Vikan


Vikan - 18.12.1986, Page 16

Vikan - 18.12.1986, Page 16
Heilagur Nikulás: Öll börn þekkja jólasveininn. Hann er vinalegur gamall maður með mikið hvítt hár og skegg, rjóðar kinnar og ístru, klæddur rauðurn fötum rneð hvítum bryddingum. Hann er besti vinur barn- anna. Hann kemur um jólin og í fartesk- inu hefur hann stóran poka, fullan af gjöfum og góðgæti fyrir börnin. Heim- kynni hans eru á norðurpólnum. Þar vinnur hann allt árið við að búa til leik- föng og annan glaðning handa börnun- um sem í staðinn verða að sjálfsögðu að vera þæg og góð. Rétt fyrir jólin leggur hann svo af stað á sleðanum sínum sem hreindýrin hans draga í gegnum háloftin. Hann skríður niður um skorsteina og fyllir sokka barnanna, sent þau hafa hengt á arinhilluna, af gjöfum og góð- gæti. Þetta er sú ntynd sem börn á Vestur- löndum hafa af jólasveininum. Lýsingin hér að framan á útliti jólasveinsins er jafnframt sú mynd sem auglýsendur og kaupahéðnar hafa búið til handa fólki. Það var fyrirtækið Coca Cola sem hann- aði þessa ímynd með jólaauglýsingu sem það setti á markaðinn fyrir nokkrum áratugum. En þó svo að nútímaímynd jólasveinsins hafi verið færð í búning af aðilum, sem eiga gróðahagsmuna að gæta, á hann sér samt skýra fyrirmynd og langa sögu. Hinn raunverulegi jólasveinn hét Niku- lás og var biskup í Litlu-Asíu á íjórðu öld. Hann var þjóðsagnakennd persóna þegar í lifanda lífi og var eftir dauða sinn tekinn í dýrlinga tölu. Árið tíu hundruð áttatíu og sjö voru jarðneskar leifar hans tluttar til Evrópu og upp úr því varð hann einn dáðasti dýrlingur miðalda í Evrópu, vinur barna og verndari fátækl- inga. Dagur heilags Nikulásar er sjötti desember. Það er trú manna víða i Evr- ópu, einkum í Mið-Evrópu, að þá birtist heilagur Nikulás og færi góðum börnum gjafir. Á síðustu öldum hefur heilagur Nikulás tekið á sig gervi jólasveinsins. I enskumælandi löndum er nafn hans stytt í Santa Claus en víðast í Evrópu er hann nefndur heilagur Nikulás. Rauður bún- ingur hins alþjóðlega jólasveins er runninn frá hinum rauða og hvíta bisk- upsskrúða heilags Nikulásar. En helgi Nikulásar var ekki emungis bundin við meginland Evrópu. Á Islandi var hann líka mikið dýrkaður og í kat- ólskum sið var fjöldi kirkna og kapellna helgaður honunt. Hann náði þó aldrei að verða jólasveinn hér á landi. Þar átti hann við íslenska þjóðtrú og þrettán keppinauta að etja, sem betur fer má segja því annars ættum við varla enn okkar sérstæðu og séríslensku jólasveina. í Þýskalandi og Austurríki hefur sá siður myndast að börnin setja stífpússað stíg- vél eða skó út fyrir dyrnar aðfaranótt sjötta desember. Um nóttina kemur svo heilagur Nikulás og fyllir stígvél þægu barnanna með góðgæti en óþægu börnin fá hrísvönd sem foreldrarnir geta hýtt þau með. í Hollandi kemur heilagur Nikulás siglandi á skipi sínu frá Spáni, hlöðnu gjöfunt og góðgæti. í för með honum er Svarti-Pétur, eins konar Har- lekin, sent er aðstoðarmaður hans og hjálpar honum við að fara með gjafirnar til barnanna. Þótt við íslendingar séum svo heppnir að hafa tekist að halda að mestu í okkar séríslensku jólasveina verður að viður- kenna að eitthvað hafa þeir nú mengast af hinni alþjóðlegu ímynd jólasveinsins. í það minnsta eru þeir Kertasníkir, Gilja- gaur og bræður þeirra Grýlusynir nú komnir með hvítt skegg og í rauð föt í stað þess að klæðast vaðmálsbuxum, peysu og sauðskinnsskóm. 16 VIKAN 51. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.