Vikan

Útgáva

Vikan - 18.12.1986, Síða 45

Vikan - 18.12.1986, Síða 45
Umbúðirnar utan um jólagjafirnar skipta miklu máli því ekki væri gaman ef allar gjafirnar væru í venjulegum hvít- um búðapappír eða Hagkaupsplast- pokum. Allavega litur pappír í örkum og rúllum fæst í búðunum en hann er ansi dýr. Svo þegar loks má opna pakk- ana gengur svo mikið á að þessi fallegi pappír er rifinn í tætlur og fleygt undir sófa. Er ekki miklu gáfulegra að spara peningana og dunda við að skreyta ódýr- an pappír á meðan beðið er eftir jólun- um? Þeir sem fá pakkana verða örugglega miklu ánægðari rneð heimatil- búna umbúðapappírinn. Það er auðvitað hægt að lita hvítan umbúðapappír en hér sýnum við brúna bréfpoka sem ennþá Hér er mjög einfalt skraut á jólatré. í það notum við álpappír. Pappírinn fæst í nokkrum litum í föndurverslunum og auðvelt er að móta hann í fallegt skraut. En hér höfum við þetta bara einfalt. Klippið sniðið út, hafið álpappírinn tvö- faldan með brotið þar sem brotalínan er á sniðinu og klippið eftir því. Þið getið límt á þetta munstur í öðrum lit. Fáið ykkur nú garnspotta, þið ráðið hve lang- an, og límið skrautið á bandið með jöfnu millibili. Þá er komið ágætis jólaskraut. er hægt að fá í nokkrum verslunum þó að allt sé að verða undirlagt í plasti. Teiknið, litið og límið á pokana og ekki er verra að binda þá saman rneð borða. Borðana má geyma milli ára. Nafn gef- anda og viðtakanda kemst fyrir einhvers staðar á pokanum. Þið getið líka búið til merkimiða og fest á pokann.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.