Vikan


Vikan - 16.04.1987, Side 54

Vikan - 16.04.1987, Side 54
Loforð jarðarinnar Pétur settist strax upp. „Veistu hvað varð Rómarveldi að falli?“ Pétur hristi höfuðið. „Þeir lágu meðan þeir átu,“ hróp- aði gamli maðurinn. „Þegiðu,“ sagði amma. „Láttu drenginn minn í friði.“ Hún kallaði á Pétur og hann renndi sér úr stólnum og fór til hennar. Amma setti lítinn soðinn lauk í skjóðu sem var bundin um háls drengsins, við hlið annarrar sem var fyllt afjurtakvoðu. Það var hræðileg lykt afþessu. „Verð ég að vera með þetta, amma?“ „Það kemur í veg fyrir að þú veik- ist,“ sagði hún. „Bull!“ hrópaði afi. Amma smeygði lauknum undir nærbol Péturs. „Svona, fallegi drengurinn minn,“ sagði hún. „Hvað lagði páskakanín- an mörg egg, Pétur?“ „Átta súkkulaðiegg,“ sagði Pétur, stoltur yfir því að kunna að telja. „Fimmtán sælgætisegg og mörg pínulítil sem ég hef ekki talið.“ Hnefinn á afa lenti í borðinu. „Bull!“ hrópaði hann. „Hvernig get- ur kanína lagt egg, drengur?“ Pétur hélt sér í svuntuna á ömmu og hún setti handlegg sinn utan um hann. „Komdu þér út,“ sagði hún við afa. „Flýttu þér, farðu út og láttu drenginn minn í friði. Þú hræðir hann til dauða.“ Afi stóð upp, hræðilegur og ákaf- ur. „Drengur,“ sagði hann. „Þær munu gera sitt besta til að hafa þig að fifli. Þegar þú verður leiður á bullinu, komdu þá til mín. Heyrirðu það? Ég skal segja þér hreint og beint allt sem þig langar að vita.“ Pétur gat ekki sagt orð. Hann þrýsti andlitinu að mjöðm ömmu. „Eg sætti mig ekki við þetta,“ sagði amma. „Þú skalt ekki reyna að fylla drenginn minn með þessu heiðingja- tali þínu! Út með þig.“ Það rumdi í afa, hann fór í yfir- höfnina sína, setti á sig gamla svarta hattinn og þrammaði út úr eldhús- inu. Svona hafði það verið síðan Pétur og mamma hans höfðu komið hing- að til að búa hjá ömmu. Afi var alltaf að hrópa út af einhverju. Dag- inn sem stormurinn kom og elding- unni sló niður í hlyninn í garðinum fyrir framan húsið stóð afi úti i rign- ingunni og veifaði eldingunni og hló að þrumunni. Stormurinn varð sterkari og amma hafði tekið i hönd Péturs og leitt hann niður í kjallara, þar sem þau voru öruggari. Áfi kom niður oghlóað þeim. „Gamla kona,“ hrópaði hann. „Þú getur ekki falið þig fyrir Honum.“ Svo tók hann tvær flöskur af heima- brugginu sínu og fór upp í eldhús. Amma varð hræðilega reið þegar gamli maðurinn hagaði sér svona. Reiðust var hún þó daginn sem hún hafði klætt sig í sparifötin til að fara í kirkju. Afi öskraði á hana: „Gamla kona, þú getur ekki blekkt Hann, ekki einu sinni með þetta hveiti í andlitinu og hænufjaðrirnar á höfðinu!“ Þá sagði amma orðin: trúleysingi, heiðingi. Það var það sem afi var. Hann var vondur og illgjarn og hann fór aldrei í kirkju. Jafnvel Stóri- Pési, þegar hann hafði verið með þeim, sagði að afi væri gamall skrattakollur. Amma var dýrðlingur. Þegar Pétur átti heima í hinu húsinu með mömmu og Stóra-Pésa kom amma í heimsókn á hverjum degi. Hún hjálpaði öllum. Hún hjálpaði móður Péturs með því að segja henni hvað hún ætti að gera í húsinu, hvað hún ætti að elda og hvernig hún ætti að fara með Stóra-Pésa. Og hún sagði Stóra-Pésa líka hvað hann ætti að gera, hvernig hann ætti stjórna fyrir- tækinu sínu, hvað hann ætti að kjósa. Og hún leiðrétti hann þegar hann gerði rangt. Stóri-Pési sagði ekkert um langa hríð en hann kunni ekki að meta hjálp ömmu. Kvöld eitt, þegar Pétur grét sárt og gat ekki hætt, sagði Stóri-Pési hræðileg orð við ömmu. Það var kvöldið sem hún hafði sagt Pétri frá því sem bjó í myrkrinu og gat tekið hann þar - draugunum og skrímslunum sem fela sig í svartnættinu og borða litla drengi. Stóri-Pési hafði sagt ömmu að fara út úr húsinu og koma ekki aftur. Allir urðu reiðir. Og þetta sama kvöld hafði móðir Péturs komið inn til hans, klætt hann og þau höfðu farið úr húsi Stóra-Pésa til að búa hjá ömmu. Þennan páskamorgun, eftir að afi hafði þrammað út úr eldhúsinu, beygði amma sig niður og kyssti Pétur. Honum fannst það ekki gott. Það var ellilykt af henni og hárin á kinninni rispuðu hann í andlitið. „Taktu ekkert mark á þessum gamla djöfli,“ sagði hún. „Hlauptu nú upp og vektu móður þína. Klukkan er orðin meira en sex.“ „Amma. . .“ „Já, Pétur.“ „Hvar er Stóri-Pési?“ „Ha! Sá þorpari,“ sagði hún. „Hlauptu nú upp, drengur.“ Pétur drattaðist áfram og upp stig- ann. Móðir hans var vöknuð, hún lá og horfði upp i loftið. Það var ekkert uppi í loftinu. Pétur gáði. „Sæll, engillinn minn,“ sagði hún. Hún lyfti sænginni, dró hann til sín og kyssti hann. Það var góð lykt af henni „Þú borðaðirekki allt sælgæt- ið, er það?“ „Nei, mamma.“ „Þú ert góður strákur.“ „Mamma. . .“ „Mmm.“ „Hvenær ætlum við að fara aftur til að búa hjá Stóra-Pésa?“ Mamma lagði beran handlegginn yfir augun. „Hlauptu nú niður og leiktu þér,“ sagði hún. „Stóri-Pési er þorpari,“ sagði Pétur stoltur. „Pétur!“ Mamma settist snögglega upp. „Hver sagði það?“ „Amma.“ Mamma sat þarna og það komu tár úr augunum á henni og runnu niður kinnarnar. 54 VIKAN 16. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.