Vikan

Útgáva

Vikan - 10.04.1986, Síða 50

Vikan - 10.04.1986, Síða 50
D R A U M A R KA\ AÐ TALA VIÐ R HEIMA í RÚIVII Kæri draumráðandi. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa þér og vona þess vegna að þú getir ráðið þennan draum sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mig dreymdi strák sem ég var með en nú erum við hætt saman. i draumn- um skulum við kalla hann Q. Jæja, en í draumnum var það svoleiðis að við vorum nýhætt saman. En ég var góður vinur bróður Q sem við skulum kalla R. Ég var heima hjá þeim og lét eins og ég væri heima hjá mér. Ég var að tala við R en svo bara allt í einu var ég komin upp í rúm þar. Svo allt í einu fannst mér ég vera heima hjá mér en þegar ég kom inn í herbergið mitt þá stóðu þessar flottu stereogræjur beint á móti mér og mér fannst Q hafa átt þær. Allt i einu fannst mér ég liggja háttuð í rúminu mínu og var að tala við R. Svo kveikti ég á segulbandinu í græjunum og þá var alveg eins og Q hefði talað inn á spólu sem var í tækinu. Ég hlustaði smá en slökkti því ég vildi ekki að R heyrði þetta. En ég man að mér fannst alveg eins og Q hefði verið gráti nær þegar hann talaði inn á spóluna. Og á henni sagði hann að hann elskaði mig og allt i þeim dúr. Þetta hlustaði ég á en síðan slökkti ég á tækinu. En þá sagði R allt í einu að þetta væri satt og þá var draumurinn búinn. I sumar dreymdi mig strák, sem við skulum kalla G, fjórar nætur í röð. Og alltaf var hann eitthvað svona á móti mér en samt gerði ég honum ekkert illt í draumnum. Hvað getur þeta þýtt? Ég þekki G. Með fyrirfram þökk. Ein forvitin um draum. Þessi draumur ber fyrst og fremst með sér að þú hugsir mikið um Q ennþá og er ekki endilega tákn- rænn. En það eru þó nothæf tákn i draumnum og má ætla að hann langi að tala við þig og hafa sam- band við þig en þori það ekki. Þú fréttir það kannski og ættir að taka vel í það ef svo reynist. Það er ekkert illt i þessum draumi, svo mikið er vist. Draumarnir um G eru tæplega heldur tákndraumar en ef svo er benda þeir eindregið til að hugur hans til þin sé þvert á við hvað var í draumnum, hann er kannski bara skotinn iþér. BÁTUR OG ÞRÍBURAR Kæri draumráðandi. Mig langar mikið til að fá ráðn- ingar á þessum draumum sem allir voru mjög skýrir. I fyrsta draumnum fannst mér ég og systir mín vera á gangi seint um kvöld. Komum við þar sem klettur stendur út í veginn og orsakar beygju. Þegar við gengum fyrir klettinn sáum við út á sjóinn og þar, stutt frá landi, var bátur strand- aður. Þetta var stór bátur, um það bil 150 tonn, rauður með hvitu húsi og ég kannaðist ekkert við hann. Utan um bátinn var stærðar járn (eða stál), kló frá skut að miðju, sem mér fannst vera að reyna að losa bátinn og á himninum uppi yfir bátnum blikuðu stórar og skær- ar stjörnur í tveim röðum. Qnnur röðin var lárétt með sex stjörnum í og hin var lóðrétt aðeins fyrri aftan þá láréttu og með fimm stjörnum í. Enga hreyfingu sáum við um borð í bátnum sjálfum en samt var heil- mikill sjógangur. Himinninn var alveg heiður og engin hljóð heyrði ég, ekki einu sinni sjávarhljóð. Sið- an dreymdi mig nokkrum nóttum seinna að ég væri að fara i vinnuna, labbaði niður á fjörukambinn og horfði út yfir sjóinn á sama stað og báturinn hafði verið í hinum draumnum. Svo kemur hér einn hálfruglaður í lokin: Mér fannst ég vera búin að eignast þríbura, allt stelpur og allar misstórar. Ein var þó áberandi minnst, en allar