Vikan


Vikan - 07.11.1985, Síða 23

Vikan - 07.11.1985, Síða 23
FJÖgur stórmannl smáflugsins á Islandi, ASLO sjálfur, það ar Asgair Long, Jón, forsvarsmaður Tóm- stundahússins, Kristinn Gunnarsson, formaður Þyts, og loks ritarinn makalausi, Lárus Jónsson. smáflugmanna, vetur konungur, hefja smáskærur og loka þá inni með flugflotann uns snjóa leysir. En í því mótlæti finnst líka glæta — eins og oft í svipuðum tilfellum — aldrei eru smíðaðar fleiri, glæstari né háfleygari smávélar en einmitt á veturna. I þann mund sem blaðamaður mætir til leiks hefur hvítur far- kostur sig til flugs með miklum hreyfilhljóðum, gapandi áhorf- endum til sýnilegs unaðar. En í talsverðri hæð fatast farkostinum skyndilega flugið og tekur að hringsnúast á hraðri leið niður á við uns... hann óafstýranlega rekst í grænan grassvörðinn og klofnar í frumparta sína. Ohug slær á mannskapinn en eftir að hafa kyngt fyrsta kekkinum þjóta menn að slysstaðnum þar sem athugasemdirnar fljúga. „Sú splundraðist rosalega, maður.” „Sverrir greyið hefur orðið bensínlaus,” og svo framvegis. Enda þótt blaðamaður telji síðari staðhæfinguna ekki meö öllu tilhæfulausa spyrst hann í krafti stöðu sinnar nánar fyrir um tildrög óhappsins. Einhverjir tala um misvísun stjórntóla, mannleg mistök og þvíumlíkt en Lárus Jónsson, sá ágæti flugkappi, hefur ferska kenningu á takteinum eins og hans er von og vísa. „Sjáðu, svona fer hann Sverrir að, prófar sig áfram í þessu, tekur áhættu, lætur reyna á mistökin. En í leigufluginu, þar skeður aldrei neitt hjá honum. Hann fær þjálfunina hér.” — Eruð þið tryggðir gegn slys- umáborðvið þetta? „Nei, ekki gegn svona löguðu,” segir Lárus kíminn yfir fávísi blaðamanns. „En ef svona vél flygi aftan í hvirfilinn á þér fengist það allt saman bætt. Ég er meira að segja viss um að foreldrar þínir fengju minnst eina sólarlandaferð útáþað, ha, ha, ha...” Einn viðstaddra telur sig knúinn til að upplýsa blaðamann um þá staðreynd að hingað til hafi smá- vél ekki einu sinni grandað mávi, hvað þá mönnum í hans stöðu. Hvar eru þeir alvitlausu? Það er orðið mikið kraðak fólks þarna á túninu og ljóst að Þyts- kappar eiga síður en svo einleik þessa síðdegisstund við Elliðaár- vog. „Hvar eru þeir alvitlausu?” rymur í askvaðandi aðkomu- manni. „Meinarðu þá í Snarfara? Þeir eru þarna hinum megin á vogin- um, sko, þú sérð þá þarna,” segir prúður flugáhugamaður og bendir á nokkrar skútur, svífandi seglum þöndum. Or allt annarri átt heyrist bílhorn þeytt og skömmu síðar sést gljáfægð kerra liða fram með vegarslóðanum, forn- fúin mjög og vantar engan nema Harold Lloyd, hangandi í vara- dekkinu. „Þetta er Ford, ’27 módelið,” segir prúðmennið sem hvað mest vissi um skúturnar áðan. Blaðamann fýsir nú að kunna deili á manni þeim sem þá kynnir sig sem Ásgeir Long, fyrr- um flugmann, nú smáflugmann og flugfélagsforstjóra. „Jú, jú, ég segi kunningjunum alltaf að ég reki heilt flugfélag, sem er náttúrlega hreina satt.” Blaðamaður fær það síðan uppgefið að flugfélagið ASLO (myndað úr upphafsstöfum for- stjórans) sé hið eina innan smá- fluggeirans og óttist forstjórinn ekki samkeppni í nánustu framtíð. Nú er margt hjalað og blaðamanni skilst að tilveran hafi ekki bein- línis mulið undir ASLO fremur en önnur flugfélög