Vikan - 18.06.1987, Qupperneq 19
Nýjasta kvikmynd Steve Martin er
Three Amigos. Leikur hann þar leik-
ara sem sagt er upp störfum.
Vinsælasta kvikmynd Steve Martin
hingað til er All of Me. í henni leikur
hann lögfræðing sem verður fyrir
heldur óskemmtilegri reynslu.
Myndbönd
FOOL FOR LOVE ★ ★
Leikstjóri: Robert Altman.
Aðalleikarar: Sam Shepard, Kim Basinger og Harry Dean Stanton.
Sýningartimi: 85 mín. - Útgefandi: Austurbæjarbíó.
Robert Altman hefur á undanförnum árurn verið iðinn við að kvik-
mynda leikhúsverk. Nýjasta myndin í þeirri röð er Fool for Love, gerð
eftir leikriti Sams Shepard og leikur hann einnig aðalhlutverkið ásamt
þokkagyðjunni Kim Basinger og Harry Dean Stanton. Fool for Love er
dramatískt verk og fjallar um hjónin Eddie og May sem hafa verið í storma-
samri sambúð í nokkur ár. May vill losna við Eddie en hann leyfir það
ekki. Hann hefur auk þess sterk áhrif á May, gegn hennar vilja. Inn í bar-
áttu þeirra fléttast flókin fjölskyldumál sem tengja Eddie og May blóð-
böndum - sem þau vissu ekki af fyrr en eftir giftingu. Þrátt fyrir magnaða
innri spennu, sem felst að öllu leyti í orðum, nær Fool for Love ekki sterk-
um tökum á áhorfandanum, til þess er myndin of langdregin. Góður leikur
aðalleikaranna hjálpar til og gerir myndina þess virði að sjá hana.
SLOWBURN ★★
Leikstjóri: Matthew Chapman.
Aðalleikarar: Eric Roberts og Beverly D’Angelo.
Sýningartimi: 94 min. - Útgefandi: Laugarásbíó.
Slow Burn fjallar um einkalöggu sem fær það verkefni að leita uppi fyrr-
verandi eiginkonu málara nokkurs sem vill hafa uppi á syni sínum. Hann
finnur eiginkonuna fljótlega en kemst að því að sonurinn er látinn. Löggan
hrífst af eiginkonunni fyrrverandi sem nú er gift milljónamæringi. Málið
verður flókið þegar syni milljónamæringsins er rænt. Allir halda að málar-
inn, sem nú er horfinn, sé að hefna sín... Þetta er byrjunin á spennandi
sakamálamynd þar sem hver ráðgátan rekur aðra. Allt skýrist þetta þó í
lokin. Slow Burn hefur sína galla og sína kosti. Gallarnir eru einkum fólgnir
í ósannfærandi persónum að undanskildum einkaspæjaranum sem Eric
Roberts leikur ágætlega. Það mæðir mikið á honum enda er handritið í
fyrstu persónu og er einkaspæjarinn auk þess sögumaður. Þrátt fyrir galla
er Slow Burn hin sæmilegasta afþreying.
I’LL TAKE MANHATTAN ★ ★
Aðalleikarar: Valerie Bertinelli,
Perry King og Barry Bostwick.
Sýningartími: ca 7 klst. (4 spólur). - Útgefandi: Steinar hf.
Jutith Krantzer metsöluhöfundur. Fjallar hún í sögurn sínum um ríka
fólkið og fólk sem brýst úr fátækt til ríkidæmis. I’ll Take Manhattan fjall-
ar nær eingöngu um ríkt fólk, gott og illt. Sögusviðið er Manhattan og
fyrirtækið stórt blaðaútgáfufyrirtæki. Eigandinn deyr og bróðir hans sölsar
undir sig fyrirtækið með því að giftast ekkjunni. Þetta sættir Maxí, dóttir
eigandans, sig ekki við og hefur baráttu gegn hinum illa föðurbróður. Byrj-
unin er í raun endirinn því farið er aftur i tímann, til þess tíma þegar fyrsta
blaðið var stofnað, og fylgst með föðurnum frá því hann var fátækur blaða-
maður þar til hann varð milljónamæringur. Sniðugur bisnessmaður, en
ekki jafnklár í einkalífinu. I’ll Take Manhattan er ósköp bragðdaufur
myndaflokkur. Maður veit eiginlega alltaf hvað mun ske næst og þegar
efnið er á fjórum spólum er ekki laust við að lopinn sé teygður.
VALENTINO ★ ★
Leikstjóri: Ken Russell.
Aðalleikarar: Rudolph Nureyev, Leslie Caron og Michelle Phillips.
Sýningartími: 123 mín. - Útgefandi: Tetli hf.
Þeim sem kynnst hafa verkum Kensf Russell og fylgst með ferii þessa
umdeilda leikstjóra kemur sjálfsagt ekkert á óvart lengur. Hann hefur tekið
fyrir frægar persónur og komið með sínar eigin útgáfur á lífi þeirra. Og
það gerir hann svo sannarlega í Valentino þar sem hann rekur feril þessar-
ar stjörnu þöglu kvikmyndanna sem lést aðeins þrjátíu og eins árs. Það er
sjálfurkonungurballettsins, Rudolph Nureyev, erleikurgoðið. Það sem
hann vantar upp á leikhæfileika bætir hann upp með fjaðurmögnuðum
hreyfingum. Eins oger vani Russells fær hann útrás í öfgafullum senum,
hvort sem um er að ræða senur í fangelsi eða svallveislur sem yfirleitt verða
að orgíum í meðförum hans. Valentino er hröð mynd og sum atriðin virki-
lega vel gerð en Russell yfirkeyrir að venju svo sér á heildarútkomu
myndarinnar, galli sem hann virðist aldrei ætla að losna við.
25. TBL VIKAN 19
li