mjög hraustlegar. Þær voru allar Ijóshærðar, með heilmikla brúska í hvirflinum. Allar voru þær i hvítum nærbolum en engu að neðan. í draumnum fannst mér ég ekki búa í húsi heldur niðri í einhverri laut og var þónokkur snjór. Ekki fannst mér neitt at- hugavert við þennan bústað minn. Fannst mér ég síðan fara inn í bæ með eina stelpuna inn á mér og ætlaði að heimsækja konu (sem ég umgengst aiarei). Þegar ég kom inn í eldhús til hennar var þar allt í drasli (hún er orðlögð fyrir snyrti- mennsku). Og í öllu draslinu á eldhúsborðinu sé ég að liggur bréf með nafni og heimilisfangi sonar míns en húsnúmerið vantaði. Sagði ég henni húsnúmerið sem hún bætti síðan á bréfið með heljarstór- um tölustaf. Síðan fannst mér hún halda áfram að skrifa utan á bréfið og að endingu var það allt útkrass- að nema húsnúmerið sem var mjög skýrt og snyrtilegt innan um allt krassið. Það vartalan 7. Ég fórsíðan sömu leið til baka með bréfið með mér ásamt barninu sem ég hafði inn ámérallantímann. Ég vona að þú viljir ráða þessa drauma fyrir mig sem fyrst og að þér gangi ekki mjög illa að komast fram úr hrafnasparkinu. Með þökk. G. Fyrri draumurinn er heiimikiH merkisdraumur og sá seinni reyndar talsvert merkilegur líka. i þeim fyrri kemur fram að þú munt ráðast i eitthvað óvenjulegt og áhættusamt en vegna vel og eignast áhrifarik sambönd í þvi máli sem þér er hugleikið, þú verðir ánægð með gang mála þó vissulega ráðir þú ekki yfir honum nema stundum. Þú spilar vel úr þínu en margt er breyt- ingum undirorpið. Lánið er með þér og þú berð gæfu til að vinna skyn- samlega úr stöðunni. Sennilega verður þessi atburðarás þér til ein- hvers frægðarauka. Aðaltáknið í seinni draumnum, þríburarnir, er yfirleitt talið mikið gæfutákn. Svo ereinnig með töluna sjö. Bréfhluti draumsins bendir hins vegar tíl að þú munir fá mjög rugl- ingslegar og villandi fréttir af fjöl- skyldumeðlimi og það taki nokkurn tima að greiða úr þe/rri flækju og fá sannleikann i Ijós. En það mun takast með seiglu og góðra manna hjálp. Gæfumerkin eru þó aðalatrið- ið i draumnum og sennilega tengj- ast þau e/nhverju óvenjulega fyrst þú varstþarna undirberum himni. DÁINN EIGIN- MAÐUR Kæri draumráðandi. Viltu ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir nokkrurr, dögum, að morgni til. Ég get ekki hætt að hugsa um hann og ég er hrædd vió hann, jafnvel þó ég hafi lesið í draumaþættinum að grátur í draumi sé fyrir góðu. Ég get ein- hvern veginn ekki hugsað mér að þessi draumur sé góður. En hér er hann. Mig dreymdi að maðurinn minn væri dáinn og ég grét og grét og grét yfir því. Ég ætlaði aldrei að geta hætt og þegar ég vaknaði var ég enn með kökk i hálsinum og leið illa allan daginn á eftir. Viltu, góði draumráðandi, ráða þennan draum fyrir mig og ekki draga neitt undan. Með þökk fyrir birtinquna. Snúlla. Það sem þú segir um að grátur sé fyrir góðu er alveg hárrétt hjá þér, enda er þetta einn algengasti góði draumur sem fólk dreymir. En þú segist samt hafa áhyggjur og það ætti þá sennilega að gleðja þig og taka af öll tvimæli að ef mann dreymir einhvern látinn er það fyrir langlífi hans. Þetta er sem sagt mjög góður draumur. Ef ein- hver annar en maðurinn þinn eða annar þér nákominn hefði átt i hlut hefði ef til vill verið til bóta að vita nafnið en það kemur ekki að sök af þvi venjulega eru nöfn manns nánustu ekki táknræn í draumum. 50 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.