Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 36
Sieglinde Kahmann óperusöngkona:
Heima er ég á íslandi
Varla þarf að kynna Sieglinde Kahmann
óperusöngkonu fyrir landsmönnum. Hún á
langan og glæsilegan feril að baki frá óperu-
húsum í Þýskalandi, Austurríki og víðar í
Evrópu sem ekki er víst að öllunt sé Ijóst þó
að Sieglinde hafi búið á íslandi í níu ár. En
starfsferillinn er jafnan stuttur í þessari list-
grein; flestir óperusöngvarar snúa sér að öðru
um eða eftir fimmtugt. Það hefur Sieglinde
Kahmann einnig gert. Við heyrum söng henn-
ar endrum og sinnurn en aðalstarf hennar er
nú að kenna upprennandi söngvurum að
syngja. Hún kennir þrettán nemendum í Tón-
listarskólanum í Reykjavík og einnig í
Garðabæ. Sieglinde er gift Sigurði Björns-
syni, óperusöngvara _og framkvæmdastjóra
Sinfóníuhljómsveitar Islands.
Sieglinde er óvenjulega lífleg kona og talar
með öllum líkamanum.
„Þetta er voðalega erfitt, punktur,
basta ...“ svarar hún fyrstu spurningunni sem
var hvernig það væri að vera söngkona á ís-
landi. Svarinu fylgja áhersluhljóð hvers konar
sem erfitt er að kveða að.
„Fólk hefur svo litla möguleika á að sinna
þessu starfi. Hér er aðeins hægt að sinna
íhlaupavinnu og jarðarfarasöng. Tækifærin
eru lítil fyrir einsöngvara en hér er nóg af
efnilegu fólki. Leikarar í leikhúsum eru fast-
ráðnir en ekki söngvarar. Kannski verður
hægt að fastráða söngvara þegar við fáum
nýtt tónlistarhús,“ segir hún.
- Er markaður fyrir óperuflutning á Is-
landi?
„Fólk elskar óperur. íslenskt fólk elskar
söng yfirleitt. Það er markaður fyrir óperu-
Ilutning á íslandi, já. Það vantar bara stórt
hús og hljómsveitargryfju. íslendingar hrífast
fljótt og eru að því leytinu til betri áheyrend-
ur en Þjóðverjar. Það má segja að músík sé
hversdagslegri í Þýskalandi og að Þjóðverjar
séu ofmettaðir."
Ekki einber sæla
vestan járntjalds
Sieglinde lærði i Stuttgart. Hún var þar við
nám í Músíkháskólanum í fjögur ár og fór
strax að námi loknu til starfa hjá ríkisóper-
unni í Stuttgart. Sieglinde var ein þeirra sem
Huttust til Vestur-Þýskalands eftir stríð.
,.En lífið var ekki einber sæla vestan járn-
tjaldsins," segir hún. „Þýskaland var jafn-
mikið í rústum þeim megin eftir stríð og þótti
gott að hafa í sig og á. Efnahagsundrið svo-
kallaða var ekki sýnilegt þá né heldur næstu
ár á eftir."
Sieglinde minnist þess að eftir flóttann bjó
hún hjá frænda sínum, bæði í Frankfurt og
síðan á bóndabæ í Svartaskógi. Hún og frænd-
inn fóru stað úr stað eins og förufólk og
frændinn var farinn að eldast. Þá var nokk-
urn veginn sama hvar komið var; fólk hafði
ekki nóg að bíta og brenna. Erfiðleikarnir
voru ekki úr sögunni þótt stríðinu væri lokið
og möguleikarnir á skólagöngu voru að kalla
engir, lífið var umfram allt vinna.
Það áraði því ekki vel fyrir drauminn um
óperusöng - þó var draumurinn alltaf nær-
tækur og aldrei var svo erfitt að hann væri
afskrifaður. Um 1950 fór að rofa til, þá fór
að koma betri tíð rneð blóm í haga.
„Þótt ég ætti mér þennan draum," segir
Sieglinde, ,,þá minnist ég þess ekki frá æsku-
dögum mínum að ég hafi sungið. I barnaskól-
anum var músíkkennsla og fékk ég slaka
útkomu. Samt voru tónlistargáfur í fjölskyld-
unni og langafi hafði verið dómorganisti. En
í Ijósi þess að ég hafði ekki sýnt nein merki
um hæfileika í æsku er merkilegt að ntig
skyldi langa til að verða óperusöngkona. Ég
var orðin tvítug þegar loksins kom að því að
ég gæti farið að læra söng. Tónlistarskólar
voru þá enn í rústum eftir stríðið en söng-
og músíkkennsla var ástunduð á einstaka
heimilum. Og þá brá svo við að mér veittist
námið ntjög auðvelt. Erfiðast var að fram-
fleyta sér. Þá bætti ntjög úr skák að ég fékk
námsstyrk frá ríkinu Baden Wúrttemberg, en
það dugði ekki til, maður varð að vinna með
skólanum í alls konar verksmiðjum - oft jafn-
vel á nóttunni." Sent betur fer rofaði þó til
síðar. Sieglinde heldur frásögn sinni áfram.
„Ég byrjaði að syngja mörg smáhlutverk
og byggði mig upp. Eftir nokkur ár fékk ég
aðalhlutverk sem ég „hoppaði" inn í. Það var
Trilogi eftir Carl Orff, Catulii Carmina og
Trionfodi Afrodite. Égæfði þetta persónulega
með Carl Orff. Hann er ntjög skemmtilegur
maður."
Fjölþætt reynsla á
óperusviðinu
Sieglinde söng um allt Þýskaland, í Strass-
bourg, Edinborg, Monaco, Lissabon og
reyndar á miklu Heiri stöðum í Evrópu. Til
viðbótar má nefna Vínaróperuna og auk þess
söng hún mikið í sjónvarp og útvarp í Zúrich.
Þegar saman kemur eru þetta alls um fjörutíu
hlutverk, smá og stór.
„Þetta hefur verið mér mikil reynsla og ég
hef orðið fjölþætta þekkingu á óperullutn-
ingi. Mér finnst að þeir sern eru að læra söng
þurfí að læra leiklist líka. Eins ættu þeir sem
læra leiklist að læra söng. Það er mikið atriði
að nemendur byrji á réttu hlutverki. Sumir
nemendur vilja syngja stórar aríur. Ég reyni
að finna hvað passar fyrir hverja raddtýpu.
Með tímanum lærir maður mismuninn til
dæmis á túlkun á Mozart og Verdi. Það hafa
öll tónskáld sinn stíl og það krefst mismun-
andi túlkunar."
Hvenær er æskilegast að hefja söngnám?
„Það er erfitt að segja nákvæmlega til unt
það, það fer eftir hæfileikum. Það má kannski
segja að átján til nítján ára aldurinn sé æskileg-
astur," svarar Sieglinde. „Röddin breytist
bæði hjá karlmönnum og kvenfólki en hún
gerir það fyrr hjá konum. Það er mjög mikil-
vægt að vera í góðu formi í óperusöng. Það
þýðir ekkert elsku mamma, óstuð er bannað.
36 VIKAN 51. TBL