Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 8
„Ert’ekki hress?“
Ég muldraði eitthvað sem átti
að vera svar. Þá komu þar aðvíf-
andi tvær kornungar stúlkur,
glaðlegar og kátar, og önnur
þeirra smellti votum kossi á
Pan-kónginn sem faðmaði þær
að sér. Svo vildi hann kynna þær
fyrir mér.
„Þær eru nú í flokknum, þess-
ar,“ sagði hann stoltur. „Ogþetta
er blaðamaður sem ætlar að
skrifa um sýninguna,“ bætti
hann við og benti á mig.
„Eigum við þá að kyssa hann
líka?“ spurði önnur stúlknanna
dálítið efins og meðan þær voru
að gera þetta vandamál upp við
sig hafði ég mig á brott.
Það leið að miðnætti og fjöld-
inn á staðnum orðinn þónokkur.
Ég hitti eiganda tískubúðar á
Austurlandi sem ætlaði að fara
að halda sýningu á vörum sínum
í búðinni fyrir austan og til þess
að trekkja nú örugglega hugðist
hún fá Pan-flokkinn til að troða
upp líka.
„Jújújú," samþykkti ég, „af-
skaplega góð hugmynd."
Svo kom ég auga á pilt sem ég
kannaðist lítillega við og fékk
mér sæti hjá honum; þá kom í
ljós að hann var genginn í Pan-
flokkinn og átti að koma fram í
fyrsta skipti kvöldið eftir, á
fyrsta svokallaða „dömukvöld-
inu“.
„Þá verður bara konum hleypt
inn milli níu og ellefu," sagði
hann og hló við. „Við verðum
svona tólf fimmtán strákar sem
berum fram kokkteila og verðum
með sjó, bara klæddir pungbind-
um og svoleiðis. Að öðru leyti fær
enginn karlmaður aðgang. Ekki
einu sinni Haukur, Pan-kóngur-
inn.“
„Ja, nú dámar mér ekki,“ sagði
ég. „Og ertu ekkert taugaóstyrk-
ur?“
„Nei,“ svaraði hann að bragði.
„Og þó. Jú, auðvitað er ég nerv-
us. Ég hugsa að ég verði að
skella í mig eins og tveimur
þremur viskísjússum áður en
þetta byrjar. Annars held ég að
þetta verði varla of erfitt. Ég er
búinn að fara í eina myndatöku
með hópnum og það gekk bara
vel. Þetta er helvíti skemmti-
legt.“
„Það var og,“ sagði ég. „Og svo
er náttúrlega stóðlíf í búnings-
klefanum, ekki spyr ég að.“
„Nei,“ sagði hann ákveðinn.
„En það er óneitanlega töluvert
skemmtanalíf í kringum þetta.“
Þessi piltur hefur hingað til
ekki verið þekktur fyrir reglu-
lega vinnu. Nú virtist hann hinn
ánægðasti með að vera kominn
í heiðarlegt starf og vildi endi-
lega kynna mig fyrir félaga sín-
um sem átti að troða upp þá um
kvöldið. Sá bar speglasólgler-
augu og var meira en miðlungi
ánægður með sig. Ég átti ekkert
vantalað við hann en staldraði
við meðan hann gaf nýliðanum
ráð, enda búinn að vera með frá
byrjun.
„Sko, það erfiðasta,“ sagði
hann með áherslu, „það er að
vera ekki hommalegur. Það er
ferlega erfitt, get ég sagt þér.. .“
Þegar þeir voru farnir að tala
af fyrirlitningu um einhvern pilt
í flokknum, sem ekki væri nógu
vel vaxinn, var mér nóg boðið
og fór aftur að rölta milligest-
anna. Ég fékk ekki séð að
gleymska auglýsingamannsins
hefði mikið að segja því nú var
hér um bil orðið troðfullt. Mér
skildist að tveir skólar, frekar en
einn, væru komnir til leiks. Það
var tilhlökkun í loftinu, fann ég.
Loks tilkynnti diskó-
tekarinn að
nú væri stóra
stundin runnin
upp og fólk var
vinsamlegast beð-
ið um að rýma dansgólfið. Um
sama leyti mætti ljósmyndarinn
minn, mér til mikils léttis, og ég
var ekki seinn á mér að grípa
töskuna hans til að sýna að ég
hefði þarna lögmætt erindi.
