á hann sér varla miklu fleiri viðhlæjend- ur þarna inni en margnefndan Lárus Jónsson. Nestorinn í Flug- leiðasloppnum og ungu mennirnir eru greinilega ekki sjóaðir í blaða- mannafundatækni — fyrir þeim eru vélarnar allt. Lárus karlinn virðist aftur á móti hafa standsett allt fyrir löngu, nema þá hann ætli aö tefla í þeim mun meiri tvísýnu daginn eftir. Hvað sem því líð'ur er Vikumaður þakklátur fyrir að hafa hitt á þennan mikla tengilið Þyts út á við enda er lokaspurn- ingunni beint til hans svo til ein- göngu: — Getur þessi félagsskapur ykkar á einhvern hátt talist til hefðbundinna heldri manna klúbba, eins og til dæmis Rotary, Kiwanis og Lions? „Nei, við erum „Flions”, ha, ha, ha,” skríkir ritarinn en bætir svo við fróðleiksmolum um þann sanna félagsanda og bræðralag sem ríki innan Þyts, þeir haldi sína fræðslu- og skemmtisam- kundur og til að kóróna gleðina tjaldi eiginkonurnar á stundum í grennd við flugsvæði til að votta þeim stuðning sinn og skilning í erfiðu tómstundastarfi. „Og svo er það mín reynsla að almennt sameini þetta fjölskyldu- una afskaplega vel. Þetta er sport fyrir alla aldurshópa ef menn bara vilja eyða peningum og tíma í þetta. Og krökkunum finnst þeir þá hafa eitthvað við tímann að gera. . . þetta hangir þá að minnsta kosti ekki niðri á Hgll- ærisplani á meðan. .. ” — Þarna er þá að minnsta kosti komin mikil réttlæting fyrir ykk- ur, en varla hefur ungmenna- gæsluhugsjón drifið ykkur áfram. Hvers vegna eruð þið að þessu, hver er frumhvatinn hjá ykkur? „Frumhvatinn að þessu hjá okkur er að gera eitthvað sem mann langar til,” viðurkennir Lárus snaggaralega. „I raun og veru er það strákurinn í manni sem er að brjótast fram þarna eins og þegar pabbamir kaupa leikfangalestirnar handa strákun- um og sitja svo sjálfir yfir þessu öllkvöld.” Nú telur blaðamaður kvótann sinn fylltán, þakkar viðurgjörn- inginn og biðst innilega afsökunar á töfinni sem hann hefur valdið þeim flugköppum með þaulsetu sinni. Lárus vill ekki heyra slíkt nefnt og býður blaðamanni að dvelja svo lengi sem hann óski, það sé hvort sem er ekkert við að vera hjá þeim. Heldur verða sumir handverksmanna þungleit- ir við þau orö ritara síns. En rétt áður en blaðamaður hverfur út í svalt septembermyrkrið kallar ungliði klíkunnar og jafnframt formaður Þyts, Kristinn Gunnars- son, upp að hann skuli blessaður skrifa það hjá sér að þeir sem vilji afla sér frekari vitneskju um starfsemina skuli gera sér ferð í Tómstundahúsið, þar verði úr flækjum þeirra greitt. Skal það hér meö gert þó ef til vill sé slíkt framferði brot á hlutleysisregl- unni, en einhvem veginn verður hann aö geta sýnt í verki þakklæti sitt fyrir fría kókið og pólóiö. Þá er ekkert eftir nema mælast til endurfunda við Geirsnef við Elliðaárvog næsta dag en þá munu smáflugkappar sviðsetja síðustu stórsýningu sumarsins. Sú splundraðist rosalega, maður Og dagurinn sá rennur upp með glampandi sól á djúpbláu himin- hvolfi, smáflugköppum til dýrðar. Niðri viö Geirsnef er þegar múgur manns og ekki sér fyrir endann á aðstreymi litskrúðugra flugdýrk- enda. Menn eru jafnvel að pískra um það sín á milli að önnur eins mæting hafi vart sést í allt sumar. Þaö er máske heldur ekki seinna vænna því senn mun versti óvinur 22 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.