Vikan - 18.12.1986, Qupperneq 6
Á þessari öld hafa orðið víðtœkustu breytingar sögunn-
ar á lífsháttumfólks hér á landi. Viðfengumþví til
gamans þau Aslaugu H. Kjartansson og Hannibal
Valdimarsson til að rifja upp minningar um jólaundir-
búning ogjólahald œskuáranna og segja hvað þeim
finnst um þœr breytingar sem orðið hafa.
Hún er Reykjavíkurbarn sem ólst upp um ogfyrir
miója öldina.
Hann er frá afskekktum bœ við Skutulsfjörð og sleit
barnsskónum í byrjun aldarinnar.
Aslaug H. Kjartansson:
ÆskujóHn
Ég er fædd árið 1939 svo ég
man jólin í stríðslok og svo auð-
vitað árin eftir stríð. Það hefur svo
sannarlega margt breyst síðan þá.
Þegar ég hugsa til baka finnst
mér að allur undirbúningur hafi
byrjað seinna en í dag en stemn-
ingin hjá börnunum var miklu
meiri þá en nú - það er að segja
öðruvísi stemning. Það þurfti að
hafa meira fyrir öllu þá, sem gerði
allt svo spennandi. Það var ekki
hægt að hlaupa út í búð og kaupa
það sem manni datt í hug, það
var einfaldlega ekki svo rnikið
úrval á þessum árum. Allt var
nýtt, engu hent og þá voru sko
heimasaumaðir kjólar og föt.
Bakstur heima byrjaði ekki fyrr
en um það bil viku fyrir jól. Hinar
„klassísku" smákökur Ijórar
tegundir - dugðu, hnoðaðar og
óhnoðaðar vínartertur og svo
smákökurnar sem við systkinin
fengum að gera með mótum.
Annað var jólasveinn og hitt jóla-
tré, síðan voru kökurnar málaðar
með rauðum og grænum matarlit.
Svokölluð jólahreingerning
gekk í garð, allt var þvegið og
gert hreint. Þá voru ekki til sjálf-
virkar þvottavélar og þurrkarar,
það kom seinna. Það var nóg að
gera á heimilinu enda lítið um að
húsmóðirin ynni úti í þá daga.
í okkar götu og nágrenni held
ég að siðir hafi verið þeir sömu.
Þó var eitt sem við systkinin gerð-
um ekki og það var að skreyta
jólatréð, það gerðu mamma og
pabbi eftir klukkan tólf á mið-
nætti á Þorláksmessu. Við fengum
ekki að sjá jólatréð fyrr en klukk-
an sex á aðfangadagskvöld þegar
klukkurnar í Landakotskirkju
slógu sex og hringdu jólin inn.
Þetta var hápunkturinn, stofu-
dyrnar voru opnaðar og þarna
stóð jólatréð með miklum ljósum,
það var meira um ljós en jóla-
skraut. Svo var það fjárhúsið með
Jesúbarninu í jötunni ásamt öllu
tilheyrandi. Þetta voru mjög vel
gerðar styttur og logaði lítil pera
uppi í þaki hússins og lýsti það
upp. Útvarpið var stillt hátt svo
allir heyrðu jólamessuna, það átti
að hlusta en ekki tala. Þegar svo
lokið var við að spila Heims um
ból var fólkinu sagt að gera svo
vel og þá máttu allir setjast til
borðs og borða hinar langþráðu
rjúpur. Borðhaldið fór rnjög hægt
fram og enginn fékk að standa
upp á undan öðrum. Auðvitað var
einnig grjónagrautur með
möndlu, en aldrei man ég eftir að
hafa fengið möndluna. Það var
móðurbróðir minn sem reyndist
hinn heppni ár eftir ár. Síðan var
þvegið upp og gengið frá öllu og
þá kom loks að því - mamma
settist niður og las á einn og einn
pakka í einu. Aðfangadagskvöld
endaði venjulega þannig að allir
sátu uppi i rúmi, hver með sína
bók, saddir og ánægðir nreð
kvöldið.
Móðir mín var trúuð kona og
gleymdi aldrei að minna okkur á
að þakka í bænum okkar það sem
okkur hafði verið gefið og sér-
staklega að þakka góða heilsu.
