Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 7

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 7
Orkupunktar á höfði opnaðir. ermeiraen höfuðprýði Á Laugavegi 28 er starfrækt þjónusta sem hefur hlotið heitið Heilsulínan. Aðstandendur Heilsulínunnar eru þær Sigurlaug Williams og Áslaug Finns- dóttir og hafa þær staðið fyrir þessari starfsemi síðan í janúar. í Heilsulínunni fer fram leysigeislameðferð sem stöðvar hárlos og örvar og styrkir hárvöxtinn. Lær stöllur segja þetta ekki lækningu þrátt fyrir að margir hafi fengið bót meina sinna. í þessum efnum er engu hægt að lofa en það kemur lljótlega í Ijós hvort fólk fær eilthvað fyrir sinn snúð. Fiftir eitt eða tvö skipti má ráða af viðbrögðum líkamans hvort ráðlegt er fyrir viökomandi aðila að halda afram í meðferðinni eða ekki. Þegar hárrótin tekur við sér opnast húðin og skallagljáinn ferafhenni. Þær Sigurlaug og Áslaug leggja áherslu á að leysigeisla- meðferð sé skynsamleg til að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í því sjaldnast verði fólk sköllótt á einni nóttu. Mikið hárlos er hægt að stöðva með geislameðhöndlun í eitt eða tvö skipti. Ef hármissirinn er orðinn varan- legur skalli getur tekið talsverðan tíma að græða hann upp. Orsakir fyrir slyttislegu hári geta ver- ið margar og ekki gott að segja af hverju sumir þurfa sífellt að vera að láta skella af sér meðan aðrir horfa með eftirsjá á hvert það hár sem situr eftir í greið- unni. Konur þurfa einnig að glíma við þetta vandamál en í minna mæli en karlmenn og sjaldgæfara er að þær missi allt hárið. Eftir barnsburð er algengt að konur fái hastarlegt hárlos og það sem tollir eftir er gljáalaust og lepjulegt. Vöðvabólga og mikið andlegt og líkam- legt álag getur einnig komið fram á hárafarinu. Allslags lytjameðferð hefur leikið margan manninn grátt og orsakað Texti: Sigríður Steinbjörnsdóttir Myndir: helgi skj. friðjónsson og fleiri \ 6 VIKAN 31. TBL Nuddrúllan góöa komin í gagnió og örvar blóðstreymiö til hárrótarinnar. Leysiljósið leikur um hársvörðinn án þess að viðskiptavinurinn kenni sér nokkurs meins. hárþynningu og jafnvel skalla. Það eru því ýmsar ástæður fyrir heimsóknum fólks í Heilsulínuna. Meðferðin, sem fólki gefst kostur á í Heilsulínunni, er tíu tíma orkupunkta- meðferð. Hún hefst með því að við- skiptavinurinn kemur sér notalega fyrir i hægindastól. Áður en hafist er handa fær hann lítið handfang sem hann held- ur um þannig að jarðsamband myndast. Þegar allt er orðið klárt er byrjað á að opna orkupunkta á höndum og fótum. Litlum rafstaut er þrýst á orkustöðvar sem hafa áhrif á hárvöxtinn. Örvun þessara líkamssvæða er mikilvægur liður í meðferðinni. Á konum eru sautján orkupunktar opnaðir, fjórir á höndum en þrettán á höfðinu. Karlmenn hafa færri orkustöðvar, eða samtals fimmtán, sem tengjast hárvextinum. Skýringar á jæssum mismun liggja ekki fyrir og er lesendum frjálst að geta í eyðurnar. Hvort þetta er einungis eitt dæmið enn um fullkomnun konunnar skal látið osagt. Styrkleiki rafstraumsins, sem er not- aður, leikur á bilinu 0,02 til 0,03 millí- x^ött en viðurkennt hámark í geislameð- l'erð af þessu tagi er 0,3 millívötl. Þegar orkustöðvarnar hafa verið opnaðar er lárið með nuddrúllu yfir hárstæðið. Rúlían er úr kopar og gefur frá sér ör- litla raftíðni, rétt þannig að hlutaðeig- andi finnur titring. Nuddið byggir upp örvefi, mýkir hársvörðinn og eykur blóðstreymi til hárkirtlanna. Þessi örvun hefur ákaflega heillavænleg áhrif á hár- rótina sem bregst þannig við að hárið tekur að vaxa. Þriðja og síðasta stigið i meðferðinni er sjálft leysiljósið. Litlu tæki, sem líkist gildum penna með rauðri peru fremst, er beint að hárstæðinu og liöfuðið baðað í geislanum. Þetta geisla- llóð styrkir nýgræðinginn og örvar starfsemi hárkirtlanna. Með hjálp leysi- geislans kemst á jafnvægi i ákveðnum orkustöðvum líkamans og blóðstreymið eykst til þeirra. Þessi meðferð byggist á hliðstæðum aðferðum og nálastunguað- ferðin en í stað þess að margstinga á jressa staði er geislanum rennt augnablik vfir þau svæði serp þarfnast örvunar. Viðskiptavinurinn finnur ekki fyrir neinum sársauka meðan á þessu stend- ur. Að nokkrum dögum liðnum má hann þó búast við að finna ertingu í hársverðinum en það eru nokkurs konar vaxtarverkir þegar nýju hárin fara að vaxa. Aratuga píslargöngu lokið Kolbrún Jónsdóttir er fimmtug hús- inóðir í Reykjavík. Þegar hún var um tvítugt fékk hún heiftarlega tannrótar- bólgu sem olli því að tennurnar týndu tölunni og hurfu loks allar sem ein. Það var mikið áfall fyrir Kolbrúnu sem kornunga stúlku að verða tannlaus en jró reyndust eftirköstin henni enn þyngri i skauti. Hárið, sem áður hafði verið j)ykkt og gljáamikið, fór að detta af og liún mátti horfast í augu við þá stað- reynd að vera komin með skalla. í fyrstu 31. TBL VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.