hérlendis, allra síst þegar vél félagsins — Harry Crash — fórst í sínu fyrsta flugi. „Jú, það var ansi sorglegt. Það var í Kópavogi, í fyrsta fluginu hans. Þaö klofnaði á honum vængurinn, smíðisgalli, það var ekkert hægt að gera. Mannsfórn við Geirsnef En nú er greinilega eitthvað mikilfenglegt í uppsiglingu. Lárus Jónsson geysist um svæðið og skipar ábúðarmikill börnum og öðrum ábyrgðarleysingjum að yfirgefa flugvallarsvæðið hið snarasta og hörfa flestir yfir kaðal, enda flugkappinn í ham. Jú, það gat ekki minna verið. Sjálfur ritari smáflugmanna- félagsins Þyts hyggst stefna henni rauðu sinni á loft og það kvisast út að ekki aðeins ætli Lárus að sýna fólki listflug eins og fegurst gerist heldur fallhlífarstökk í ofanálag. Menn færa sig, allir sem einn, í sjónmál við athafnasvæði meistarans — engin hans minnsta hnitmiöuð hreyfing fer fram hjá fólki. Svo gerist þaö smátt og smátt— fjarstýrður mótorinn drynur uns hann nær fullum styrk og sú rauöa tekur hægt og varlega að fikrast eftir grænni brautinni, svo hraðar og hraðar og — já, nú lyftir hún sér — og... FLÝGUR. Ekki má á milli sjá hvor seið- ir meiri athygli, rennilegur skrokkurinn á himinhvolfinu eða listflugmaðurinn á jörðu niðri, yfirkominn af hamingju. Og nú stefnir hann henni hærra... og enn hærra. Hálsreigðir áhorfendur sjá nú ekkert nema örsmáan, dökkan díl á bláum fleti. Þá sleppir Lárus stökkvaranum hugprúða. Fagn- aöaralda fer yfir um leið og sá stutti birtist, hangandi í netinu. En hvað er þetta? Á hann að fara svona hratt? — Voðalegur hraði er þetta — hann beinlínis brunar niður. Haldi hann þessum hraöa á leiðarenda má kalla á lík- flutningamennina strax. Og nú verður mönnum litið á vélina og ekki er hún gæfulegri. Rétt eins og hafi hún ekki þolað viðskilnaðinn viö stökkvarann feiga endasendist hún niður á við eins og í yfirveg- uðu sjálfsmorösflugi. En... loksins tekst Lárusi með úrslitaátaki að knýja þá rauðu á réttan kjöl. Það gat heldur ekki annað verið, hann hefur bara ætlað að reyna á þolrif áhorfenda, hann Lárus, hann brot- lendir sko ekki í miöju listflugi. Hins vegar telur hann ekki eftir sér að fórna einum fallhlífar- stökkvara veiti það einhverjum skemmtan. Og í þann mund sem stökkvarinn lendir í læknum hrópar ritarinn: „Sækiðhann,” og tveir ungir hlauparar leggja sem byssubrenndir út á engið. Blaðamaður snýr sér að ASLO sjálfum og spyr: — Hefði hann farist í raunveruleikanum? „Já, hann hefði farist,” segir forstjórinn og brosir breitt. Og um það bil sem Lárus hleypur til móts við sjúkraliðana, hrópandi leið- beiningar örvæntingarfullum rómi, búast blaðamaður og ljós- myndari til heimferðar. Blaða- maður hefur um nóg að hugsa á þeirri leið. Hann veltir fyrir sér „áhættu” flugsins og ályktar með sjálfum sér að líklega sé Þytur bráðnauðsynlegur flugöryggi þjóðarinnar, alltént meðan sumir geti enn algerlega fullnægt flug- þrá sinni í þrefalt smækkuðu formi smáflugsins. Það er betra að einskoröa svona sýningar við Geirsnef, hugsar hann, ekki yröu þær burðugri á Reykjavíkurflug- velli. Alltént fengju þá hjálpar- sveitirnar nóg að starfa. Og blaðamaður strýkur sér um hvirfilinn og telur sig bara hafa sloppið nokkuð vel miðað við aðstæður. 45. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.