Vikan


Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 42

Vikan - 07.11.1985, Qupperneq 42
L3I Vídeó-Vikan VINSÆLIR LEIKARAR: SISSY SPACEK Rauðhærö, lítil og freknótt. Þannig hljóðar lýsing á einni frægustu kvikmyndaleikkonu sem nú er uppi, Sissy Spacek, ekki beint lýs- ing á Hollywoodstjörnu. Þó er hún talin meðal allra eftirsóttustu leikkvenna. Þrátt fyrir að Sissy Spacek sé komin vel yfir þrítugt á hún einkar auðvelt með að leika ungar stúlkur og hefur það hjálpað henni á framabrautinni. Má nefna að í fyrstu myndinni, sem hún vakti verulega athygli í, Carrie, lék hún táning þótt hún væri komin vel á þrítugsaldurinn. Sissy Spacek fæddist á jóladag árið 1949, dóttir landbúnaðarráðunautar. Hún var skírð Mary Elizabeth. Fljótt festist nafnið Sissy við hana og kom það til vegna þess aö hún átti eldri bróður. Hann lést úr hvítblæði aðeins nítján ára gamall. Þegar Spacek var orðin sautján ára hélt hún að heiman með gítarinn um öxl, staðráðin í að gerast sveitarokksöng- kona. Þegar sú fyrirætlun mistókst hélt hún til New York. Þar fékk hún inni hjá frænda sínum, Rip Torn, og eiginkonu hans, Gerald- ine Page. Þau eru bæði þekktir leikarar á sviði og í kvikmyndum. Hún reyndi fyrst fyrir sér sem fyrirsæta en gafst fljótt upp á því, fékk enga vinnu vegna þess hversu lítil hún þótti. Þá lá leið hennar eins og margra annarra í hinn þekkta leikskóla Actors Studio. Eftir veru sína þar fékk hún smáhlutverk í sjón- varpsþáttum. Hennar fyrsta kvikmyndahlut- verk var í Prime Cut þar sem hún lék á móti Lee Marvin. Fyrsta stóra hlutverkið var í hinni frábæru kvikmynd Terence Malick, Badiands. Þar lék hún á móti Martin Sheen. Þau léku tvö ungmenni á flótta undan réttvís- inni. Badlands fékk frábæra dóma þegar hún kom á markaðinn og var þeim Spacek og Sheen hælt á hvert reipi. Meðan á kvikmynda- töku stóð hitti Sissy Spacek Jack Fisk sem starfaði sem listrænn leikstjóri við myndina. Þau giftust og hafa síðan búið á bóndabæ í Virginiu. Sissy Spacek hitti Brian De Palma meðan á tökum á Phantom in Paradise stóð yfir, en eiginmaður hennar starfaði við þá mynd. De Palma hreifst af þessari litlu leikkonu og bauð henni aðalhlutverkið í næstu kvikmynd sinni. Það var Carrie, gerð eftir sögu Stephen King. í Carrie leikur hún saklausa skóla- stúlku sem breytist í hefndarengil með ægi- legum afleiðingum fyrir bekkjarfélaga henn- ar. Fyrir þetta hlutverk hlaut hún sína fyrstu tilnefningu til óskarsverðlauna. Eftir Carrie hefur Sissy Spacek ekki þurft að hafa áhyggj- || / ' ijiglll! HIÍIIÍ! Freistandi demantar ★ ★ LIVE A LITTLE STEAL A LOT Leikstjóri: Marvin Chomsky. Aðalleikarar. Robert Conrad, Don Strout og Donna Mills. Sýningartími: 102minútur. Live a Little Steal a Lot fjallar um innbrotsþjófa sem hafa þaö aö sér- sviöi aö stela demöntum. Myndin er sögö byggð á sannsögulegum atburö- um þótt mig gruni aö nokkuö sé ýkt til aö gera frásögnina meira spenn- andi. Alan (Robert Conrad) er mjög slyngur innbrotsþjófur. Hann tekur Jack (Don Strout) í félag viö sig. Hann er mikið hörkutól en ekki eins varfærinn og Alan. Þeir vinna fyrir sér meö að stela