Vikan


Vikan - 07.11.1985, Síða 37

Vikan - 07.11.1985, Síða 37
E ■Ingum blöðum er um það að fletta að Madonna er sá listamaður í poppinu sem hefur átt hvað mestan og bestan frama á þessu ári og sýnist nú sitt hverjum í því máli. Kvenréttinda- konur segja að hún hafi fært bar- áttu þeirra tíu ár aftur í tímann en þrátt fyrir að mikið sé rætt um hana og ritað, bæði gott og slæmt, er ekki annað hægt en hrífast af þessari stúlku sem nú á hug og hjörtu milljóna um víða veröld. Platan hennar, Like a Virgin, hefur selst í yfir sjö milljónum ein- taka í Bandaríkjunum og nánast verið stanslaust inni á vinsælda- listum. Svipaða sögu er að segja af vinsældum hennar í öðrum löndum. Madonna lék í bíómynd áður en hún sló svona rækilega í gegn, það er myndin Desperately Seeking Susan sem sýnd var í Regnboganum nú í haust. Vegna vinsælda Madonnu hefur myndin orðið óhemju vinsæl og malað gull fyrir aðstandendur sína. I mynd- inni þykir Madonna sýna góð til- þrif en hún mun bara hafa verið að leika sjálfa sig, að mati þeirra semtilþekkja. I sumar tók Madonna sig til og giftist bandaríska leikaranum Sean Penn og mun það vera eitt- hvert umtalaðasta brúðkaup síðan Kalli og Díana létu pússa sig sam- an hér um árið. Stúlkan þykir metnaðargjörn í meira lagi og mun hún hafa hug á að verða eins og aðalhetja hennar, Marilyn Monroe, þ.e. goðsögn í lifanda lifi. Madonna Louise Ciccione fædd- ist einhvern tíma á árunum 1957— 60 í bænum Pontiac nærri stór- borginni Detroit, ein af átta systk- inum. Móður sína missti hún þegar hún var aðeins sjö ára, faðir hennar giftist aftur og var Ma- donna lítið hrifin af stjúpu sinni og ber henni illa söguna. Madonna flutti til New York ár- ið 1978 með 35 dollara í vasanum. Hún fór þegar að reyna að vinna fyrir sér sem dansari en varð lítið ágengt, þetta voru aðallega til- raunadansflokkar sem hún vann með. Þetta ástand varð til þess að Madonna lék í kvikmynd sem á vondu máli mætti kalla „mjúka” klámmynd og þykir með af- brigðum illa gerð í alla staði. Leik- stjóri myndarinnar, sem var kær- asti Madonnu um þetta leyti, segir að henni hafi á þessum tíma orðið tíðrætt um þá þörf sína að vera virt og elskuð af fólki og að hún ætlaði á toppinn. Hún fékk loksins vinnu sem söngvari/dansari með hljómsveit manns að nafni Patrick Hernandes og varð þessi vinna til þess að hún dvaldi í París í sex mánuði en lungnabólga varð til þess aö hún varð að snúa aftur til New York, alveg skítblönk. Skipti um kærasta eins og sokka Þegar veikindin voru að baki sneri Madonna sér að poppinu og stofnaði hverja hljómsveitina á fætur annarri. Flestar urðu aðeins nokkurra daga gamlar og hún skipti um kærasta eins og sokka. Segja má að hún hafi verið með mönnum eins lengi og þeir gátu orðið henni til framdráttar. Fyrstu lögin hljóðritaði Ma- donna í apríl 1982, það voru lögin Everybody og Burning up og varð hið fyrmefnda þónokkuð vinsælt á diskótekum víða um heim. í kjöl- farið fylgdi að sjálfsögðu stór plata, bar hún nafn Madonnu og fór lítið fyrir henni á vinsældalist- um heimsins. Þó mun lagið Holi- day af plötunni hafa notið nokk- urra vinsælda. Fleiri lög fylgdu í kjölfarið, eins og Lucky Star og Borderline, en þau nutu lítið meiri hylli en þau fyrri. Þá ákvað Ma- donna að fá til Uðs við sig þann upptökustjóra sem er í hvað mestum metum meðal poppara í Sean Penn Don Johnson John F. Kennedy Jnr, Madonna og nokkrir af þeim gaurum sem hún hefur verið orflufl vifl. dag, nefnilega Nile Rogers sem hefur unnið með fólki eins og Bowie, Duran, Jagger, Sister Sledge, Debbie Harry úr Blondie og fleiri og fleiri. Og vinsældirnar létu ekki á sér standa, eins og áður var getið, algjört Madonnuæði fór í hönd og sér ekki fyrir endann á því. Stelpan uppgötvaði til að mynda naflann á sér og er þetta líklega frægasti nafli heims, að hinum gamla nafla alheimsins undanskildum, hvar sem hann nú annars er. Nektarmyndir Þegar stúlkan hafði slegið svona hressilega í gegn dró ljósmyndari nokkur fram fimm ára gamlar myndir af Madonnu þar sem hún sat fyrir nakin. Playboy og Pent- house, tvö af þekktustu karla- blöðum í heiminum, bitust um að kaupa myndirnar en það fór svo að lokum að bæði blöðin birtu þessar myndir. Myndbirtingarnar urðu til þess að hætt var við að gera Madonnu að heiðursborgara í heimaborginni, Pontiac. Madonna er rétt að byr ja og of fljótt um það að segja hvort hún getur fylgt þessum miklu vinsæld- um eftir. Ekki skortir hana metn- aðinn, einhver af hinum f jölmörgu samstarfsmönnum hennar í gegn- um tíðina hefur sagt að hún sé mannætuhákarl í gullfiskabún- ingi. 45. tbl. Vikan 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.