Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 60

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 60
I Verkstæðið Vegfarendur á leið um Þingholtsstræti hafa sjálf- sagt margir hverjir rekið augun í allsérstæðar þrykkmyndir í gluggum kjallarans á húsi númer 28 en þar hefur um tveggja ára skeið verið rekin vinnustofa og gallerí fimm kvenna. Innandyra í kjallaranum er bjart um að lit- ast, allir veggir skjannahvítir en gólfið grámálaður steinn. Það sem gæðir kjallarann hins vegar sérstæðu lífi eru listaverk og verk- færi kvennanna; risastórt vinnuborð, vefstólar og áhöld tengd textílvinnu. Á veggjum hanga veggteppi og þrykkmyndir. Þar má líka sjá gluggatjöld, gólfmottur og kjóla sem hanga á slá. Á vinnuborðinu liggja nokkrir litríkir þrykktir púðar. Konurnar, sem vinna á verkstæðinu, eru þær Elísabet Þorsteinsdóttir, Guðrún J. Kol- beins, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Þuríður Dan Jónsdóttir og Herdís Tómasdóttir. Leiðir þeirra lágu saman í Myndlista- og handíða- skóla Islands þar sem þær voru ailar við nánt í textíl. Allar útskrifuðust þær árið 1985 úr textíldeild. Þá kviknaði hugmyndin að Verk- stæðinu V. Nafnið',Verkstæðið V hljómar dálítið fram- andi. Þetta er fyrst og fremst vinnuaðstaða þeirra en þjónar um leið hlutverki sýningarsal- ar. Bókstafurinn V táknar margt. Hann er rómverski tölustafurinn fimm og þær eru fimm. Hann getur líka staðið fyrir vef og voð, auk þess sem aðstandendum verkstæðis- ins finnst þetta formfagur bókstafur. En hvað er textíll? fextíll hefur verið þýtt á íslensku sem þráð- list. Það er eitthvað sem er olið og þráður er í, ekki endilega garn heldur getur það verið stálvír, plastræma, pappir, orð og hvaðeina sem þráður er í. f.n þó að konurnar séu allar textilmenntað- areru verk þeirra innbyröis mjögólík. Þuríður vinnur þrykk með ýmsum aöferðum. Jóna Sigríður þrykkir og málar og vill gjarnan sam- eina þetta tvennt. I lerdís, sem er einnig læröur teiknari, vinnur bæði i vef og þrykk. CJuðrún vefur og litar oft sjálf elnið sem luin notar, auk þess sem hún er textílhönnuður hjá Ála- fossj, Elísabet er hins vegar á kali í hross- hárinu Oft vinna þær verk i samráði við fólk inn Vefnaður eftir þaer Herdisi, Elísabetu og Guðrúnu. Texti: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Myndir: helgi skj. fr/ðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.