Vikan - 10.04.1986, Page 13
j 1 EBf&M Jty^j
WÍ'i í
L
Verslunin Björn Kristjánsson að
Vesturgötu 4 í Reykjavík er elsta
starfandi verslun sem hefur frá
upphafí verið á sama stað í Reykja-
vík. Húsið var reist árið 1882 en
verslunin stofnsett 1888 og á því
tvö ár í aldarafmælið. Björn Kristj-
ánsson var söðlasmiður og verslaði
upphaflega með leðurvörur í búð-
inni, en síðan 1910 hefur verið þar
ritfangaverslun. Verslun Björns
var einnig í því húsnæði sem nú
er verslunin Flóin.
Þegar Björn Kristjánsson hóf
sinn verslunarrekstur var öðruvísi
um að litast í Reykjavík. Húsið
stóð á sjávarbakkanum við helsta
lendingarstað höfuðstaðarins, þar
sem nú er Tryggvagata. Verslunin
var í eigu afkomenda Björns þar
til núverandi eigandi, Pétur Har-
aldsson, keypti hana árið 1969.
Það er sérlega notalegt and-
rúmsloft inni í þessari gömlu versl-
un og eins og andi fortíðarinnar
svífi yfir. Verslunarvörur eru vit-
anlega allar nútímalegar, ritföng,
tískublöð, litabækur og púsluspil,
en loft- og veggklæðningar svo og
hillur og afgreiðsluborð er frá fyrri
tímum. Á afmælisári Reykjavikur
er innlit í þessa gömlu verslun
ómissandi liður í pílagrímsför um
sögustaði borgarinnar. |
Barnaþátturinn Kátir krakkar hefur verið á dagskrá rásar
tvö að undanförnu undir traustri stjórn Guðríðar Haralds-
dóttur. Þetta er frumraun Guðríðar í útvarpi en hún
segist lengi hafa haft áhuga á því að vinna dagskrárefni.
- Þegar auglýst var eftir dagskrárgerðarfólki fyrir útvarp
sótti ég um og sagðist hafa áhuga á barnaefni og skemmti-
efni. Gunnvör Braga, dagskrárstjóri barnaefnis, hafði
samband við mig og ég var síðan allan febrúarmánuð í þjálfun á
rás eitt hjá Kristínu Helgadóttur, segir Guðríður. Þess má geta
aldsmatur Guðríðar er hangikiöt.
/I 1 var og Gísli, umsjónar-
/I i| menn Poppkorns,
/ M höfðu kvartað undan
því viðfélagasína hvað
I I Ij Skonrokk væri lélegt.
/ I J Þeirákváðuaðfara í
A prufur fyrir mögulega
umsjónarmenn Poppkornsog
fengu starfið. Efnið í Poppkorn fá
þeir félagar frá Steinari, Fálkanum
og Skífunni en eiga nú von á spólu
með nokkrum hljómsveitum sem
sjaldan heyrist í.
Ævar sagði í samtali að sér hefði
liðið stórvel í upptöku á fyrsta
þættinum, hann hefði ekki fundið
fyrir neinum kvíða, en bætti svo
við að bað hefði
verra ef Poppkorn væri í beinni
útsendingu. Ævarskammastsín
ekkert fyrir að láta eins og fífl fyrir
framan alþjóð og sagði að sér
þætti mjög gaman að því en ann-
ars væri hann rólegurog róman-
tískur maður.
Þeirfélagarnir, báðirfyrrverandi
skiptinemar, eyða miklum tíma í
Poppkornið en annars vinnur
Ævar í Landsbankanum. Uppá-
haldstónlist hans er kraftmikið
rokk með hljómsveitum eins og
U2, Talking Heads, Blow Mon-
keys og Prefab Sprout.
EFTIR ÚÁÁ OG GBJ iSTARFS-
/IKUNNI
aby
gile