Vikan


Vikan - 18.06.1987, Page 24

Vikan - 18.06.1987, Page 24
Fyrirsætu- og tískusýningastörf voru ekki stóri draumurinn í huga Þóru Þrast- ardóltur, ungfrú Reykjavíkur, þegar hún sló til og ákvað að taka þátt í fegurðar- samkeppni íslands á síðasta sumri. En enginn veit sín örlög - eins og hún sjálf segir réttilega því fyrir skömmu kom hún heim, beint í vorprófin, eftir tæplega þriggja mánaða starf í París. Þóra, sem er tvítug, stundar annars nám á heilsu- gæslubraut í Fjölbrautaskólanum við Armúla. „Þetta var alveg óvænt uppákoma og vildi þannig til að Gunnar Larsen tísku- ljósmyndari, sem var gestur fegurðarsam- keppninnar, kom til mín daginn eftir úrslitin og bað mig að koma í myndatöku sem átti að fara fram á Þingvöllum. Eftir þá myndatöku bauð hann mér að koma til Parísar til að reyna fyrir mér þar og sagðist skyldu aðstoða mig á allan hátt. Ég hafði nú aldrei verið neitt spennt fyrir módelstörfum og hafði enga trú á mér i þau, þar að auki ætlaði ég að halda áfram í skólanum svo ég hugsaði ekkert meira út í þetta, ekki fyrr en í janúar síðastliðn- um er ég fann að ég var komin með svo mikinn námsleiða og langaði í einhverja tilbreytingu. Þá ákvað ég að hringja í Gunnar og athuga hvort ég gæti komið. Hann sagði að tilboðið stæði svo ég fékk leyli i skólanum til að lesa nokkur fög utanskóla og dreif mig út í óvissuna. Það stóð allt eins og stafur á bók hjá Gunnari og fyrstu tvær vikurnar í París myndaði hann mig i bak og fyrir á hverj- um degi til að hjálpa mér að koma upp myndaalbúmi. Þegar það var tilbúið fann ég litla umboðsskrifstofu til að koma mér á framfæri og þá hófst baráttan. Ég var send, ásamt kannski hundrað öðrum, vítt og breitt um borgina, til fyrirtækja sem voru að leita að módelum og þegar þang- að kom voru kannski aðrir hundrað sem biðu. Svona gekk þetta oft svo dögum skipli þangað til loksins að maður fékk citthvert starf. Þetta er alveg rosalega hörð barátta og mikill innbyrðis rígur. Ég var ótrúlega heppin á þessum stutta tíma, lekk meðal annars hálfsmánaðar- vinnu hjá fatahönnuðinum Patrick Kelly við að sýna pelsa á tveimur til þremur sölusýningum á dag. Svo var ég hármódel og fyrir utan ýmsar myndatökur með Gunnari tók ég þátt í nokkrum sýningum hans á Fire of Desire, sömu sýningu og hann var með hér heima í vetur. Annars átti ég dálítið erfitt uppdráttar í sambandi við fatasýningar því ég er ekki nema 169 sentímetrar en módelin eru yfirleitt Í78 180. Það þýddi þvi ekkert annað en segjast vera 173 og ef ég var mæld tyllti ég mér bara á tær svo lítið bar á. Svo þarl' maður að vera ægilega mjór og það er erfitt innan um allar steikurnar i París Parísardaman Þóra. og ísinn með heitu súkkulaðisósunni. Það var ægilega freistandi enda er varla hægt að segja að ég hafi grennst þó auðvitað brenndi maður heilmiklu á spaninu fram og aftur um borgina. Dag einn hélt ég reyndar að megrunar- áhyggjur væru úr sögunni og ég loks uppgötvuð sem söngstjarna. Gunnar sendi mig i stúdíó til að láta taka upp röddina mína á band því i sýningunni hans voru ýmsir hljóðeffektar. Él'tir upptökuna kom upptökumaðurinn til mín og sagðist vilja gera með mé'r plötu. Ég fór bara að hlæja og sagðist ekkert geta sungið en hann vildi ekki viðurkenna það og þrefið hélt áfram góða stund. Þegar ég kom svo upp á skrif- stofu til Gunnars og spurði hlæjandi hvort hann gæti ímyndað sér hvað upptökumað- urinn hefði sagt þá sagði hann strax: „Hann vildi gera með þér plötu." Ég varð náttúrlega hvumsa en þá sagði Gunnar að hann segði þetta við þær allar. Þar með fauk plötusamningurinn minn. .. Módelstörf eru ágætlega launuð enda verður svo aö vera því vinna getur verið svo stopul. Ég gat þénað allt upp í 2000 24 VIKAN 25. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.