Vikan


Vikan - 18.06.1987, Page 39

Vikan - 18.06.1987, Page 39
Guðrún Guðmundsdóttir og Þóra Einarsdóttir félagsmálafulltrúi. í góðu andrúmslofti með öldruðu fófld Það var hlýlegt og notalegt andrúmsloft sem mætti okkur, ásamt henni Þóru Einars- dóttur, er við gengum inn í íbúðir aldraðra á Melabraut 3-5 á Seltjarnarnesi. Þóra, senr er félagsmálafulltrúi þar, bauð okkur hjartanlega velkomnar og fylgdi okkur inn til gamla fólksins þar sem það sat.við tómstundaiðju. Sköpunargleðin skein úr hverju andliti. Okkar beið kaffi og meðlæti og það ekki af verri endanum, þessar líka frá- bæru kökur sem Hjördís húsvörður hafði bakað. Þar sem við sátum í eldhúsinu og gæddum okkur á finiríinu kom eldri kona i gættina, ávarpaði Hjördísi og sagði: „Mikið ertu nú alltaf sæt, elskan, þú ert svo brún og falleg!" Og með þeim orðum fóru þær út úr eldhúsinu. Þóra sagði okkur frá því að á sumardaginn fyrsta hefði verið haldin sýning á munum sem unnir hafa verið af íbúum hússins ásamt öðr- um öldruðum sem koma af Nesinu, 67 ára og eldri. Aldraðir íbúar á Seltjarnarnesi eru um 250 talsins. Á sýningunni var margt fallegra muna, það sýndu ljósmyndir sem við fengum að skoða. Sérstaka athygli okkar vöktu bastkörfur með loki, fóðraðar með glansefni, hinireigulegustu gripir. Dúkar voru þar í öllum stærðum og gerðum, með handmáluðum rósum. Þegar við vorum búnar að dást að öllum þessum fallegu hlutum var okkur boðið að skoða íbúð Guð- rúnar Guðmundsdóttur sem hefur búið á Melabrautinni frá_ því að húsið var tekið í notkun árið 1982. I samtali við Guðrúnu kom fram að hún hefur búið á Nesinu í mörg ár og sagðist ekki geta hugsað sér að búa ann- ars staðar. íbúð Guðrúnar er tvö herbergi og eldhús og öll hin vistlegasta. í spjalli okkar við Þóru kom fram að sum- um íbúunum finnst þeir of ungir til að vera þarna og nýta sér ekki þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þeir eru sjálfstæðir og eins og hverjir aðrir íbúar í fjölbýlishúsi. „Hér er aðstaða fyrir alla þá aldraða sem kæra sig um. Á fimmtudögum er spilað og tvisvar í viku er föndur. Margt fleira stendur þeim til boða, ýmis þjónusta eins og hár- greiðsla og fótsnyrting, leikhúsferðir og styttri og lengri ferðir. Heimsókn til forseta Islands vakti sérstaka ánægju og gleði. Fjölmennt þorrablót var haldið þar sem aðstandendur og fleiri fjölmenntu og voru þar um hundrað manns samankomnir. Nýlega var tekið í notkun húsnæði í kjall- ara sundlaugarbyggingarinnar þar sem boðið er upp á heilsurækt undir leiðsögn íþrótta- kennara. Fólkinu stendur til boða að kaupa tilbúinn mat en það vill helst elda sjálft ef það mögu- lega getur. Þetta er eiginlega ekki byggt upp fyrir fólk sem er veikt. Ymsa aðstoð veita tvær konur í fullu starfi, ein í hálfu starfi og þrjár í hlutastarfi. Vanti lækni eða hjúkrunar- fræðing er stutt i heilsugæslustöðina. Rauði kross íslands gaf íbúunum sérstakt sjúkrabað- ker með lyftibúnaði og hjólastól og hefur það komið sér mjög vel. Hægt er að veita öllum þjónustu sem þéss þurfa og hér eru engir bið- listar. Þetta er eins og lítið bæjarfélag úti á landi. Sú þjónusta sem bæjarbúar fá frá Reykjavík er ekki ókeypis. Við Seltirningar greiðum fyrir þá þjónustu sem við fáum, til dæmis strætisvagna, slökkvilið og sjúkrabíla." Þóra hafði orð á því að Seltirningar væru almennt sérstaklega félagslyndir og taldi upp ýmsa klúbba og félög. í byggingu eru tuttugu og tvær íbúðir við hliðina á Melabraut 3-5 en þar eru sextán íbúðir og af þeim eru fjórar leigðar út en hinar eru í eigu íbúanna sjálfra. Er við minntumst á andrúmsloftið góða sem þarna ríkir, sagði Þóra að Hjördís húsvörður ætti veigamikinn þátt í því. Og þegar við þökkuðum fyrir okkur og kvöddum þetta prýðisfólk á Melabraut 3-5 á Seltjarnarnesi hljómuðu orð Þóru Einarsdóttur í eyrum okkar: „Hér er unnið af krafti." Föndrað af kappi. 25. TBL VI KAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.