Vikan


Vikan - 18.06.1987, Side 54

Vikan - 18.06.1987, Side 54
Maðurinn sem kunni vel við hunda Ég fór á eftir honum upp stigann. Það var þrælavinna. Hann skilaði mér másandi í illu þefjandi klefa, fullan af kössum og tunnum. R ’ttur skutust í felur í dimmum skúmaskot- um. Stóri maðurinn hvíslaði að mér: - Héðan er auðveld leið í ganginn hjá katl- inum. Það verður að vera heit gufa í einum aukatanki til að hafa heitt vatn og fyrir rafal- inn. Það þýðir einn náungi. Ég sé um hann. Áhöfnin tvöfaldast í messanum uppi. Ur ketil- klefanum skal ég sýna þér loftgöng sern engin grind er fyrir. Hún liggur upp á bátadekk. Þaðan er leiðin greið. Þú hlýtur að eiga ættingja um borð, sagði ég- Pældu ekki í því. Maður lærir ýmislegt á ströndinni. Kannski stend ég næst þeim sem eiga að koma þessu skipi fyrir kattarnef. Kem- urðu fljótlega aftur? - Ég hlýt að komast í feitt frá bátadekk- inu, sagði ég. Hérna. Ég dró fleiri seðla úr veskinu mínu og rétti honum. Hann hristi rauðan hausinn. - Uhu, þetta er fyrir bakaleiðinni. - Ég er að kaupa hana núna, sagði ég. - Jafnvel þó ég noti hana ekki. Taktu við þessu áður en ég fer að gráta. - Jæja, takk, vinur. Þú ert alntennilegur maður. Við fórum gegnum kassastafla og tunnur. Gulleita birtan kom utan af gangi handan við kassana og við fórum eftir slóð að mjóum járndyrum. Leiðin lá út á brú yfir vélarrúm- inu. Við laumuðumst eftir henni, niður járnstiga, sent var löðrandi í olíu. heyrðum lágt hvæsið i olíubrennurunum og gengum á hljóðið meðfram fjöllum af járni. Handan við hornið sáunt við stuttan. digran ítala í fjólublárri silkiskyrtu. Hann sat í stál- slegnum skrifstofustól undir rússneskri ljósa- krónu og las blaðið með aðstoð gleraugna í stálumgjörð og svarts vísifíngurs. Rauður sagði vingjarnlega: - Sæll. Stubb- ur. Hvernig líður litlu bambínóunum? ítalinn opnaði munninn og greip eitthvað snögglega. Rauður sló hann niður. Við settum hann á gólfið og rifum /jjólubláu skyrtuna hans í ræmur til að nota við að fjötra hann og kefla. - Maður á víst ekki að lemja menn með gleraugu, sagði Rauður. - En málið er að það er ferlegt vesen að fara upp loftræstinguna fram hjá þessum hérna. Þeir uppi heyra ekkert. Ég sagði að svona vildi ég einmitt hafa þetta og við fundum loftræstiopið sem var ekki með neinni grind fyrir. Ég tók í höndina á Rauði og sagði að ég vonaðist til að sjá hann aftur og fór að fikra mig upp stigann í loftrörinu. Það var kalt og dimmt og þokuloftið barst þarna niður. Leiðin upp virtist löng. Eftir þrjár mínútur, sem virtust vera klukkustund, kom ég upp og gægðist varlega. Bátum með strigayfirbreiðslum hafði verið komið fyrir á davíðum meðfram bátadekkinu. Það heyrðist lágt hvískur í myrkrinu bak við tvo þeirra. Hávær tónlist barst neðan að. Yfir lýsti ljós úr mastri og gegnum þunn lög af mistri hærra uppi grillti í nokkrar naprar stjörnur sem störðu niður. Ég hlustaði en heyrði engar sírenur í lög- reglubátum. Ég fór út um loftopið og beygði mig niður. Hvískrið kom frá pari í faðmlögum sem lá í hnipri undir báti. Það tók ekkert eftir mér. Ég fór eft'r dekkinu, fram hjá lokuðum dyrurn á þrem e'fjórum klefum. Það var ljósglæta bak við gluggahlerana á tveirn þeirra. Ég hlustaði en heyrði ekki neitt annað en glaurn- inn frá viðskiptavinunum niðri á aðaldekkinu. Ég skellti mér í dimman skugga, andaði djúpt að mér og rak síðan upp gól - gjallandi ýlfrið sem grái úlfurinn gefur frá sér, einmana og hungraður og langt í burtu, nógu illskulegt til að bjóða upp á sjö gerðir af mismunandi vandræðum. Djúp hundgá úr barka lögregluhunds svar- aði mér. Stúlka hljóp veinandi eftir dimmu dekkinu og karlmannsrödd sagði: - Ég hélt að allar skósvertuæturnar væru dauðar. Ég rétti úr mér, brá byssunni upp og hljóp áleiðis að geltinu. Hljóðið kom úr klefa hinum megin á