Vikan - 18.06.1987, Page 29
VIKAN OG TILVERAN
Rífuin mistökin
Einu sinni var lítill bær. í litla bænúm voru lítil, snotur
hús sem mynduðu vinalega heild. Dag einn komu stórhuga
menn með vit frá útlöndum og byggðu þar nokkur stór og
voldug hús en stækkuðu önnur með nýstárlegum viðbygging-
um. Litli bærinn fékk smám saman á sig heimsborgarlegri
svip. En ekki voru allir bæjarbúar jafnsáttir við þessar breyt-
ingar og kölluðu sumir nýju byggingarnar mistök.
Þar kom að öðrum stórhuga mönnum, líka með vit frá
útlöndum, fannst bærinn orðinn ögn sundurleitur og vildu
aftur fá fallegan heildarsvip. Þingað var um málið fram og
til baka og komu jafnvel upp hugmyndir um að rífa mistök-
in, þau væru orsök ósamræmisins. En auðvitað vissu
mennirnir með vitið betur. Rífa skyldi gömlu, þreyttu húsin,
þau væru orsök ógæfunnar, og byggja ný. Þar skyldi sýnt
og sannað enn betur en áður hversu fjölbreytileg byggingar-
list bæjarins er.
Svona einfalt er þetta. Skítt með það
þó verið sé að rífa einhverja „menningar-
arfleifð“, enda er hún eitthvað svo
hallærisleg hér miðað við samskonar fyr-
irbæri í útlöndum. Um að gera að byggja
fleiri nýtiskuleg hús og hallir svo útlend-
ingar haldi ekki að hér hafi búið ein-
hverjir molbúar fyrr á árum. Fyrir nú
utan þá staðreynd, sem einn arkitekt
benti svo réttilega á í útvarpsviðtali fyrir
nokkru, að ef ekkert má byggja og sí-
fellt er verið að gera upp gömul hús. þá
er lítið fyrir arkitekta að gera. Allir hljóta
því að vera sammála um að hér sé um
brýnt þjóðþrifamál að ræða. Ekki má
vísvitandi stuðla að atvinnuleysi arki-
tekta, okkur ber skylda til að leyfa þeim
að æfa sig á hinum ýmsu stílbrigðum
byggingarlistar. Þeir verða líka að fá að byggja sína Morgun-
blaðshöll og sína nýstárlegu viðbyggingu einhvers staðar.
En gamanlaust, hvað er það sem liggur að baki ákvörðun-
ar um óbætanleg skemmdarverk eins og fyrirhuguð eru á
Kvosinni svokölluðu? Skammsýni eða peningar? Gefa þessir
menn virkilega skít í menningu forfeðra okkar eða eru lóðirn-
ar of verðmætar fyrir gamalt timbur? Allavega trúi ég ekki
að ástæðan sé aðeins sú að borgaryfirvöld beri hag arki-
tekta svo mjög fyrir brjósti. Ég vil heldur ekki trúa að
skemmdarverkasinnar séu svo gjörsneyddir þjóðernisvitund
að þeir séu tilbúnir að fórna sögunni vegna þrýstings ein-
hvers staðar frá. Því er það með ólíkindum að menn skuli
finna hjá sér hvöt til að rústa þessum gamla bæjarkjarna sem
enn stendur og gefur örlitla mynd af upphafi Reykjavíkur-
bæjar. Flestir borgarbúar hafa hingað til borið hlýhug til
þessara gömlu húsa og skynjað þar fortíð sína og ég er sann-
færð um að það er almennur vilji fyrir vernd þeirra. Fyrir
alla muni komum í veg fyrir þá eyðileggingu sem Kvosar-
skipulagið er og síðar verður hörmuð. Leyfum gömlu
húsunum að standa og setjum fjármagn í að gera þau upp,
eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir hafa borið gæfu til að
gera. Þar með varðveitum við örlítið af séreinkennum okkar
byggingarsögu og sitjum ekki eingöngu uppi með ópersónu-
legar nýbyggingar. Komum í veg fyrir að borgaryfirvöld
samþykki Kvosarskipulagið, okkur ber siðferðileg skylda til
að hlúa að gömlum minjum og skila þeim til afkomenda
okkar. Við höf'um akkúrat ekkert leyfi til að eyða þeim.
Rökin fyrir nauðsyn á stækkun miðbæjarins (með nýjum
og stærri húsum) eru engan veginn raunhæf. Kvosin hvorki
þarf né ber meira umfang en er nú þegar og þar hjálpa niður-
grafnar bílageymslur lítið. Verslunar- og þjónustukjarnar eru
að rísa á öðrum stöðum í borginni og nágrenni og þeir létta
miklu af miðbænum. Miðbærinn aftur á
móti, í endurbættri núverandi mynd,
verður vin að sækja í, hvíld frá kuldaleg-
um steinsteypuhöllum.
Húsin á Bernhöftstorfu ættu að vera
skýrt dæmi um hvernig stórslysi var af-
stýrt og hver vildi vera án þeirra nú?
Torfusamtökin og almenningur í landinu
börðust fyrir__vernd húsanna og það
tókst. Grjótaþorpið átti að fjúka en er
smám saman að taka á sig vinalegan
heildarsvip með endurbótum húsa og
umhverfis. Erfitt vefður þó að fyrirgefa
þann glæp að rífa Fjalaköttinn, nær hefði
verið að rífa aðalmistök miðbæjarins,
Morgunblaðshöllina. En það eru flciri
hús sem þarf að vernda, til dæmis Bei gs-
hús við Skólavörðustíg. Sigurður Þór
Guðjónsson skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið
fyrir skömmu er nefndist „Björgum Bergshúsi“. Þar bendir
hann á að Bergshús sé „mikilvægt frá sjónarmiði bókmennta-
sögu, byggðasögu, persónusögu og almennrar menningar-
sögu“ og varpar fram þeirri hugmynd að gera húsið að
„minjasafni um manninn og rithöfundinn Þórberg Þórðar-
son“. Heyr! Heyr! Sigurður fullyrðir líka réttilega í greininni
að niðurrifsmenn gömlu húsanna í miðbænum „þurfi engar
áhyggjur að hafa af orðstír sínum í framtíðinni. Hann mun
aldrei deyja“.
Kæru borgarbúar, komum í veg fyrir þau „frægðarverk",
komum í veg fyrir að menn með annarlegar hvatir tortími
fortíð okkar. Stöpdum saman um varðveislu hennar, bætum
og byggjum upp hús forfeðra okkar. Gerum miðbæinn við
Tjörnina að þeirri manneskjulegu vin í steinsteypueyðimörk-
inni sem hann hefur alla burði til að vera. Rífum mistökin,
forðumst að gera ný.
Texti: Guðrún Alfreðsdóttir
25. TBL VIKAN 29