Vikan


Vikan - 10.04.1986, Page 20

Vikan - 10.04.1986, Page 20
PALL PETURSSON ÞETTA ER ÞYÐING „Þessi viðumefni eru sprottin af gamansemi að einhverju leyti. En svo er sjálfsagt illgirnisbroddur í þeim í sumum tilvikum. Þetta tíðkast lítið í minni sveit og al- mennt held ég að þetta sé mjög að minnka.“ Það var á þingi Norðurlanda- ráðs, sem haldið var hér á landi, að útlenskan varð ónefndum kol- lega Páls um megn. Kallaði hann Pál þá „Poul Pedersen fra Halle- sted“. „Þetta er nú ekki uppnefni held- ur þýðing og mér er nákvæmlega sama. Ég heyri þetta stundum ennþá. Mönnum er ekki of gott að gamna sér við þetta ef það styttir þeim stundirnar." „EKKI LEIÐUM AÐ LÍKJAST‘ ,KENNEDY“ „Ég er nú ekki alveg viss um hver það var sem byrjaði á því að kalla okkur bræður „Kennedy". En eftir því sem ég kemst næst var það Bjarni kaupmaður Bjarnason eða Kristján P. Guðmundsson í Sjóvá. En það var allavega Bjarni sem skellti þessu á okkur, fyrstur manna, fyrir allmörgum árum. Ég býst við þvi að þessi nafngift sé til komin af því að við þóttum samheldnir, bræðurnir fimm. Við þóttum minna á Kennedy-bræður að því leytinu og þess vegna feng- um við nafngiftina. Það er ekki leiðum að líkjast enda höfum við ekki gert neitt veður út af þessu, nema síður sé.“ VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.