Vikan


Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 36

Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 36
Svavar Gestsson, fomiaður Alþýðubandalagsins, yfirheyrður af Vilhjálmi Egilssyni, Sjálfstæðisflokld - Þið stefnið á vinstri stjórn, Svavar, er bað ekki? Við höfum náttúrlega ekkert á móti því að vinstri stjórn verði mynduð. Við höfum reynd- ar reynslu fyrir þvi að þegar Alþýðubandaiag- ið kemur sterkt út úr kosningum eru miðflokkar tilbúnir að vinna með okkur og mér sýnist að í þessu öngþveiti og upplausn, sem nú er að koma í Ijós í íslenskum þjóðmál- um, sé nauðsynlegt að hér verði miklu sterkara afl á vinstri kanti en áður hefur verið. - Nú eru sjö flokkar á vinstri kantinum. Hvaða áhrif hefði það ef Alþýðuflokkurinn yrði stærsti flokkurinn vinstra megin við miðju? Það mun ekki gerast. Ef Alþýðuflokkurinn yrði af þessari stærð myndum við náttúrlega reyna að knýja hann til samstarfs um myndun nýrrar jafnaðarstjórnar. Hins vegar óttumst við að Alþýðuflokkurinn og formaður hans líti á kosningasigur flokksins, ef hann verður, sem eins konar ákvörðun um stjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Þannig hefur hann verið að reyna að lokka til sín kjósendur Sjálfstæðis- flokksins og reynt að gera sig sem líkastan Sjálfstæðisflokknum ef það mætti verða til þess að einhverjir villtust á honum og íhald- inu í kjörklefunum. - Er ekki órökrétt að telja að ef Sjálfstæðis- flokkurinn tapar muni hann fara í stjórn með Alþýðuflokknum? Aukast þá ekki líkurnar á vinstri stjórn? Það er alveg Ijóst mál að Sjálfstæðisflokkur- inn virðist vera í rúst eins og sakir standa og það hlýtur bersýnilega að ýta undir vinstri þróun í landinu. Eg er alveg sammála þvi sem forystulið Sjálfstæðisflokksins segir í þeim efn- um, það er hárrétt metið. Ætlið þið að hækka skatta ef þið komist í stjórn? A fyrirtækjum, já. Á frekar að hækka skatta en kaupið? Eg tel nú að valið sé ekki þar á milli. Spurn- ingin er um það hvort fyrirtækin verða látin greiða til samneyslunnar með eðlilegum hætti, eins og gerist í grannlöndum okkar. - Nú ætlið þiö að hækka lágmarkslaun i þrjátíu og fimm þúsund krónur. Hafið þið einhverjar nýjar leiðir til að fara? Við viljum stefna að því að lágmarkslaun verði ekki lægri en 35-45 þúsund krónur. Það er ekki hlutverk ríkisstjórnar eða stjórnmála- llokks að skrifa upp launaþróunina í einstök- um atriðum. Þetta er keppikefii sem getur gerst með margvíslegum hætti. l^að þarf vafa- laust að grípa til framleiðniátaks í fyrirtækjun- um. Það þarf að draga úr fjármagnskostnaði fyrirtækjanna eins og kostur er og það verður að gerast án verðbólgu. Þið eruð þá ekki að tala um 30 prósent yfir linuna? Það er auðvitað útilokað vegna þess að hlut- fall launanna í þjóðartekjum er 65-68 %. Það gengur því ekki upp. Þess vegna getur verið að þessu marki verði að ná að einhverju leyti með félagslegum ráðstöfunum. - Þegar lágmarkslaunin voru hækkuð í 26.500 krónur í samningunum voru ýmsir óánægðir með að starfsaldurshækkanir hyrfu. Ef haldið yrði áfram á sömu braut að hækka lágmarkslaunin, til dæmis upp í 35 þúsund krónur, er augljóst að starfsaldurs- og fiokka- hækkanir til dæmis hjá Dagsbrún myndu hverfa. Hvernig ætlið þið að fara að því? Eg hef enga uppskrift að því og ég held að stjórnmálamenn eigi yfirleitt ekki að vera að setja sig í þær stellingar. Þeir eiga að búa til ramma og aðstæður fyrir launafólk og at- vinnulíf i landinu. Þeir eiga ekki að skrifa upp aðferðir við kjarasamninga i smáatriðum. Mér er alveg Ijóst að hækkunin, sem átti sér stað núna, þrýstir á allt