Vikan


Vikan - 16.04.1987, Side 52

Vikan - 16.04.1987, Side 52
Páskasaga eftir William IVlilhon Pétur var ekki svangur þennan morgun. Hann hafði borðað sjö lítil súkkulaðiegg og var hálfnaður með sælgætiskanínu; nú var hann farinn að fá illt í magann. Hann sat við eldhúsborðið og horfði á afa sinn. Afi hans át morgunmat eins og ann- að fólk og það fannst Pétri sérstakt, vegna þess að afí hans var djöfullinn Gamli maðurinn var hávaxinn, beinn eins og furutré. Hár hans var stálgrátt og þykkt eins og skeggið; augabrýr hans héngu niður eins og runnar við á. Augun í honum voru köld og blá. Það var ógn í gamla manninum; sama ógnin og í myrkrinu, þrumun- um og eldingunum. Eins og í öflugum vindi. Ógnin var í rödd hans. Móðir Péturs sagði honum að afi væri heyrnardaufur og þess vegna hrópaði hann alltaf. Hún sagði að Pétur ætti ekki að vera hræddur. En Pétur skalf þegar gamli maður- inn horfði á hann, því hann var djöfullinn. Afi sleppti kexkökunni sem hann hafði verið að gegnbleyta í melassa. „Sestu upp, drengur!“ öskraði hann. 52 VIKAN 16. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.