Vikan

Útgáva

Vikan - 16.01.1986, Síða 23

Vikan - 16.01.1986, Síða 23
læra af Japönum sem GM geröi samning við Toyota. Japanirnir sáu um uppsetningu nýrrar verksmiðju í Fremont í Kaliforniu sem nú sendir frá sér 360 nýjar Chevrolet Nova á dag. Frosch dregur ekki dul á að þessi samningur var öðrum þræði gerður til að læra af Japönum. Flann og þeir hjá Ford eru sammála um að eitt af því sem bandariskir bílafram- leiðendur verði að læra sé að bregð- ast fyrr og ódýrar við duttlungum markaðarins en nú er. Við óbreytt ástand tekur það allt upp í fimm ár og fjóra milljarða dollara að koma bil af teikniboröinu út til kaupenda, með sæmilegri tryggingu fyrir því að hann uppfylli þær kröfur sem gera verður til hans. Meiri samvinna nauðsynleg Allir hinir þrír stóru eru sammála um að til þess að þetta verði mögu- legt þurfi miklu meiri samvinnu allra stiga framleiðslunnar, allt frá upphafi. Donald Kopka segir: ,,l gamla daga sat ,,listamaðurinn" með bláu húfuna sína og teiknaði fallegan bíl. Svo fór teikningin i boddídeildina og tók þar breytingum, síðan i undirvagnsdeild- ina og tók þar breytingum — guð má vita hve mörgum sinnum upprunaleg teikning breyttist áður en hún komst alla leið á færibandið. Það er ekki skrýtið þó sumir bílarnir séu eitthvað undarlegir." Nú er hins vegar lögð áhersla á að allir þessir þættir séu hugsaðir samtímis þannig að upp- runaleg teikning geti gengið upp óbreytt þegar í stað og tölvur geta stytt tilraunatímann verulega. Til framleiðslunnar sjálfrar eru í sívax- andi mæli notuð „vélmenni" sem leyst geta störfin af hendi hraðar og með meiri nákvæmni en áður var mögulegt. Og það eru ekki bara japanskir bilar sem Bandarikjamenn þurfa að keppa við. Á lista timaritsins Road & Track yfir athyglisverðustu bilana árið 1984 — þá bíla sem ánægjulegast er að aka miðað við dollarana sem þeir kosta (hvernig sem það er svo reiknaðl — er hvorki meira né minna en þriðjung- urinn þýskir bílar: Mercedes-Benz, BMW, Porsche og Audi. Þetta eru merki sem ekki eru likleg til að gefa neitt eftir og sem dæmi má nefna að Volkswagenverksmiðjurnar lAudi) hafa tekið í notkun nýja verksmiðju í Wolfsburg. Hún er talin sú sjálfvirk- asta og fullkomnasta I heimi sem stendur. Það er ekki aðeins að róbótar („vélmenni") séu notaðir til allrar suðuvinnu heldur sjá þeir líka um fjórðung allrar samsetningarinn- ar, þar með talin nákvæmnisverk eins og að setja vélina niður, tengja raf- geyminn og skrúfa hjólin undir. En hinir þrir stóru í Bandarikjunum eru að berjast fyrir lifinu. Þar varður ekki þumlungur eftir gefinn baráttu- laust. Og hver útkoman verður fáum við aðsjá í kringum 1990. (Meginheimild: Science Digest, nóv. 1985) 't í o £ 0 (0 0) to r e 2 ij | i 5 o t 8 o E o 5 to *■ O 0) 0 0 DONALDKOPKA I aðstoöarforstjóri Ford, yfir- maöur hönnunardeildar Ford. Tilraunastofur hafa tekið tölvur og leysigeisla í sina þjónustu. Hérna er leysitœki sem fylgist með þvi sem gerist þegar bensínblanda springur i sprengihreyfli, varpar upplýsingunum til tölvu sem gerir kleift i fyrsta sinn að vita nékvæmlega hvað gerist i þessu ferli. Vikan 3. tbl. 23 Umsjón: Sigurður Hreiðar

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.