Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 18
Hvað veistu um Arnhild Sunnaná. Islaud? Hver er þekking erlendra háskólanema á landi og þjóð? íslendingar kunna margar sögur af fá- kunnáttu útlendinga varðandi ísland. Við þurfum oft að leiðrétta hin undarlegustu atriði og afsanna ýmiss konar kenningar. Hverjir kannast ekki við eftirfarandi stað- hæfingar: „Nei, ég er ekki eskimói.“ „Nei, við búum ekki i snjóhúsum.“ „Víst býr fólk á íslandi!“ „Já, við trúum á guð.“ „Auðvitað höfum við okkar eigið tungu- mál!“ í vetur sem leið ákvað ég að kanna ís- landsþekkingu nokkurra þjóðarbrota sem stunda nám við háskóla í Minnesotafylki í Bandaríkjunum. Fólk af öllum hugsanleg- um þjóðernum er í skólanum og því var af nógu að taka. í eftirfarandi viðtölum birtist árangur könnunar minnar. Ed Chen er 25 ára gamall tölvufræðinemi frá Petaling Jaya í Malasíu. Er ég falaðist eftir viðtali við Ed varð hann hálfvand- ræðalegur og spurði hvort það væri nú nauðsynlegt að opinbera fákunnáttu hans. Ég kvað svo vera og hann lét tilleiðast. „Ja, það fyrsta sem mér dettur í hug er að Island er mjög litið land og fámennt. Ég giska á að þið séuð í mesta lagi 10 millj- ónir,“ segir hann og horfir undrandi á mig taka andköf. Ég stillti mig um að hlæja og leiðrétti þcnnan mannfjöldamisskilning. „Hvað segirðu? Aðeins 250.000 manns? Ja hérna.“ Hann fer hjá sér. „Ég vcit að þið eruð mcð öflugan fiskútflutning og ég hef séð íslenskan fisk í matvöruverslunum hér i Bandaríkjunum. Landið er eflaust fullt af ís, eins og nafnið gcfur til kynna, og ég hcf heyrt að það sé mjög fallegt þar. Af hvaða kynstofni eruð þið annars? Þið eruð eskimóar, ekki satt?“ Mér tckst að halda stillingu minni og útskýri rólcga að íslendingar séu ekki eskimóar á kafi í snjó- húsabyggingariðnaði. Ég bendi honum einnig á það að hann likist frekar eskimóa í útliti en ég! Viðmælandi minn er orðinn taugaveiklaður og mjakar sér til og frá i stólnum. „Ég veit ýmislegt um hin Norðurlöndin. Ég lærði um þau í skóla og hef einnig lesið um þau i tímaritum. Hvernig stendur á þvi að hin löndin fá svo mikla kynningu og skyggja á ykkur?“ spyr hann, nokkuð á- nægður með sjálfan sig. Ég sný mig fagmannlega út úr þessari klípu og held áfram að kvelja manninn. „Ég lærði nú reyndar um víkingana í sögu i gamla daga og hafði gaman af. Síðan tengi ég alltaf víkinga við ísland. Ég veit í raun afskap- lega litið um þetta land. Ég man þó eftir leiðtogafundinum sem varð þess valdandi að ég fékk einhvcrjar upplýsingar um landið.“ Ed er kominn í varnarslöðu. Und- ir lokin spyr ég hann hvort hann hafi einhverja hugmynd um hermál íslcndinga og hann svarar að bragði: „Þar scm þið eruð nú af blóðþyrstum og hefnigjörnum víkingum komin get ég ekki ímyndað mér annað en þið séuð með öfiugan, rammís- lcnskan her!!“ Næsta fórnarlamb mitt var Ashraf A1 Hakecm, 22 ára tölvu- og viðskiptafræði- nemi frá Kaíró í Egyptalandi. Ilann er á kafi í félagslífi háskólans, situr í ncmcnda- ráði og cr forscti félags erlendra ncmenda. Til gamans má gcta þess að Ashraf er skylmingameistari bæði Egyptalands og Kuwait og hann tók þátt í ólympíuleikun- um í Moskvu og Los Angclcs. Ashraf kvaðst vita mjög lítið um ísland. Hann mundi þó cftir lciðtogafundinum og hafði fylgst lítillega með fréttum af honum. „Ég veit að það cr mjög kalt á íslandi og allt fullt af ís,“ sagði hann kotroskinn. „Ég var nú á brúðkaupsferðalagi um Evr- ópu síðastliðið sumar og var m.a. í Noregi. Þá var verið að bjóða upp á mjög hagstæð- ar lestarferðir til íslands og við hjónin vorum að spá í að skella okkur. En ein- hverra hluta vegna varð aldrei neitt úr þvi...“ Manninum var fullkomin alvara með þessa nýju lestarleið milli Noregs og íslands. Ég ákvað að sækja ekki meira í hans viskubrunn, þakkaði honum pent fyr- ir pg forðaði mér hið snarasta. Ég var orðin vondauf og komin að því að gefast upp en ákvað þó að spjalla að- cins við unga, hressa stelpu frá Noregi. Arnhild Sunnaná er 19 ára skiptinemi frá Mosteröj. Er ég barmaði mér við hana um þekkmgarleysi hinna útlendinganna varð- andi Island fór hún að skellihlæja. „Já, ég er nú ekkert yfir mig hissa,“ sagði hún. „Þeir eru álíka fákunnandi varðandi Noreg en eflaust vita þeir töluvert meira um menn- ingu okkar en íslendinga. Noregur er nú stærra land og það ber meira á okkur. Annars, hvað viltu að ég segi þér um ís- land?“ spurði hún áköf. Mér varð orðfall. Loksins hafði ég grafið upp manneskju sem vissi ýmislegt um ísland. Og auðvitað var það Norðmaður! Það þarf varla að orð- lengja það nánar en Arnhild var mjög vel að sér í íslensku menningarlífi og sögu. Texti og myndir: Hrund Hauksdóttir 18 VIKAN 31. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.