Vikan


Vikan - 16.04.1987, Síða 45

Vikan - 16.04.1987, Síða 45
í tilefni þess að vorið er í nánd er hér svolítil sumarsaga. Hún er eftir Ólöfu K. Kristjáns- dóttur sem áður hefur skrifað sögu i Barna- Vikuna. Olöf, sem er tólf ára, teiknaði líka myndirnar við söguna. Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir A leið í veislu. kvöddu Baddi og Áðni og fiugu í burtu. Þeir voru að tala um hvað hafði verið gaman þegar þeir sá að sóleyjan var i mikilli hættu. Niður brekkuna rann stór steinn og stefndi á sóleyjuna. Baddi og Áðni fiýttu sér að raða litlum steinum í kringum blómið. Þegar stóri steinninn kom rúllandi stöðvaðist hann á litlu steinunum og sóleyjan slapp ómeidd. Hún þakkaði þeim fyrir hjálp- ina og Baddi og Áðni fiugu heim til sín. Þeir borðuðu matinn sinn og fóru að sofa. Um nóttina vaknaði Baddi við öskur í Áðna. Baddi stökk fram úr rúminu, skellti sér í fötin og hljóp út. Þar var maður að tina ánamaðka til beitu og var nú að troða Áðna í krukku. Baddi náði í lúðurinn sinn og blés hátt. Maður- inn varð svo skelkaður að hann henti frá sér krukkunni og hljóp á brott. En Áðni hafði meiðst. Allir blómálfarnir voru komnir og hjálpuðu ánamöðkunum sem maðurinn hafði tínt. Úr krukkunni skriðu allir ánamaðkarnir, nágrannar þeirra, og fóru að sofa aftur. Baddi setti plástur á magann á Áðna og hjálpaði honum upp í rúmið sitt. Síðan náði Baddi sér í dýnu og sæng og lagðist á gólfið við rúmið hans Áðna. Morguninn eftir, þegar Baddi vakn- aði, svaf Áðni vært svo Baddi bjó til góðan morgunverð, setti á bakka og færði sjúklingnum í rúmið. Áðna var batnað svo að þeir tóku plásturinn af maganum. Síðar um daginn var bankað. Þar var kominn Jói blómálfur til að bjóða þeim í veislu sem átti að hefjast eftir klukku- stund. Þeir félagar klæddu sig í sín bestu föt, greiddu sér og burstuðu skóna. Síð- an lögðu þeir af stað í veisluna sem var haldin í sveppasamkomuhúsinu. Þar var margt um blómálfa og ánamaðka. Allir fengu kakó og kökur eins og þeir gátu í sig látið og sungu og dönsuðu fram á nótt. SkrýUur - Konan mín skilur mig ekki. - Er hún á móti drykkjuskapnum? - Nei, nei, hún er Kínverji. - Jónas minn, vertu nú góður við hana mömmu þegar hún kemur í dag. Láttu þig detta þegar hún lemur þig. Svo var það Ella litla sem sagði: - Mamma, það er ekki von að við lærum neitt í skólanum. Kennar- inn er svo heimskur að hann þarf að spyrja um alla skapaða hluti! - Hvað er það sem liggur hvítt eftir endilangri eyðimörkinni? - Það veit ég ekki. - Það er hvítur tvinni! En veistu hvað er svart og liggur eftir endi- langri eyðimörkinni? - Nei. - Það er skugginn af hvíta tvinn- anum. Einu sinni kom mjög virðulegur og hátt settur maður í heimsókn til foreldra Pálu litlu. Pálu var leyft að færa honum sérríglas. Hún rétti honum það og stóð svo og starði á hann. - Hvað var það, Pála mín? spurði hann. - Mig langar svo að sjá galdurinn þinn, svaraði hún. - Galdurinn, hvaða galdur er það? spurði gesturinn. - Jú, pabbi sagði að þú drykkir eins og svampur...! 16. TBL VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.