Vikan - 10.04.1986, Qupperneq 14
Neðst á Vesturgötunni í Reykjavík stendur
gamalt timburhús sem skagar nokkuð út í
götuna og gekk lengi undir nafninu Aberdeen.
Þetta hús var mörgum ökumanninum til
hinnar mestu bölvunar og þeir biðu þeirrar
stundar að húsið yrði rifið svo leiðin niður í
miðborg höfuðstaðarins mætti verða greiðari.
Húsið var að deyja hægt og rólega. Bárujárns-
klæðningin var ryðguð og tærð og gluggarnir
eins og holt og tómt augnaráð þess sem saddur
er lífdaga. Ef til vill beið það þess eins að
einhver veitti því náðarskotið.
En það er til fólk á þessu landi sem ekki
vill leyfa gömlum húsum að fá hægt andlát,
blessunarlega segja sumir. Og fyrir slíkra
manna tilstuðlan fór gamli bárujárnshjallur-
inn á Vesturgötu 5 að lifna við eins og fjölær
jurt að vori. Húsið fékk nýja klæðningu og
nýja glugga og athafnamenn tóku að hreiðra
um sig í vistarverum þess.
í kjallaranum, þar sem til skamms tíma var
ekkert nema bleyta og súgur og enginn átti
afdrep nema stöku óvandlátur villliköttur,
er nú dálítil heillandi snotur leirkerasmiðja
og verslun. Þarna hefur Kolbrún Björgólfs-
dóttir leirlistamaður aðsetur sitt. Hún vinnur
að mótun og brennslu á vinnustofu sinni þar
í kjallaranum og fyrir framan vinnustofuna
er verslun þar sem verk hennar eru til sölu.
Versluninanefnirhún Koggu.
Gólfið er lagt leirhrúnum steinflísum, glugg-
arnir ómálaðir og ilmandi nýir og veggirnir
þaktir grárri múrhúð. Á voggjunum eru gler-
hillur festar u])p á ryðgaðar járnstoðir og á
hillunum sitja hlutirnir hennar Kolbrúnar,
sívalir, keilulaga og kúlulaga og þrýstnar og
frumstæðar litlar mannsmyndir og dýra.
Að koma inn í kjallarann er pínulítið eins
og að koma inn í helli þar sem finna má lista-
verk frummanna. Þegar sólin skín inn um
gluggana leika skuggarnir sér á veggjunum
og listaverkin í hillunum verða eins og kynja-
hlutir. En þarna er líka afgreiðsluborð og
límmerki sem sýnir að þarna er tekið bæði
við Eurocard og Visa. Litlu leirmunirnir eru
blómapottar, styttur, vasar, baukar, diskar;
skartgripir sem eiga eftir að prýða annað
umhverfi. Allir hlutir eru handgerðir frá
upphafi til enda og engir tveir eru eins. Það
kemur á óvart að verðið er langtum lægra en
við mætti búast. Verð sérhannaðra list-
munanna er ekki hærra en á þeim fjöldafram-
leiddu hlutum sem fluttir eru inn í ómældu
magni og njóta hvað mestra vinsælda til gjafa.
Hægt og bítandi vinnur listiðnaðurinn þó á,
augu kaupenda opnast fyrir gildi handverks-
ins og því vöruúrvali sem það býður upp á.
Fyrir rúmu ári keypti Kolbrún kjallarann
í húsinu sem Einar Benediktsson reisti árið
1897 og áratugum saman hýsti reiðhjólaverk-
stæðið Baldur. Þá beið hennar margra mán-
aða vinna við viðgerðir og endurbætur, en í
nóvember sem leið opnaði hún verslun sína.
Þar í kring hafa fleiri lista- og athafnakonur
komið sér fyrir í verslunum, Fríða frænka og
Doris day and night. Hlaðvarpinn er við
húshornið og handan götunnar er Flóin.
Þessar litlu verslanir og byggingar eru eins
og lítil vin í umhverfinusem bílastæðin virtust
smám saman vera að brjóta undir sig.
14 VIKAN 15 TBL.