launakcrfið. Spurn- ingin er þvi hvernig þetta kemur að lokum út þegar upp er staðið;_ það sér maður ekki fyrr en í lok þessa árs. Ég held hins vegar að nauðsynlegt sé að ég taki það fram af hálfu Alþýðubandalagsins að ég tel að við núver- andi aðstæður eigi ckki að vera hér nein veruleg verðbólga. Hvaða skatta ætlar þú að hækka á fyrir- tækjum? Ég hef bent á að það sé eðlilegast að tekju- skattskerfi fyrirtækja verði breytt í grundvall- aratriðum, rétt eins og gerst helur að því er varðar launamenn. Frádráttarliðum verði fækkað verulega og mín vegna má þá hreyta eitthvað álagningarprósentunni í leiðinni. Ég er ekki tilbúinn að segja til um það hversu há eða lág hún á að vera en ég held að aðalat- riðiö sé að þessi IVádráttarfrumskógur fyrir- tækjanna verði grisjaður verulega og helst alveg felldur og að menn séu þá með skatta á brúttóhagnað sem fundinn er eftir skynsam- legum formúlum. Það er sem sagt tekjuskaltur sem ég er þarna að hugsa um. Vcltuskattur kemur auðvitað til greina en hann er erfið- ari. Þið viljið þá lára bandarísku leiðina í sambandi við skattakerfi fyrirlækjiinna? Ég gæti alveg hugsað mér að lára svipaða leið og farin hefur veriö i Bandaríkjunum og hef talað fyrir hetini mjög oft á Alþingi. - Ef þið hækkið skatta á fyrirtækjum haml- ar það þá ekki á móti því sem þarf einmitt að gera fyrirtækjum til þess að hækka lág- markslaun og auka framleiðni, fjárfesta og byggja sig upp? Þó að peningarnir séu skildir eftir í fyrirtækj- unum er það engin trygging fyrir því að þeir skili framleiðniaukningu, hærri launum og endursköpun fyrirtækjanna. Það er bara ein- faldlega þjóðarsamstaða um að hér þurfi að halda uppi tiltekinni félagslegri þjónustu. Við erum þeirrar skoðunar að allir burðugir aðilar í þessu þjóðfélagi, hvort sem það eru einstakl- ingar eða fyrirtæki, eigi að leggja til samneysl- unnar. Aþýðubandalagið er auðvitað llokkur sem hefur fullan skilning á stöðu og þróun atvinnuveganna hvað sem hver segir. - Flokkur fyrirtækjanna? Alþýðubandalagið telur að fyrirtækin verði auðvitað að vera til en Alþýðubandalagið er fyrst og fremst flokkur fólksins. Átökin eru milli fólksins og fjármagnsins. Hvað hefðir þú gert ef svipað mál hefði komið upp í þínum fiokki og mál Alberts Guðmundssonar? Það er crfitt að setja sig í annarra spor í svona máli, enda held ég að svona mál mundi varla koma upp í ininum fiokki. Maður. sem á yfir höfði sér málshöfðun vegna aðildar að fjármálahneyksli, á auðvitað ekki að sitja í ríkisstjórn. En myndir þú geta hugsað þér að vinna með Albert í stjórn eftir kosningar? Ég tel að stjórnarsamstarf við Sjálf'stæðis- fiokkinn eða Borgarallokkinn komi ekki til greina af okkar hálfu, enda hefur ekki verið um slíkt sljórnarsamstarf að ræða síðan 1946. Við höfðum með okkur í stjórn minnihluta Sjálfstæðisflokksins. brot. 1980 1983. Það var slæm reynsla þá af samstarfinu viö Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal sem neit- uðu að taka þált i aðgerðum gegn veröbólg- unni. Það eru allarið stjórnmálalegar forsendur sent liggjti til grundvallar samstarfi fiokka og þar getur ekkert skipt máli nema málefnin sjálf. Það væru þá málefnalegar forsendur sem stæðu í vegi fyrir samstarfi við Albert eftir kosningar en ekki þessi mál? Að okkar mati veröur Alberl Guðmundsson að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en efnt vcrður til stjórnarsamstarls við hann. Ég tel það auðvitað meginmál að menn gangi ekki inn i ríkisstjórn meðan þeir eiga málshöföun yfir höföi sér. X 36 VIKAN 16. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.