demöntum frá ríku fólki. Dag einn er þeim gert tilboö um aö ræna stjörnu Indlands sem er verðmætasti demantur í heimi. Fyrir vikiö eiga þeir að fá fimm hundruð þúsund dollara. Þeir undirbúa rániö vel og þótt þeim mistakist í fyrstu til- raun gefast þeir ekki upp og næst tekst þeim auðveldlega aö ræna stjörnu Indlands úr safni í New York. I leiöinni taka þeir meö sér aðra þekkta gimsteina. Vandræði þeirra byrja fyrir alvöru þegar þeir eru komnir meö þessa dýrmætu vöru heim til sín. Fylgst hefur veriö meö þeim um nokkurt skeiö og eru þeir handteknir strax morguninn eftir. En lögfræö- ingi þeirra tekst aö fá þá lausa. En þá kemur New York-lögreglan og tekur þá meö sér til New York. Enn tekst lögfræðingi þeirra að fá þá lausa vegna skorts á sönnunargögn- um en lögreglan er handviss um aö þeir félagar hafi stolið gimsteinun- um og gerir þeim tilboö um eins árs fangelsi og að skila steinunum eöa þrjátíu ára fangelsi. . . Live a Little Steal a Lot er spenn- andi afþreying. Myndin byrjar á stóra ráninu. Meöan á ráninu stendur er horfiö aftur í tímann og fylgst meö ferli þeirra félaga og skemmtunum. Eins og oft vill verða, þegar í hlut eiga stórþjófar, er frekar lítiö gert úr lögreglunni. En í heild má hafa gaman af þessari sakamála- mynd. islenskur textl Sannsöguleg morðsaga ★ ★ MORÐiÓBYGGÐUM (THE AWAKING OF CANDRA) Leikstjóri: Paul Wendkos. Aðalleikarar. Blanche Baker, Cliff De Young og Richard Jaeckel. Ung og nýgift hjón ætla aö eyða nokkrum dögum í óbyggðum Oregon við veiði og útilegu. Allt gengur sam- kvæmt óskum. Candra og Julio eru mjög hamingjusöm þótt lítið veiðist. Sú hamingja breytist í martröð þegar þau hitta ungan mann, Tom, sem segist vita hvar mikinn fisk sé aöfá. Hann fer meö þau enn lengra inn í óbyggðimar. Brátt kemur í ljós aö hann er ekki allur þar sem hann er séöur og fara nýgiftu hjónin aö óttast um líf sitt og ekki aö ástæðulausu eins og á daginn kemur. Tom er geöveikisjúklingur sem áöur hefur komist í kast viö lögin. Þaö kemur berlega fram aö hann girnist Cöndru og gerir hann sér lítiþ fyrir og drepur Julio. Þrem dögum seinna kemur Tom til byggöa meö Cöndru sér viö hlið og segir aö þaö hafi orðið slys, Julio hafi látist af slysaskoti. Candra segir sömu sögu í byrjun, en þegar frá líður fer hana að dreyma óhugnan- lega atburði sem hún man ekki og lögregluna grunar aö ekki sé allt meö fellduvaröandifrásögnToms... Morö í óbyggöum er byggt á moröi sem framið var 1976. Ekki veit ég hversu sannleikanum er hagrætt til að fá meiri spennu en í heild er myndin trúveröug og raunsæ, þótt ekki sé hún nógu vel gerð til að geta kallast úrvalsmynd. Það er helst starfsemi lögreglunnar sem er ekki trúverðug. Lögreglan í Oregon virö- ist treysta á lygamæli þegar á aö taka orö sakbominga trúanleg. Ekki er það traust aðferö eins og berlega kemur í ljós. Leikarar eru frekar yfirboröskenndir í leik sínum. Gamla kempan Richard Jaeckel leikur lögregluforingjann og hef ég oft séð þann ágæta karakterleikara betri. Morö í óbyggöum er sæmileg afþreying, lítiö meira. 42 Vikan 4S.tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.