dekkinu. Ég lagði eyrað við dyrnar. hlustaði á karl- mannsrödd sem var að róa hundinn. Hundurinn hætti að gelta en ýlfraði einu sinni eða tvisvar, síðan þagnaði hann. Lykill sner- ist i skránni á hurðinni sem ég var við. Ég fór frá og á annað hnéð. Dyrnai oppuð- ust utn fet og grannholda höfuð gægðist fram fyrir. Ljós frá lampa með ábreiðu á brá bjarma á svart hárið. Ég stóð upp og sló í höfuðið með byssu- skeftinu. Maðurinn seig rólega niður nteð dyrakarminum og í hendurnar á mér. Ég dró hann aftur inn í klefann og ýtti honum niður á uppbúið rúm. Ég lokaði dyrunum og læsti. Lágvaxin, stór- eygð stúlka sat í hnipri á hinu rúminu. Ég sagði: - Sæl, ungfrú Snare. Ég hef haft mikið fyr- ir því að finna þig. Viltu fara heim? Dýrlingur bóndi velti sér, settist og hélt um höfuðið á sér. Síðan varð hann grafkyrr. starði á mig með leiftrandi, svörtum augun- um. Um varir hans lék þvingað bros, hérumbil glaðlegt. Ég leit í kringum ntig í klefanum en sá ekki í fljótu bragði hvar hundurinn var, en hins vegar innri dyr sem hann gat sem best verið bak við. Ég leit aftur á stúlkuna. Hún var ekkert sérstakt fyrir augað fremur en flest það fólk sem veldur mestum vandræðum. Hún var samanhnipruð á fietinu og hárið féll yfir ann- að augað á henni. Hún var i prjónakjól. íþróttasokkum og íþróttaskóm með breiðri tungu. Hnén voru nakin og beinaber fram undan pilsinu. Hún var eins og skólastelpa. Ég fór til Dýrlingsins til að ná i byssu en fann cnga. Hann brosti að mér. Stúlkan lyfti upp hendinni og kastaði hárinu aftur. Hún leit á mig eins og ég væri langt í burtu. Svo greip hún andann á lofti og fór að gráta. Við erum gift, sagði Dýrlingurinn rólega. Hún heldur að þú sért hér til að gata á mé_r skrokkinn. Úlfavælið var snjallt bragð. Ég sagði ekkert. Ég hlustaði. Það var eng- inn hávaði úti fyrir. - Hvernig vissirðu hvert þú áttir að fara? spurði Dýrlingurinn. - Díana sagði mér það - áður en hún dó, sagði ég ruddalega. Hann var særður til augnanna. - Ég trúi því ekki, snuðrari. Þú hljópst burt og skildir hana eftir í pyttinum. Við hverju bjóstu? - Ég átti ekki von á að löggan myndi kála kvenmanni og hélt ég gæti sarnið um eitthvað úti fyrir. Hver náði henni? - Einn af ntönnum Fulwiders. Þú náðir honum. Hann rykkti höfðinu aftur og tryllingslegur svipur konr á hann en hvarf jafnskjótt. Hann brosti til stúlkunnar. - Sæl, sæta. Ég losa þig. Hann leit aftur á nrig. - Ef ég kem án mótþróa. sleppur hún þá kannski einhvern veginn? - Hvað áttu við með nrótþróa? sagði ég önugur. - Ég á fullt af vinum á skipinu. snuðrari. Þú ert ekki byrjaður ennþá. - Þú komst henni í þetta, sagði ég. - Þú getur ekki kontið henni út úr þessu. Það er hluti af dæminu. 12 Hann kinkaði kolli hægt, horfði niður á gólfið milli fóta sér. Stúlkan hætti að gráta nógu lengi til að þurrka sér um kinnarnar, svo byrjaði hún aftur. - Veit Fulwider af mér hérna? spurði Dýrl- ingurinn mig hægt. - Já. - Ætlarðu að láta hann fá málið? - Já. Hann yppti öxlum. - Það er allt í lagi af þinni hálfu, auðvitað. En það er bara eitt að, ég tala ekki ef Fulwider plokkar í mig. Ef ég gæti fengið að tala við umdæmissaksóknarann gæti ég kannski sannfært hann um að hún er ekki bendluð við min mál. - Þú hefðir átt að hugsa fyrir því líka. sagði ég með áherslu. - Þú þurftir ekki að fara aftur til Sundstrands og taka kast á skamm- byssuna þína. Hann hnykkti aftur höfðinu og hló. - Nei? En ef þú hefðir borgað náunga stórfé fyrir vernd og hann sviki þig þannig að hann næði í konuna þína og setti hana á svikulan og dópaðan spítala og segði þér svo að forða þér og vera þægur, eða hún kæmi með flóðinu upp á ströndina - hvað rnyndir þú gera? Mundirðu borga eða nota dálítið af blýi til að ræða málin við náungann? 54 VI KAN 25. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.