Vikan - 07.11.1985, Síða 56
Pósturinn
Flöt eins og 10 ára
— get ég farið í
brjóstastækkun?
Halló Póstur.
Ég vona ad þú birtir þetta
bréf og svarir því ad sjálf-
sögðu. Þad mgndi létta af
mér þungri bgrdi sem þessa
dagana er gjörsamlega ad
sliga mig.
Ég er meö svo lítil brjóst!
Bíddu hœgur. Ég veit hvað þú
hugsar (þið hugsið): ,,Ó, enn
ein sama gamla lumman. ”
En elsku besti, ekki segja
mér að bíða, þetta komi allt
saman með árunum. Ég hef
hegrt þetta einum of oft og ef
þú bgrjar líka þá gef ég
hreinlega upp öndina. Ég hef
rœtt þetta við vinkonur mín-
ar en það dugar skammt svo
ég get gert eins og ástföngnu
stelpurnar og þœr sem eru í
ástarsorg.
Ég er að verða 17 ára
(kannski orðin of gömul til
að skrifa Póstinum en það
sakar ekki að regna!) og er
með álíka stór brjóst og 10
ára stelpa, eða sem sagt
nœstum alveg flöt að
framan. (Kannski ég hafi átt
að verða strákur en guð
skipt um skoðun á síðustu
stundu og ákveðið að ég
skgldi verða stelpa. Hver
veit?)
Jœja, ég hef beðið einum
of lengi eftir að brjóstin
stœkki en þó ég hafi verið
þolinmóð með afbrigðum þá
er ekki þar með sagt að ég
hafi biðlund til eilífðarnóns.
Mamma er með ósköp lítið
stœrri brjóst en ég svo ekki
er hœgt að búast við miklum
sjálfkrafa framförum. Ég
þori ekki að minnast á þetta
við hana. Hún er af gamla
skólanum og mgndi drekkja
mér í predikunarflóði ef ég
gerði það. Það má vel vera
að hún hafi lifað þetta af í
gamla daga en ég veit ekki
hvort ég geriþað.
Eins og skiljanlegt er hef
ég hrœðilega minnimáttar-
kennd út af þessu og það er
hún sem er að drepa mig
þessa dagana. Þegar ég fer í
sund og svoleiðis finnst mér
allir glápa á mig og ég er
nœstum hœtt að þora í sund
út af þessu. En mest er
minnimáttarkenndin gagn-
vart hinu kgninu. Ég get
bara ekki meir. Ég er ekki
Ijót (vinsamlegast takist
ekki sem mont) og margir
strákar hafa sgnt mér
áhuga, en eftir örlítið
nánari kgnni dregið sig í
hlé. Sumir hafa sagt mér að
hafa samband við þá þegar
ég vœri orðin ögn þroskaðri
og aðrir dregið í efa að ég
vœri að verða 17 ára. Enn
fleiri hafa ekki sagt neitt en
ég finnþað alveg á þeim.
Þetta kvelur mig ofboðs-
lega og nú er ég komin með
þetta á sálina. Þau eru ófá,
tárin sem ég hef skœlt gfir
þessu oq spurt: ,,Af hverju
ég?”
Ég var búin að vera með
strák í rúman mánuö og við
sváfum auðvitað saman og
svoleiðis. Hann sagði að sér
vœri alveg sama þótt ég vceri
svona og hló að móralnum í
mér. Ég var nœstum búiti að
glegma þessu öllu þegar
hann sagði bless upp úr
þurru og bgrjaði með ann-
arri forljótri með heilt
mjólkurbú. Það var kornið
sem fgllti mœlinn.
Kœri Póstur, eftir langa
og stranga umhugsun ákvað
ég að leita tilþín. Ég trúiþví
ekki að þú sért það kald-
Igndur að henda bréfinu í
ruslið, eins og ég þurfti að
taka á til að skrifa það, og
láta mig sitja eftir í áhgggju-
súpunni.
