Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 23
Tatum O’Neal hefur verið mikið í slúður-
fréttum á undanförnum árum þótt ekki sé hún
nema 21 árs. Fyrst var hún þekkt sem dóttir
Ryans O’Neal sem illar tungur sögðu að væri
að reyna að troða henni i kvikmyndir. Og
harn að aldri var hún orðin kvikmynda-
stjarna, þökk sé Peter Bogdanovich sem valdi
hana til að fara með aðalhlutverkið ásamt
föður hennar í Paper Moon. Hún fékk óskars-
verðlaun fyrir og þögnuðu þá snögglega þeir
sem gagnrýndu föður hennar fyrir að notfæra
sér aðstöðu sína til að koma henni í hlutverk-
ið.
Vinsældir hennar urðu miklar á næstu árum
en hafa svo dvínað aðeins á seinni árum enda
liefur hún lítið leikið í kvikmyndum. Ekki
var hljótt um stúlkuna þótt ekki færi mikið
fyrir kvikmyndaleik. Hvað eftir annað voru
blöðin uppfull af frásögnum af fjölskylduerj-
um O'Neal fjölskyldunnar og ekki batnaði
það þegar Farah Fawcett flutti inn á pabba
hennar. Það varð til þess að Tatum flutti að
heiman.
Ekki hefur samband hennar við hinn skap-
heita tennisleikara John McEnroe verið
verra fyrir blöðin á síðustu árum. Sagnir
herma að brúðkaup sé í nánd en nýjustu
fréttir segja að smáfrestun verði á því vegna
þess að Tatum O’Neal sé ófrísk og hafi engan
áhuga á að láta mynda sig ófríska í brúðar-
kjól.
Það er sem sagt að koma upp sú staða að
fólk er almennt búið að gleyma þvi að Tatum
O’Neal er góð leikkona sem hefur vítt tjáning-
arsvið og hefur sýnt það þrátt fyrir misjafnar
kvikmyndir að hún er til alls líkleg í framtíð-
inni.
Tatum O'Neal fæddist 1964 og er eins og
áður sagði dóttir Ryans O’Neal og fyrstu
eiginkonu hans, Joanna Moore. Að sögn
hefur það alltaf verið takmark hennar að feta
í fótspor föður síns. Og strax eftir sína fyrstu
kvikmynd, Paper Moon, voru henni allir vegir
færir. Eins og menn sjálfsagt muna lék hún
munaðarleysingja, Addie að nafni, sem ferð-
aðist um með óprúttnum sölumanni sem seldi
hiblíur með vafasamri aðferð. Það urðu marg-
ir til að kalla myndina smekklausa en fyndnin
yfirgnæfði smekkleysið og þá sérstaklega
leikur hinnar ungu Tatum O’Neal.
Na>sta mynd hennar varð einnig mjög vin-
sæl. Var það The Bad News Bears þar sem
hún lék á móti Walter Matthau. í þessari
gamanmynd, sem skiljanlega naut mestra
vinsælda í Bandaríkjunum út af því að nokkra
þekkingu á hornabolta þurfti til að geta haft
gaman af, lék hún hornaboltastelpu er leiddi
lið sitt til sigur og lék Walter Matthau þjálf-
arann. Vinsældir þessarar myndar urðu til
að tvær framhaldsmyndir fylgdu í kjölfarið,
en Tatum O’Neal neitaði að leika í þeim.
Næst lék Tatum aftur undir stjórn Peter
Bogdanovich í myndinni Nickleodeon og nú
var mótleikari hennar Burt Reynolds. Þessi
mynd var að öllu leyti misheppnuð. Gerist
hún á dögum þöglu kvikmyndanna og sem
gamanmynd er hún ótrúlega ófyndin.
Tatum O'Neal tók sér nú þriggja ára hvíld,
kaus næst að leika í endurgerð kvikmyndar-
innar International Velvet, en það var einmitt
sú mynd sem gerði Elizabeth Taylor að
stjörnu árið 1944. Myndin fjallar um unga
stelpu sem dreymir um að verða knapi og
endar með að keppa á ólympíuleikum. Inter-
national Velvet var ágætlega heppnuð þótt
mörgum þætti hún væmin. Leikur Tatum
O’Neal var virkilega góður.
1980 leikur Tatum O’Neal í tveimur kvik-
myndum sem báðar verða að teljast algjörlega
mislukkaðar. Little Darlings fjallar um tvær
stelpur sem veðja um hvor þeirra verði fyrri
til að missa meydóminn. Efnið féll ekki i
góðan jarðveg hjá áhorfendum og þegar
gamansenurnar gengu ekki upp þá var lítið
eftir nema smekkleysi.
Væri Little Darlings slæm þá var Circle of
Two enn verri. Þar fékk hún sem mótleikara
engan annan en Richard Burton. Þetta er
ótrúlega væmin kvikmynd um unga stúlku
sem verður hrifin af sér miklu eldri manni.
Margir telja þessa mynd það lægsta sem
Richard Burton hafi komist.
Líklegt er að þessar tvær myndir hafi gert
það að verkum að Tatum O’Neal lék ekki í
kvikmynd í fimm ár. Þá hafa sjálfsagt einnig
komið til erfiðleikar í einkalífi. Á þessum tíma
gekk einnig allt á afturfótunum hjá föður
hennar; misheppnaðar myndir í röð. Má einn-
ig geta þess að þeir slógust opinberlega Griff-
in bróðir hennar og faðir þeirra. Var það
sannkallað Hollywood-hneyksli sem blöðin
veltu sér upp úr.
Nú hefur Tatum ONeal tekið aftur upp
þráðinn þar sem frá var horfið og leikið í
kvikmynd sem ber heitið Certain Fury. Er
þetta sakamálamynd sem fengið hefur ágæta
dóma. Leikur hún þar á móti söng- og leikkon-
unni Irene Cara. Hér kemur Tatum O’Neal
fyrst fram sem fullorðin leikkona. Leika þær
stöllur stúlkur sem eru á flótta um stræti
stórborgar undan eiturlyfjasölum og lögregl-
unni.
Það má heita öruggt að það á eftir að heyr-
ast mikið frá Tatum O’Neal í framtíðinni.
Hún er leikkona á uppleið og víst er að á
meðan samband hennar og John McEnroe
stendur verður hún alltaf fréttaefni.
15. TBL. VIKAN 23