Vikan


Vikan - 16.04.1987, Side 34

Vikan - 16.04.1987, Side 34
Þorsteinn Pálsson, formaður SjálfstiwMstlokksiiis, yfirheyrður af Elínu Olmu Arthursdóttur, Alþýðuflokki Þjóðarsátt eða ekki - Sjálfstæðisflokkurinn boðaði til blaða- mannafundar fyrir síðustu kosningar þar sem hann hét ungum húsnæðiskaupendum 80% lánum. Nú hefur verið reist miðstýrt kerfi sem sogar fé af landsbyggðinni til Reykjavíkur og hefur skilað nýrri husnæðiskynslóð inn í 26 mánaða biðröð. Var það þetta sem Sjálfstæð- isflokkurinn átti við á blaðamannafundinum vorið.1983? Forsendur spurningarinnar eru villandi og auðheyrilega teknar upp eftir Jóhönnu Sig- urðardóttur sem hefur reynt að gera kerfið tortryggilegt. Þetta húsnæðiskerfi vapð til í samningum milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Á öllum ferli ríkisstjórnar- innar hefur verið sett stóraukið fé inn í kerfið. Efnahagsaðgerðir stjórnarinnar hafa auðveld- að fólki að komast út úr vandanum sem það átti við að glíma og var reyndar tilkominn að tveim þriðju hlutum fyrir tíð þessarar ríkis- stjórnar. Það var alltaf ljóst að veruleg ásókn yrði í lán í nýja kerfinu en það þarf að halda utan um kerfið svo ekki komi til stóraukin þensla eins og hugmyndir um milljarða inn í húsnæðiskerfið myndu leiða til. Þá byggjum við við stóraukna verðbólgu og tjármagn væri dregið frá atvinnuvegunum. - Og meira um húsnæðislán. Ríkisstjórnin hét því að greiða niður vexti vegna húsnæðis- lána þegar lögin voru samþykkt, en það fyrirheit gildir aðeins til 25. apríl. Munt þú beita þér fyrir áframhaldandi niðurgreiðslu á vöxtum eða láta markaðsvexti ráða? Mér finnst eðlilegt að vextir af húsnæðislán- um séu niðurgreiddir. Það er ljóst að þeirri stefnu verður haldið áfram. Hvort vextirnir hækka eða lækka er ekkert hægt að segja um en eðlilegt er að þeir séu undir markaðsvöxt- um. - Á stuttum formannsferli hefur þú átt í erfiðleikum með það sem kallað hefur verið „gamla ráðherragengið" eða „framsóknar- mennirnir í Sjálfstæðisflokknum" og telja margir yngri sjálfstæðismenn að 3000 milljóna króna fjárlagahalli í ár sé afleiðing þess. Skýr- ir þetta að stjórn efnahagsmála er rjúkandi rúst þegar ríkisstjórn mesta góðæris undan- genginna ára er að fara frá? í spurningunni koma fram óviðeigandi full- yrðingar. Kynslóðaskipti hafa verið með eðlilegum hætti í Sjálfstæðisflokknum, sem er stærsti fiokkur þjóðarinnar. Efnahagur í landinu stendur með miklum blóma og ég held að meira að segja í kosningabaráttunni þori stjórnarandstaðan ekki að halda öðru fram. Kaupmáttur hefur aukist, verðbólgan hefur minnkað. Árangur í efnahagsmálum er í samræmi við þau markmið sem þessi ríkis- stjórn setti sér. Hvað varðar halla á ríkissjóði þá er hann hluti af pólitískri ákvörðun um þjóðarsátt. Eg hef sagt að rikissjóð eigi að reka hallalausan, en það er fráleitt að hugsa sér að það geti gerst í einu vetfangi. Menn skulu muna að peningar koma ekki ofan úr skýjunum. Menn verða að svara því hvort þeir standa með þjóðarsáttinni eða ekki. - Finnst þér siðferðilega rétt að gera sölu- samning við forsvarsmenn bænda til fjögurra ára upp á 28 þúsund milljónir króna skömmu áður en ríkisstjórn fer frá? Já. Með nýju búvörulögunum eru gengin skref til að aðlaga landbúnaðinn íslenskum markaðsaðstæðum, þetta er í fullu samræmi við það. Menn eiga að vita að hverju þeir ganga. - Gagnast þessi samningur ekki fyrst og fremst milliliðakerfinu en ekki þeim bændum sem nú eiga í erfiðleikum. Nei, hann gagnast fyrst og fremst bændum, hvort heldur þeir reka stór bú eða lítij, og við stefnum í meginatriðum í rétta átt. Ég nefni staðgreiðsluna. - Sjálfstæðismenn - og þú sérstaklega hafa þangað til nýlega verið talsmenn niður- fellingar tekjuskatts af almennum launatekj- um. Nú hefur þú sérstaklega beitt þér fyrir staðgreiðslukerfi skatta á þá sem þú vildir áður fella niður tekjuskattinn hjá. Éru þetta ekki stakkaskipti og viltu skýra hvers vegna þú tókst stakkaskiptum? Enn á ný einkennist spurningin af áróðurs- brögðum Alþýðufiokksins. Það kerfi, sem nú hefur verið samþykkt, er einfaldasta skatta- kerfi sem þekkist. Spyrja má hverjar séu almennar launatekjur. Skattleysismörk hjá íjögurra manna fjölskyldu eru nú 850.000 krónur, lengra var ekki hægt að ganga, og í rauninni er þetta meiri árangur en fiestir þorðu að vonast eftir. Þegar þú spyrð hvort milliþinganefndin, sem komið var á fót, sanni ekki að kerfið sé gallað þá var alltaf ljóst að endurskoða þurfti kerfið eftir álagningu vegna ársins 1986. Mér þótti fullkomlega eðlilegt að allir stjórnmálafiokkarnir fengju að fylgjast með gangi mála í svo veigamiklu máli seni þessu. Það er raunar athyglisvert að einungis Alþýðubandalagið hafði athugasemdir við frumvarpið á Alþingi og Alþýðufiokkurinn reis upp vegna þess að hann vildi ekki að þessi ríkisstjórn kæmi þessum breytingum á skattakerfinu í gegn. Hann vildi fórna hags- munum skattgreiðenda fyrir íntyndaðan stundarávinning í kosningum. 34 VIKAN 16. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.