Vikan

Eksemplar

Vikan - 10.04.1986, Side 47

Vikan - 10.04.1986, Side 47
Einfáldar aðstæður í miðaldaþjóðfélagi ólu af sér einfaldan sannleika. Þeir sem voru með mikið hlass veltu því með lítilli þúfu. Til þess að skilja heiminn var nóg að skilja náttúruna umhverfis sig. Nú er öldin önnur. Allt umhverfis okkur eru vélar sem við höfum sjálf búið til en kunnum oft ekkert á, skipulag sem við höfum gert en ráðum ekkert við. Gömlu húsráðin eru máttlaus gagnvart þessum aðstæðum. Þess vegna fer næstum því allt úrskeiðis og tilraunir til endur- bóta gerailltverra. Til allrar hamingju er stundum ljós i myrkr- inu. Einstaka maður hefur hæfileikann til þess að fella staðreyndir um nútímah'f í kennisetn- ingar. Segja má að þrír menn megi teljast stóru spámennirnir á þessu sviði. Þeir heita Murphy, Parkinson og Peter. Kafteinn Ed. Murphy var amerískur verk- fræðingur sem vann árið 1949 við verkefni MX981 fyrir flugherinn við Edwards flugvöllinn í Muroc í Kaliforníu. Við vinnu sína þar upp- götvaði hann að allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. Til eru þeir sem halda því fram að Murphy hafi gert þessa uppgötvun þegar í ljós kom að það var annar erfmgi að ættar- auðæfum stúlkunnar sem hann var lofaður (það er að segja stúlkunnar sem hann var lofaður um þær mundir). C. Northcote Parkinson var óþekktur sögu- prófessor við háskólann í Malaya fram til 19. nóvember 1955. Þá skrifaði hann ómerkta grein í The Economist þar sem hann setti fram kenn- inguna: Öll vinna fyllir út í þann tíma sem áætlaður er fyrir hána. Hann öðlaðist þegar heimsfrægð. Dr. Lawrence Peter er nú búsettur í Kali- forníu. Hann setti fram Peterslögmálið ásamt Raymond Hull árið 1969. Það hljóðar svona: I hverju einasta fyrirtæki hafa starfsmenn til- hneigingu til að hækka upp í stöðu sem þeir ráða ekki við. Hér koma nokkur lögmál í svipuðum anda sem vonandi verða lesendum nokkur stoð í dagsins önn. Hjálparlögmál Ásbjörns: Þegar hjálpin er næst er neyðin næst. Odontlögmálið: Tannpínan byrjar þegar tannlæknastofan er lokuð. Dyralögmálið: Maður ýtir alltaf á hurð sem opnast út og öfugt. Bótalögmálið: Það sem er týnt finnst aidrei fyrr en maður er búinn að kaupa eitthvað nýtt. Veltilögmálið: Hlutir, sem geta rúllað, fara alltaf undir þyngsta húsgagnið í stofunni. Ábyrgðarlögmálið: Ábyrgðartimi er sá tími sem það tekur hlut að eyðileggjast. Lögmál handaríska hersins: Flýttu þér og bíddu. Áleggslögmálið: Brauðsneiðin dettur alltaf með sultuhliðina niður. Fisbeinlögmálið: Sprungið dekk er bara loftlaust að neðan. Fyrsta sérfræðingslögmál: Spyrðu aldrei rakara hvort þú þurfir að láta klippa þig. Spámannslögmálið: Því lengra að heiman þeim mun meiri sérfræð- ingur. Pompidoulögmálið: Það eru þrjár leiðir til andskotans: konur, spil og sérfræðingar. Þægilegust er leiðin með konum, fljótlegasta leiðin er í gegnum spilin en sú öruggasta er með aðstoð sérfræðinganna. Wittgensteinslögmálið: Maður á að halda kjafti um hluti sem maður hefur ekkert að segja um. Stieglerslögmálið: Það eru yfirleitt bara fjórtán toppmenn til á hvaða sviði sem er og oftast eru þeir ekki nema sex. Blaðmannslögmálið: Blaðamaður er sá sem skilur kjarnann frá hism- inu og prentar hismið. Lögmál sálarlífsins: 1. Sérhver sá sem fer til sálfræðings ætti að láta rannsaka á sér höfuðið. 2. Jafnvel menn með ofsóknaræði eiga sér óvini. 3. Sálræn vandamál aukast í réttu hlutfalli við fjölgun sálfræðinga. 4. Taugabilun er smitandi. Shaw/Menckens lögmálið: Þeir sem geta gera. Þeir sem ekki geta kenna. Þeir sem ekki geta kennt verða rektorar. Puttslögmálið: I sérhverju fyrirtæki eru tvær gerðir manna, þeir sem skilja það sem þeir gera ekki og þeir sem skilja ekki það sem þeir gera. Ákvörðunarlögmál: Ef þú kemst ekki hjá því að taka ákvörðun skaltu stofna nefnd. Joneslögmálið: Sá sem getur brosað þegar eitthvað fer úrskeið- is veit hverjum hann getur kennt um. 15. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.