Vikan

Eksemplar

Vikan - 10.04.1986, Side 37

Vikan - 10.04.1986, Side 37
að kaupa aflyklunartæki. Til dæmis kostar aflyklun fyrir Sky Channel rásina 450 sterl- ingspund (um það bil 27.000 krónur). Hérlendis mun Póstur og sími hafa yfirum- sjón með samningagerð við rekstraraðila fjarskiptagervitungla, svo sem eigendur Eutelsat-1 F1 gervitunglsins. Stærri út- varpsfélögin munu einnig fylgjast grannt með framvindu mála og reyna þau væntan- lega að ná hagstæðum samningum við umbjóðendur sjónvarpsrásanna. FRAMTÍÐIN Þótt erfitt sé að ímynda sér hvernig þróun- in verður á þessu sviði er ljóst að í náinni framtíð verður mörgum gervitunglum skot- ið á loft sem og þýðir margfalt fleiri sjón- varpsrásir. Hérlendis hafa heyrst margar raddir þrungnar áhyggjum vegna þessa og skal engan undra. Við erum fámenn þjóð og okkur er annt um tungu vora, samanber þegar „Kanasjónvarpinu" var lokað. Ein- hverjir sjá væntanlega fram á þjóðfélag þar sem menn ganga um með bauga undir augum af sjónvarpsglápi og tala bjagaða íslensku. Aðrir bíða óþreyjufullir eftir að geta horft á sápuóperur á fimmtudags- kvöldum. Hvað um það, tækninýjungar hafa ávallt rutt sér til rúms þrátt fyrir margs konar andstöðu gegnum aldirnar. Vandséð er hvers vegna ætti að verða undantekning á því núna. 15. IBL, VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.