Hvað á ég að gera? Eða
œtti ég frekar að spgrja:
Hvað get ég gert? Ég veit að
það er hœgt að stœkka brjóst
með líkamsœfingum en ég
held að það dggði skammt í
mínu tilviki því ekki nenni
ég að standa íþví alla œvi.
Getur lœknir gert eitt-
hvað ? Ég hef hegrt um
aðgerðir en veit lítið um þœr
og ekki heldur meira um það
hvert maður sngr sér til að
fá upplgsingar um þetta. Ég
er geðveikislega feimin við
ókunnugt fólk. Kostar það
ekki heil ósköp að fara í
aðgerð og er ekki aldurstak-
mark? Þú getur kannski
gefið mér einhver svör við
þessu? Ég get ekki átt von á
neinni aðstoð að heiman, ég
hef engan til að raeða þetta
við. Mamma rífst bara og
pabbi samsinnir eins og
hlgðinn rakki, og ekki vœnti
ég neins stuðnings frá
þessum bræðraómgndum
mínum.
Ég fel þér því málið til
íhugunar og bíð eftir birt-
ingu og svari.
Bless. ,, i.
Hebba.
P.S. Kurteisleg smáábend-
ing um efnisval í blaðinu.
Þið mœttuð bœta inn sauma-
þœtti með léttum sniðum að
fötum sem eru í tísku, svona
fgrir manneskjur sem ekki
þola að prjóna!!!
Þú ert vitanlega ekki orðin of gömul
til að skrifa Póstinum. Þar gilda engin
aldurstakmörk. öllum er frjálst aö
skrifa Póstinum, þó svo að flest bréfin,
sem Pósturinn fær, séu frá fólki á
aldrinum 10 ára til tvítugs.
Þú líður fyrir aö hafa of lítil brjóst og
veist að Pósturinn veit að það er sama
hvaö sagt er við þig, þá breytist þaö
ekki neitt. Þegar fólk hefur eitthvert
„lýti” á líkamanum, sem það hefur
minnimáttarkennd út af, þýðir oft ekk-
ert fyrir aðra aö telja því hughvarf.
Þó svo að öðrum finnist lýtið alls ekki
vera neitt lýti, taki oft varla eftir því,
þá veit enginn nema sá sem lýtið hefur
hvernig þaö er að þurfa aö vera svona.
Það getur haft mjög slæm áhrif á and-
lega líðan fólks og því eru lýtalækning-
ar alls ekki hégómaskapur heldur
mikilvægur þáttur læknisfræðinnar.
Því er best að segja þér strax að það er
hægt aö stækka brjóst meö því aö
sprauta gerviefnum undir húðina. Þaö
gerir sérfræðingur í skapnaðar-
lækningum en Pósturinn veit ekki
hvort það er hægt að gera það nú þegar
eöa hvort þú þarft aö bíða í einhvern
tíma þar til brjóstin eru örugglega búin
aö ná fullum þroska. En fyrst þarftu að
fara til heimilislæknis, síðan færöu
tilvísun á sérfræðinginn. Þaö er mjög
erfitt aö komast að hjá þessum
sérfræðingum og þú mátt búast við að
þurfa að vera lengi á biöiista. Einnig
er það læknisins aö ákveöa hvernig og
hvort aðgerðin verður gerð á þér.
Þessar aðgerðir eru annaðhvort alveg
ókeypis eða kosta eitthvað lítilsháttar.
En þú skalt íhuga allt þetta mál
gaumgæfilega. Þú hefur lítil brjóst —
það hafa margar konur. Líttu bara í
kringum þig í sundi. Þú skalt ekki
halda að konur séu eitthvað aö stara á
þig vegna þess. Sum brjóst eru eins og
melónur og önnur eins og spæld egg,
þannig er bara fjölbreytnin í sköpun-
inni. Og karlmenn hafa líka mismun-
andi smekk, sumum þykja lítil og nett
brjóst sérlega aðlaðandi og aðrir falla
fyrir stórum, en fyrir karlmenn með
viti eru það ekki brjóstin sem skipta
sköpum um hvort þeim líst á stelpu eða
ekki. Auðvitað er það manneskjan í
heild, heildarútlitiö, kyntöfrarnir,
skapgerðin, persónuleikinn, húmorinn,
áhugasviðið, sem gerir manneskjuna
aö því sem hún er og aölaöandi eða
ekki fyrir hinn aðilann. Strákurinn
sem þú varst með, sem sagði að brjóst-
in skiptu engu einasta máli, hefur
áreiðanlega talaö fyrir munn allra
stráka sem eitthvað er varið í.
