Vikan

Útgáva

Vikan - 18.12.1986, Síða 38

Vikan - 18.12.1986, Síða 38
Þessu starfi fylgir mikil streita og álag.“ Við sveigjum talið aftur að fortíðinnni. „Eitt hef ég aldrei fyrirgefið sjálfri mér. Mér var boðið að syngja í Miinchen, í óper- unni Intermezzo eftir Richard Strauss, en ég sagði nei, takk. Þetta hefði verið fyrsta Strauss óperan mín. Mig langaði alltaf að syngja eitt- hvert stórt hlutverk eftir Strauss. Þegar þetta boð barst var ég á leið til íslands, mat fjöl- skylduna meira. I raun og veru má segja að ég hafi byrjað á smæsta hlutverki í Brúðkaupi Fígarós, Barbarínu, og endað á aðalhlutverk- inu, greifynjunni, í sama verki í óperuhúsi í Munchen." - Manstu eftir einhverju skemmtilegu eða eftirminnilegu atviki frá ferli þínum? „Þetta hefur allt gengið svo ég man ekki eftir neinu sérstöku. Og þó, ég man eftir einu atviki þar sem ég var í lífshættu á sviðinu. Það var í Töfraflautunni eftir Mozart. Það hékk gondóll fyrir ofan mig og var á leið nið- ur. Baksviðsmennirnir voru með eitthvert handapat um að ég ætti að hreyfa mig en ég skildi ekkert og stóð sem fastast. Á síðustu mínútu tók ég eitt skref frarn og bjargaði þ_ar með lífi mínu því gondóllinn fór niður. Ég vissi ekkert um þetta atriði því ég söng sem gestur í þessari sýningu." Misskipt hér á landi Sieglinde hefur sungið mörg óperuhlutverk- in á íslandi. Fyrsta hlutverk hennar var Káta ekkjan eftir Lehar eins og margir eflaust rnuna. Síðan söng hún í Othello sem flutt var í konsertformi með Sinfóniuhljómsveit ís- lands. Þá má nefna hlutverk í La Boheme eftir Puccine, Aidu og Toscu. Auk þess hefur hún sungið einu sinni á Vínarkvöldi og við ýmis tækifæri. - Ertu ánægð með Sinfóníuhljómsveit ís- lands? „Það hefur mjög mikið að segja hver stjórn- andinn er. íslenska sinfónian er sambærileg við erlendar hljómsveitir. Það skiptir alls stað- ar miklu máli hver stjórnar. Ég hlakka alltaf til að syngja með hljómsveitinni." - Er togstreita um aðalhlutverkin á óperu- sviðinu hér? „Mér finnst þessu misskipt hér á landi. Það voru fieiri til skiptis urn aðalhlutverkin úti, það er að segja um sama hlutverkið. Fólk vill líka hlusta á fleiri og þá fá fieiri tækifæri til að syngja.“ Hver er munurinn á tónlist og tónmennt í Þýskalandi og á íslandi? „Við höfum meiri ntöguleika úti á að hlusta á fieira fólk og þar með meiri möguleika á að meta hvað er gott og hvað er slæmt eða hvað söngvari gerir vel og hvað ekki. Uti er meiri samkeppni. Það er nauðsynlegt fyrir söngvara að fara á píanó- og fiðlutónleika, ekki bara á söngtónleika. Og úti eru nteiri möguleikar á að hlusta á eitthvað sérstakt. Tækifærin eru svo miklu færri hér og saman- burðurinn lítill. Það er ágætt að búa á íslandi en ég verð að skreppa til Þýskalands af og til og hlusta á óperufiutning og hitta gamla kunningja mína. Sumir eru enn að syngja. En heima er ég á Islandi," segir þýska óperu- söngkonan Sieglinde Kahmann. 38 VI KAN 51. TBL i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.