Franz Josef var kominn niður á
dansgólfið og strengdi kaðal
umhverfis það svo enginn freist-
aðist nú til þess að... til þess
að... ja, til þess að hvað? Ég
skal ekki segja. Alltént sá ég að
að minnsta kosti tveir karlar af
tegundinni „dirty old man“ voru
mættir á svæðið; drukknir, með
skyrtuna upp úr buxunum og
glampa í augum. Franz Josef
hlaut að vita sínu viti.
Þegar dansgólfið hafði verið
rýmt kom „Pan-kóngurinn sjálf-
ur“ skokkandi inn, við mikinn
fögnuð viðstaddra. Hann var
búinn að setja upp pípuhatt og
lék á als oddi. Þarna var þó
kominn maður sem ekki leiddist
í vinnunni. Hann flutti stutta
tölu og bauð gesti velkomna, svo
dofnuðu ljósin og fyrsta sýning-
ardaman - skulum við segja -
birtist á gólfinu.
Það var ekki nema hæfilegt
að það skyldi vera Bryndís
Malmö, fyrsti píslarvottur Pan-
flokksins. Pan-kóngurinn sagði
brandara um Þorvarð Elíasson,
skólastjóra Verslunarskólans,
meðan Bryndís dillaði sér inn á
gólfið-klæddeinhverjum efnis-
rýrum undirfötum - og gestir
hlogu dátt. Ég varð vitni að því
fyrir nokkru þegar glaðbeittur
maður á kaffihúsi boðaði stofnun
mannréttindasamtaka sem
kennd skyldu við Bryndísi
Malmö og Steve Biko, blökku-
mann í Suður-Afríku. Munurinn
á þeim er bara sá að Biko var
drepinn í fangelsi en Bryndís
Malmö er ennþá á lífi.
Og mjög svo, sýndist mér, þar
sem hún dansaði um gólfið ásamt
félögum sínum. Undirfötin voru
og fjarska lítið áhuga-
verð, fannst mér, en hins vegar
var reglulega gaman að fylgjast
með því af hversu mikilli nautn
fimmmenningarnir á dansgólfinu
óku sér til og frá, hristu sig og
skóku. „Ja, drottinn minn,“
hugsaði ég með sjálfum mér,
„ekki þjáist þetta fólk af minni-
máttarkennd.“
Viðbrögð áhorfenda gáfu þeim
líka síst tilefni til þess. Gestir
skríktu og veinuðu þegar eitt-
hvert sérlega smágert undirfat
birtist utan á skrokk sýningar-
fólksins; nokkrar stúlkur í
fremstu röð gerðu ítrekaðar til-
raunir til að ná til piltanna
tveggja sem dönsuðu framhjá
þeim og stundum létu þeir ná í
sig; strákur við hliðina á mér
ranghvolfdi í sér augunum og
andvarpaði þegar Bryndís
Malmö og stöllur hennar tvær
hristu líkamsparta sína hinum
megin við kaðalinn. Annar „skít-
ugu gömlu karlanna" reyndi
svolítið að láta að sér kveða en
var líkastil annaðhvort ofdrukk-
inn eða dolfallinn til að það
tækist að ráði.
ftir því sem leið
á sýninguna
hurfu blúndur
og nælon en leð-
ur kom í staðinn.
Pan-kóngurinn
kynnti hvern búning um sig og
las upp verð; allt virtist þetta
vera á kostakjörum. Ojæja.
Stemmningin jókst og nokkrar
konur um þrítugt, sem voru
samankomnar úti í horni, virtust
beinlínis utan við sig af fögnuði.
Það braust út mikill hlátur þegar
Pan-kóngurinn tilkynnti glott-
andi að sýningin í kvöld yrði
svolítið ,,mellow“ vegna þess að
þeir hefðu átt von á sjónvarpinu
í heimsókn; ,,mellow“ skildist
mér að þýddi engar svipur eða
handjárn. Ansans, ansans!
Svo var þessu lokið og ég segi
það satt að ég varð giska feginn;
þetta var orðið býsna leiðigjarnt.
En mér sýndist ég vera hér um
bil einn um þá skoðun...
t