Vikan


Vikan - 16.04.1987, Síða 24

Vikan - 16.04.1987, Síða 24
Mikið fjölmenni mætti í afmælishófiö enda vel til afmælisins vandað, glæstar veitingar og margs konar skemmtiatriði. Egill B. Hreinsson og Dagbjört Sigurbergsdóttir skeggræða yfir borðhaldinu. Vinstra megin við borðið sitja þau Magnús Ólafsson, Guðrún Egilsdóttir, Magnús Guðmundsson og Guðrún Sveinsdóttir en hægra megin sitja Herdís Heiðdal, Ingimar Hansson, Þórunn Brynjólfs- dóttir og Jón B. Stefánsson. Tækifærin til að gleðjast á góðra vina fundi eru ærin. Frá áramótum og fram að páskum eru árshátíðir, þorrablót og um og eftir páskana taka fermingar- veislur við. Svo eru afmælis- veislur. Menn Qölmenntu í eina stórafmælisveislu á Hótel Sögu nýlega, það var 75 ára afmæli Verkfræð- ingafélags íslands. Vel var vandað til veisluhalda í mat og drykk. Veislustjórinn hélt uppi þeim tilburðum er mönnum er ætlað í slíkum stjórnunarstörfum. Það var Júlíus Sólnes verkfræðingur sem var í hlutverki veislu- stjórans. Aðalræðumaður kvöldsins var Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Tveir gestanna voru heiðraðir, veittar viðurkenningar og gerðir að heiðursfélögum. Það voru Hinrik Guð- mundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verk- fræðingafélags Islands, og Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands og verkfræðingur. Veislugleðin var ærin eins og sjá má af þessum myndum er Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari smellti af í hófínu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.