Ástæðan fyrir því að þið hættuö saman
hefur verið einhver önnur og þú hefðir
átt að fá það á hreint í stað þess að
kenna brjóstunum á þér um. Hættan í
sambandi við lýta- og skapnaðarlækn-
ingar, sem allir sérfræðmgar á því
sviöi benda á, er að svo margir kenna
„lýtum” sínum um allt sem aflaga fer í
lífi þeirra og halda að aögeröin ein og
sér kippi bara öllu í lag. En þannig er
það ekki. „Lýtið” getur stuðlað að
feimni og minnimáttarkennd en veldur
henni ekki eitt og sér og hún hverfur
ekki um leið og þaö. Þetta er of flókið
mál til þess. Sá sem ætlar í svona
aðgerð verður að gera sér ljóst að það
að lagfæra „lýtið” getur hjálpað
honum aö sigrast á minnimáttar-
kenndinni og feimninni smám saman
með vilja, dug og ákveðni.
En ættir þú ekki bara aö sætta þig
við þig eins og þú ert? Þaö er önnur
spurning sem þú skalt velta fyrir þér
fram og aftur í einrúmi og áöur en þú
ferð til læknis. Þú segir að mamma þín
hafi lítil brjóst og „hún hafi lifað það af
í gamla daga”. Geturðu ómögulega
talað við hana í alvöru um þetta. Það
hefur áreiðanlega ekki veriö neitt
auðveldara fyrir hana að vera með lítil
brjóst í „gamla daga” en fyrir þig nú,
jafnvel verra því konum hefur alltaf
verið talin trú um að þær veröi að hafa
stór brjóst til að ganga í augun á karl-
mönnum (og það er auövitað bara eitt
af mörgu). Þú vanmetur áreiðanlega
mömmu þína. Hún getur örugglega
miðlað þér af sinni reynslu ef þú ferð
rétt að henni, það er hvernig hún sætti
sig við þetta, eöa hefur hún ef til vill
aldrei sætt sig viö það?
Á fólk ekki bara aö sætta sig við að
vera eins og þaö er? Hvers vegna
skyldi fólk reyr.a að falla inn í ein-
hverja staðlaöa mynd af fólki sem búin
hefur veriö til í heimi tísku og
auglýsingaiðnaðar? Hví ekki aö vera
bara stoltur af því að vera eins og guö
skapaði mann og gefa fordómum og
tilskipunum um hvernig fólk á að líta
út bara langt nef? Þú talar sjálf um
eina „forljóta með heilt mjólkurbú”,
það eru dæmigerðir fordómar. Hin
stelpan getur ekkert gert að því hvern-
ig hún litur út og hefur þér aldrei dottið
í hug að það gæti verið eitthvaö annað
viö hana sem strákurinn hefur fallið
fyrir?
Þú veist ósköp vel sjálf aö það er
margt við þig líka þó þú sért grönn og
með lítil brjóst. Leggðu áherslu á alla
kosti þína, viðurkenndu gallana og
reyndu að gera sem minnst úr þeim.
Leitaðu læknis ef það er eindreginn
vilji þinn en gerðu þaö ekki fyrr en þú
ert búin að hugsa málið fram og aftur.
Hugmyndin um sniöin er góð og
hefur reyndar verið til umræöu á
Vikunni. Það má meira en vera að ósk
þín verði uppfyllt.
$6 Vikan 45. tbl.