Vikan

Útgáva

Vikan - 10.04.1986, Síða 56

Vikan - 10.04.1986, Síða 56
egar andagiftin lætur á sér standa og stuttur tími er til stefnu geturðu alltaf notast við gjafir sem byggðar eru á persónulegri stjörnuspá - ef þú veist í hvaða stjörnumerki sú eða sá sem gjöfina á að fá er fæddur. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Fólk fætt í þessu stjörnumerki hefur mjög ævintýralegan smekk. Því þykir gaman að ferðast og það hefur mikinn áhuga á alls konar uppfinningum og hugvitsamlegum tækjum. Handa konu skaltu kjósa eitthvað samkvæmt nýjustu tísku, til dæmis áberandi hálsmen, þjóðlegan kjól eða slopp. Handa karlmanni skaltu kaupa eitthvað þægilegt en samt smart, til dæmis jakka úr riffluðu flaueli, rúskinns- vesti eða leðurbuxur. Hann kynni sömuleiðis vel að meta myndbandsleiki eða rafmagnstæki. KRABBINN 22. júní-22. júlí Krabbar eru hagsýnir en hafa áhuga á list- rænum hlutum. Þú skalt því kjósa eitthvað sem samræmir þetta tvennt. Handa konunni skaltu leita að einhverju kvenlegu og ríkmannlegu, til dæmis gamaldags náttkjól eða myndaramma úr silfri. Hún gæti líka haft gaman af síðum, austurlenskum silki- slopp. Handa karlmanninum skaltu velja eitt- hvað sígilt og íhaldssamt, eins og kasmírpeysu, hanska með loðfóðri eða náttföt með ísaumuð- um upphafsstöfunum hans. LJÓNIÐ 23. júlí-23. ágúst Þetta er hið konunglega merki og allir vita að með smjaðri er hægt að fá fólk úr þessu stjörnumerki til að gera hvað sem er. Munaður, glæsileiki, næstum spjátrungsskapur, eru orð sem lýsa smekk þessa fólks. Þess vegna skaltu vera öruggur um að kaupa eitthvað dýrt og áberandi fyrir viðkomandi. Handa henni skaltu velja eitthvað í skærum litum. Stjörnueiginleikar hennar munu skína í gegn með gulli, einhverju sem sýnir dýrt vöru- merki og skrautsteinum eins og rúbínum. Flaska af DOM PERIGNON myndi henta alveg eins vel. Handa honum skaltu velja eitthvað í verald- legum og jafnframt karlmannlegum stíl. Hér er maður sem ekki mun hunsa að ganga með gullskartgripi (armbönd eða hálsfesti), í smók- ingjakka úr silki eða einhverju sem lítur út fyrir að vera glæsilegt. MEYJAN 24. ágúst-22. september Fólk sem fætt er undir þessu stjörnumerki er jarðbundið og nákvæmt og lumar oft á full- komnunaráráttu innst inni. Gefðu henni einföld og sígild föt, handtösku úr góðu leðri eða belti. Safir, í bláum lit, myndi vera vel þeginn. Fyrir karlmann í meyjarmerkinu skaltu velja hefðbundin og þægileg föt, til dæmis skyrtu með upphafsstöfunum hans saumuðum í svo að lítið ber á. Ef hann stundar líkamsrækt þætti honum sjálfsagt vænt um að fá námskeið í einhverri líkamsræktarstöðinni VOGIN 23. september - 23. október Vogin er í jafnvægi og reynir að vera rétt klædd við öll tækifæri en hefur hvorki töff né íhaldssaman smekk. Gott val væri ef þú keyptir skartgripi handa konunni í þessu merki, satínrúmföt eða sexí og gegnsæjan náttslopp. Handa karlmanninum skaltu velja eitthvað rómantískt, flösku af kölnarvatni eða silki- slopp. Góð bók kæmi líka til greina. SPORÐDREKINN 24. október - 22. nóvember Þetta er mjög nautnafullt stjörnumerki svo að það er best að velja veraldlegar gjafir sem höfða til skynfæranna. Handa konunum skaltu reyna ilmvatn eða skemmtilegan verndargrip. Djarfir litir höfða til hennar og tópas er hennar gimsteinn, sér- staklega reyklitaður. Handa karlmönnunum skaltu velja gjöf sem styrkir karlmannsímynd þeirra, innislopp, silkináttföt eða svart leður- belti. BOGMAÐURINN 23. nóvember-21. desember Fólk fætt í þessu merki tekur lifinu létt og kýs helst þægilegan og léttan lífsstil. Handa konunni skaltu finna létt ferðatösku- sett, silkiblússu eða samkvæmissiðbuxur. Manninum hentar praktískur æfingagalli, tennisspaði eða golfkylfur. STEINGEITIN 22. desember - 20. janúar Þeir eru íhaldssamir og raunsæir sem fæddir eru í þessu merki og eru ímynd góðs uppeldis og góðra siða. Fyrir vinkonuna eða frænkuna skaltu velja eitthvað með sígildum glæsileika. Gæði en ekki magn er það sem máli skiptir fyrir hana. Granat er gimsteinninn hennar og hún hefur leyndar óskir um að eignast loðfeld. Karlmanninum í steingeitarmerkinu skaltu hjálpa að viðhalda velgengnisímyndinni með leðurskjalatösku, gömlu vasaúri, skyrtuhnöpp- um úr gulli eða kassa af góðu borðvíni. VATNSBERINN 21. janúar - 18. febrúar Hinn fordómalausi vatnsberi er nýjunga- gjarn. Bæði konur og karlar í þessu merki eru full af lífi og fjöri og hafa áhuga á öllu. Ametyst er hinn dularfulli gimsteinn þessa merkis. Til að gleðja konur í þessu merki skaltu reyna eitthvað óvenjulegt, eins og sex mánaða námskeið í aerobic leikfimi. Handa karlmönn- unum má reyna æfingagalla, tennisspaða, tafl- menn eða kotruspil. Athugaðu einnig mynd- bandaleiki. FISKARNIR 19. febrúar-20. mars Tilfinninganæmir fiskar eru oft fullir af listasnobbi. Karlmaðurinn hefði gaman af óvenjulegum höggmyndum eða munum frá Gliti. Konurnar kynnu að meta þjóðlega skart- gripi eða óvenjulegt ilmvatn. Akvamarín er gimsteinn þessa stjörnumerk- is, á að vera tákn friðar og kyrrðar og litur steinsins er góður við hugleiðslu. Fiskarnir hafa einnig ánægju af munaði. Mjúk peysa eða sjal yrði trúlega vel þegið. HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Menn og konur í þessu stjörnumerki hafa gaman af því að vera í sviðsljósinu og eru alltaf framarlega í öllu nýju. Og auðvitað er demantur skrautsteinn þessa merkis. Reyndu að finna eitthvað óhóflegt, eitthvað sem vekur athygli, handa konunum til dæmis loðkápu eða fyrir- ferðarmikla skartgripi. Handa karlmönnunum skaltu velja fágaðar gjafir, til dæmis slopp með upphafsstöfum eða vandaða kasmirpeysu. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Hið þrjóska naut er bæði hagsýnt og róman- tískt. Bæði konur og karlar í þessu merki eru heldur íhaldssöm en njóta samt munaðár. Konan í nautsmerkinu kann að meta antik- húsgögn og erfðaskartgripi. Mundu að steinn nautsmerkisins er smaragður. Alveg eins og konan er karlmaðurinn hrifinn af munaði. Silkiskyrta eða trefill úr kasmírull ellegar gullpenni myndu allt vera upplagðar gjafir handa nautsmanninum. 56 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.