Vikan


Vikan - 07.11.1985, Page 49

Vikan - 07.11.1985, Page 49
Kata með sér, en ekki eins og lesendurnir héldu. Þetta var eng- inn léttúðarlifnaður í stöðugum kampavínsboðum og á tísku- sýningum. FJÖR! krafðist mikillar vinnu. Það var mesta skemmtunin sem hægt var að hugsa sér. Hún sat með sex urr- andi síma fyrir framan sig og tvær manneskjur biðu eftir henni. Kata hugsaði með sér að sennilega myndi flestum lesendum hennar leiðast starfið hennar óstjórnlega, hún hefði sjálf fegin viljað borga fyrir að fá að vinna við þetta. Að koma FJÖRI! af stað var það mest spennandi starf sem hún hafði nokkru sinni unnið. Það var sama hvað hún var kúguppgefín á kvöldin, henni leiddist alltaf að faraheim. Það var bara eitt sem var að. Henni fannst ekki létt að vinna með Tom. Hann var alinn upp á vesturströndinni og áður en hann gekk til liðs við Júdý hafði hann unnið í kvikmyndaiðnaðin- um og hafði það óneitanlega áhrif á skoðanir hans á kvenfólki. Hann gat ekki að sér gert að flokka konur stöðugt annað- hvort sem mæður eða mellur af einhverri gerð. Sumar voru líka eign og þær gátu orðið til vand- ræða. Maður varð að koma fram við eignirnar af varfærni eins og tígrisunga. Tom leit ájúdý sem mjög dýrmæta eign. En Kata — ja, hún hafði ekki enn sannað gildi sitt. Tom áttaði sig ekki á henni. Jú, hún hafði skrifað bók, hún var svolítið fræg, en það þýddi ekki endilega það að hún myndi græða peninga fyrir hann. Það var sífellt að skerast í odda með þeim Tom og Kötu þar til Júdý varð að róa Kötu. ,,Heyrðu mig, Kata, allir þeir sem leggja fram mikið fjármagn í fyrirtæki eru erfiðir viðfangs. Ein af ástæðunum fyrir því að Tom gengur svo vel að hafa þá góða er sú að hann hugsar eins og þeir. Við tökum mikla áhættu og við gætum ekki gert þetta án Toms. Gallarnir á honum í persónuleg- um samskiptum við hann eru kostir í viðskiptum. Hann sér um allt vesenið og lætur okkur um vinnuna við blaðið.” Júdý tók utan um axlirnar á Kötu. ,,Mundu að það er þitt verk að koma blaðinu út á hans kostnað. Það er hans að sjá um að fyrir- tækið skili hagnaði og hann er mjög snjall við það. En hann væri það ef til ekki ef hann væri svona jafnréttissinnaður maður eins og þér fellur best við. ” Þegar útgáfudagurinn nálgað- ist heyrðist urrið í Tom um alla skrifstofuna. „Vitið þið hvað það kostar að láta gera þetta?... Það virðist öllum vera alveg sama um það...” Kata hafði alltaf óttast ofbeldi — bæði líkamlegt og andlegt. Þegar hún var barn þorði hún aldrei að láta reiði sína í ljós og bliknaði alltaf fyrir framan föður sinn. Nú þegar hún var orðin fullorðin dró hún sig alltaf í hlé þegar menn tóku að brýna raust- ina. En hún gleymdi hvorki né fyrirgaf. í stað þess að fá útrás fyrir reiði sína byrgði hún hana inni. Hún safnaðist fyrir og varð sífellt magnaðri þar til kom að því að hún blossaði upp. — 51 — Allt rétta fólkið lét sjá sig í samkvæminu sem haldið var þegar fyrsta tölublaðið af FJÖRI! kom út. Það var kliður í salnum, það klingdi í glösum, vindlareykur- inn blandaðist dýrum ilmvötn- um og kampavínið flóði. En samkvæmið, sem Kata hafði hlakkað til mánuðum saman, virtist svo ótrúlega lítilfíörlegt miðað við það sem hún var búin að ganga í gegnum. Hún hefði heldur viljað að þessum pening- um hefði verið eytt í blaðið sjálft. Henni leið svo illa og leit svo vesældarlega og raunalega út að Tom gekk til hennar. „Svona, svona,” sagði hann, „við erum rétt búin að koma út fyrsta tölublaðinu með glæsibrag og þessi viðbrögð þín eru eðlileg og skiljanleg. Það sækir að þér þunglyndi vegna ofþreytu eftir að hafa lokið erfíðu verki sem tekist hefur vel. Þannig hefur Shakespeare ömgglega liðið þegar hann var búinn með Hamlet.” Kata fór ekki að hlæja. „Ég veit að þér fínnst þetta allt ömur- legt,” bætti Tom við. „Þúhefur ekki hugsað um neitt annað síð- ustu þrjá mánuðina. Ég veit að sumir gestanna líta út eins og þeim hundleiðist en þegar fólk SÍGILD HÖNNUN Borðstofustóll án Borðstofustóll m. örm- arma kr. 3.865 stgr. um kr. 4.175 stgr. Stóll m. leöri eða Stóll m.. leðri kr. hrosshári kr. 9.620 10.700 stgr. stgr. Legubekkur meö svörtu leöri eöa hross- hári kr. 32.555 stgr. sem sagt .. á oumflyjanlega hagstæðu verði ffv ILJI Bláskógar Ármúla 8, s. 686080 - 686244.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.