Vikan

Útgáva

Vikan - 18.12.1986, Síða 56

Vikan - 18.12.1986, Síða 56
S T J Ö R N U S P Á m SPÁIN GILDIR FYR 18.-24. DESEMBER HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Freistingarnar hlaðast að þér þessa dagana og þú átt bágt með að stand- ast þær. Þér helst illa á peningum og mátt búast við að nokkur átök kosti að velja og hafna. Láttu samt eftirþéreitthvað afþví sem hugurinn girnist, píslarvættið fer þér hvort sem erekki vel. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Þér verður það á að fuilyrða of mik- ið og færð hörð viðbrögð. Þér er hollast að draga í land hið snarasta til að halda friðinn enda lítið vit í að láta ekki stærra mál spilla fyrir sér. Forðastu óhófímat ogdrykk. Þér kemur til með að líða betur ef þú lætur vera að kýla vömbina. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Notalegt tímabil er fram undan og ánægjustundir fjölskyldufólks venju fremur margar. Svo virðist sem allt leggist á eitt til að gera jólahaldið ánægjulegt og ættir þú að meta það þar sem slíkt er hreint ekki sjálfgef- ið. Þú býrð lengi að þessunt meðbyr ef þú kannt að nýta þér hann. VOGIN24.scpt.-23.okt. Þú verður að stilla kröfunum í hóf og skalt hafa hugfast að sælla er að gefa en þiggja. Ekki á þetta einungis við um áþreifanleg verðmæti og á næstunni gefast þér ófá tækifæri til að styrkja tengslin við þá sem þér eru kærir. Enginn er fullkominn en hver hefur til síns ágætis nokkuð. BOGMAÐURINN 24. nóv.-2I. des. Þú verður störfum hlaðinn og finnst þú ekki sjá fram úr því sem gera þarf. Ekki er víst að öllum þyki það nauðsynlegt sem þú ert að sýsla en ef til vill getur þú farið bil beggja svo að allir verði ánægðir. Þú getur ekki ætlast til að aðrir sýni hugðarefnum þínum jafnmikinn áhuga og þú. VATNSBERINN 21.jan.-19.fcbr. Y rnsir viðburðir eru í vændum en ekki gera þeir allir boð á undan sér. Þú ættir að láta slag standa, taka þátt í því sem fram fer en láta ekki á þig fá þó að ekki verði allt eins og þú hafðir hugsað þér. Ánægjuefn- in leynast víðar en þig grunar og þú hefur gott af að kynnast því. IR VIKUNA NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Þú átt von á hrósi fyrir vel unnið verk. Viðbrögð þín fara eftir því hvort þér finnst þú verðskulda lofið. Þetta er líklegt til að verða þér hvatning til dáða og framhaldið markar tímamót. Þú hefðir gott af að leiða hugann að fleiru en verald- legum efnum yfir hátíðirnar. KRABBINN 22. júní-23. júlí Fólk hyllist til að halda að þú hafir ótaknrarkaðan tíma til að sinna alls kyns kvabbi. Þótt þú hafir gaman af að gera öðrum greiða skaltu ekki láta spilla fyrir þér jólafriðnum. Sjái aðrirekki sóma sinn í að stilla tilætl- unarseminni í hóf verður þú að sjá um að setja mörkin. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Mótvindur getur verið hressandi þótt hann sé óþægilegur meðan mest gustar. Þú átt í vændum að læra af mistökum sem reynast þér ekki eins dýrkeypt og í fljótu bragði gæti litið út fyrir. Það er gott að vera vandur að virðingu sinni en nauðsynlegt að taka sjálfan sigekki of hátíðlega. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Reyndu að vera jákvæðari og bjart- sýnni en að undanförnu. Þú ættir að leggja áherslu á það sem vel tekst í stað þess að tönnlast í sífellu á þín- um eigin mistökum ogannarra. Þú hefur áhrif víðar en þig grunar og beðið er eftir uppörvun sent aðeins þú getur látið í té. STEING EITIN 22. dcs.-20. jan. Notaðu hátíðina til að hafa sam- band við fólk sem þú metur mikils en þér finnst þú vera í þann veginn að missa tengslin við. Fullvíst má telja að þér verði vel tekið og þarf ekki að verða fyrirhafnarsamt. Þetta auðgar líf þitt og þú glöggvar þig á hvað þú metur í rauninni mest. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Það segir til sín hversu hart þú hefur lagt að þér. Nú er tími til korninn að sinna eigin þörfum. Þú sérð ekki eftir því að verðlauna þig ærlega og getur með góðu móti látið aðra njóta góðs af. Leggðu höfuðið í bleyti, fmndu út til hvers hugurinn stendur og láttu til skarar skríða. Nú er komið að því að líta aðeinsá steingeilina. Einkunnar- orð dæmigerðrar sleingeitar gætu verið að búast við hinu versta því að hið góða skaðarekki. Hún rasarsjaldan um ráð fram og kann því betur að hafa sitt á þurru. Til að ná mark- miðum sínum er hún reiðubúin að leggja hart að sér og sýnir ofl á tíðum óírúlega þolinmæöi. virðist ekkert liggja á. Stein- geitur setja sér markmið, vinna skipulega að því að ná þeim en eru ólíklegar lil að grípa þau tækifæri sem gefast sýnist þeim ekki allt gulltryggt. Þær reiknaeinfaldlega með að þurfa að hafa fyrir hlutunum og eru tilbúnar að bíða síns tima. Þær bera virðingu fyrir verðmætum og hættirá stundum lil að meta hlutina heldureinhliða út frá veraldlegu sjónarmiði. Þær kunna vel að meta ýmsar af lystisemdum lífsins, allt óhófer þeinr þó fjarri skapi og þær hafa megna skörnrn á hvers kyns sóun. í slórum dráttum hentar steingeitinni að ljúka fyrst því sem gera þarf en leika sér á eftir og þá er stundum undir hælinn lagt hvort nokkur lími er til að leika sér. Þarer komið að snöggum bletti á steingeitinni, hún á ekki gott með að nálgast fólk, er hlédrægogoft svo feimin að þótt hana langi að taka þátt i gleðskap kemur hún sér ekki að því. Hún er seintekin en trausta vini og greiðvikna er að finna nreðal stein- geita. Þærerujarðbundnar, taka heilbrigða skynsemi fram yfir tillærðarkennisetningaren skortir þóekki hugmyndaflug til að hafa gaman af því sem nýstárlegt er. Steingeitin hefur meiri þörf fyrir félagsskapen i fljótu bragði kann að virðast, að henni sækir gjarnan einmanaleiki en hún er of vör um sig til að nálgast fólk að fyrra bragði. Hún er traust á heimili. vill gjarnan hafa alla þræði i sínum höndum en hættir lil ráð- ríki. Hún þarf að hafa fyrir því að varðveita hugarróna og hefði gott afað temja sér að hugleiða hvar raunveruleg verð- mæti erað finna. 56 VIKAN 51. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.