Þegar ég minnist undirbúnings
jólanna minnist ég líka þeirrar
vinnu, sem stundum tók nokkra
daga, að útbúa pakka sem síðan
voru sendir út í bæ til þeirra sem
virkilega kunnu að meta og þörfin
var hjá. Þetta lögðu foreldrar
ntínir mikla áherslu á og frændi
okkar tók að sér að aka þessum
pökkum út.
Kannski bar meira á því á mínu
heimili á þessum árum, þar sent
pabbi var í stöðugum viðskiptum
við Bandaríkin, að epli og appel-
sínur voru á okkar heimili en voru
ekki til í búðum þá. Alltaf voru
settir heilir epla- og appelsínu-
kassar út á tröppur fyrir krakkana
í nágrenninu og er þau komu tók
enginn meira en eitt fyrir sig. Jafn-
vel á Þorláksmessu þegar ösku-
karlarnir komu að sækja ruslið
var þeim alltaf gefinn stór vindill
og einn og einn þáði smásnafs.
Já. jólatréð stóð alltaf úti í horni
en ekki á miðju gólli og held ég
að það hafi verið af því að pabbi
var mjög eldhræddur en samt var
alltaf látið loga á jólanóttina.
Jóladagur var nokkurs konar
samkomudagur, til að hitta fjöl-
skylduna úr báðum ættum. Þá var
kaffi, matur eða bara smáheim-
sókn. Ég man líka að hangikjötið
var alltaf borið fram heitt en ekki
kalt eins og tiðkast núna.
Gamlárskvöld var alveg sér á
parti, þá var alltaf skotið upp tólf
rakettum á miðnætti og síðan var
opið hús fyrir hvern sem var. All-
ir voru velkomnir og mamma
hafði hlaðborð tilbúið. Á þrett-
ándanum var alltaf gaman á
Melavellinum þegar álfabrenna
var þar og allt það sem fylgdi
henni. Stundum var veðrið svo
óhagstætt að fresta þurfti öllu um
viku. Þessara hluta saknar maður
dálítið fyrir hönd barnanna í dag.
Ég má til með að minnast á það
að fyrir 29 árum fæddist okkar
fyrsta barn og eina dóttir. á að-
fangadag kukkan þrjú á heimili
foreldra ntinna. Það voru stór-
kostleg og ógleymanleg jól. Við
eignuðumst síðan 'sex drengi og
eru fimm á lífi.
Jólin í dag eru auðvitað að
nokkru leyti frábrugðin því sem
áður var. Það er alltaf jólastemn-
ing en óneitanlega ekki sú sama
og áður. En þetta styttir skamm-
degið hjá okkur og flestir hlakka
til jólanna. Við reyndum fyrst að
hafa sama fyrirkomulag og áður,
að loka stofunni og skreyta jóla-
tréð sjálf og segja elstu börnin að
það hafi verið sérstaklega spenn-
andi. En í dag hjálpast allir við
að skreyta bæði tré og íbúð. Auð-
vitað taka strákarnir duglega við
sér í bakstrinum, sem er löngu
hafinn.
Aðfangadagskvöld er svipað og
heima í gamla daga. Fyrst er þveg-
ið upp. áður en pakkar eru teknir
upp. Hluti af aðfangadegi fer í að
kveikja ljós á leiðum hjá látnum
ættingjum og vinum. Ég vil hvergi
vera nema heima ájólunum, þrátt
fyrir að stundum finnist manni að
þetta sé farið að ganga of langt
með pakkaflóðið og dýru gjafirn-
ar. Þá hugsa ég oft um hvað pabbi
sagði einu sinni: „Ja, svei mér þá,
nú fæ ég bara álit á Castro, hann
ætlar að fresta jólunum fram í
júní.“ Þá hafði sykuruppskeran
brugðist á Kúbu og þetta þótti
pabba stórkostlegt.
Ef maður fær að lifa að sjá
börnin sín vaxa upp og stofna sín
eigin heimili og eignast börn þá
verða dýrleg jól að fá allan skar-
ann heim á aðfangadagskvöld.
6 VIKAN 51. TBL