Vikan


Vikan - 18.06.1987, Side 33

Vikan - 18.06.1987, Side 33
Við sem búum á þéttbýlissvæð- unum suðvestanlands höfum ekki undan að fylgjast með örri þróun byggðarinnar. I önn dagsins hverfur tíminn og þegar litið er upp úr annríkinu blasa við nýir byggðakjarnar þar sem áður voru mýrar, grýtt holt og berangur. Sagt er að æðri máttur hafi leitt Ingólf Arnarson til Reykjavíkur. Víst er að Reykjavíkursvæðið hefur um margt einstæð náttúru- skilyrði til þéttbýlis sem skapast hefur á síðustu áratugum vegna gjörbreyttra atvinnuhátta þjóðar- innar. Land það sem Reykjavíkurborg á í dag er hluti af Seltjarnarnes- hreppi hinum forna sem náði frá Gróttu upp að Hólmi og milli Elliðaárvogs og Kópavogs. Með stofnun kaupstaðar í Reykjavík fyrir 200 árum hófst sú þróun að taka land Seltjarnarnes- hrepps til þarfa þéttbýlismanna. Nú eru þrír kaupstaðir innan gömlu hreppamarkanna og býr þar nær helmingur þjóðarinnar. Enginn hreppur á íslandi hefur orðið fyrir slíku landaafsali sem Seltjarnarneshreppur. Seltirningar geta því með sanni sagt að Reykjavik og Kópavogur séu hjáleigur frá Seltjarnarnesbæ. 25. TBL VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.