Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 39

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 39
fræðingi, og náð að komast á réttan kjöl. Það er því til betrunarstarfsemi í fangelsum þó að menn haldi því oft fram að þar eigi sér engin hjálp eða fræðsla stað. En spurningin hlýtur alltaf að vera sú hvernig hægt sé að ná til áhættuhópa áður en þeir komast á galeiðuna. Hvern- ig nær hið opinbera eða félagasamtök til þessara áhættuhópa ef hvorki er hægt að gera það í gegnum áróður og fræðslu í skóla né gegnum áróður í fjölmiðlum? Augun beinast að hlutverki barna- verndarnefnda, hvort ekki sé hægt að styrkja þær. Norrænar rann- sóknir hafa leitt í ljós að upp- vaxtarskilyrði fikniefnaneytenda hafa iðulega verið mjög bágborin en það er auðvitað alltaf spurnig um hversu langt hægt er að ganga í því að fylgjast með heimilunum. Það er samdóma álit þeirra sem starfa að þessum málum að til sé hópur ungl- inga á aldrinum 14-18 ára sem er illa farinn af áfengis- og fikniefnaneyslu. Ekki er þó vitað með fullri vissu hversu stór hópur þetta er, ég hef heyrt töluna urn tuttugu unglingar. Þessi hópur hefur farið í þá meðferð sem í boði er en án árangurs. Okkur skortir greinilega lang- tímameðferð, með enduruppeldi. Hvað er hægt að gera til þess að hlúa að þess- um hópi? Það er hræðilegt til þess að vita að einhverjir unglingar séu nánast á vergangi. Við í nefndinni reyndum að afla til- lagna og ábendinga frá þeim sem starfa á vettvangi. Við leituðum til félagsmála- yfirvalda í sveitarfélögum, til lögregl- unnar og fengum álit þeirra á nauðsynlegum breytingum og hvað þeir teldu æskilegar breytingar. Við fengum ýmiss konar tillögur um langtímameð- ferð frá félagasamtökum og starfs- mönnum ríkisins, en mér heyrist á mörgum þeim sérfræðingum, sem við ræddum við, að það sé nauðsynlegt að byrja á því að greina vanda þessara ungmenna, fá þau sem fyrst í læknis- meðferð til að greina af hvaða toga vandi þeirra sé. Því þarf að koma upp sérstakri greiningu fyrir þessa krakka. I sumum tilvikum þarf kannski endur- uppeldi en í öðrum getur verið við geðræn vandamál að stríða. Það er því vafasamt að álykta sem svo að sama meðferðin dugi á alla. í okkar tillögum er lögð áhersla á að unglingageðdeild taki til starfa sem fyrst og henni gert kleift að annast greining^ af þessu tagi. Hún hefur nú verið tekin í notkun og ég veit ekki betur en hún eigi að geta í skýrslunni er saman kominn mikill fróöleikur um fíkniefnamál hér á landi sinnt þessu verkefni. Ég tel nauðsynlegt að þeir sem eiga saman meðferðarlega séu hafðir saman og að ekki séu hafðir of margir á hverjum stað. Ég held að það sé rangt að safna saman stórum hópum enda er þetta fólk mjög þungt í meðferð. Það er alveg ljósl að í baráttunni við fíkniefnin er aldrei spurning um eina leið, að þyngja refsingar, auka fræðslu eða efla toll- og löggæslu. Við verðum að fara þá leið að reyna að láta alla þætti málsins vinna saman.“ - Hvert verður svo framhald þessa máls? „Ég er búin að ganga á fund Þor- steins Pálssonar, núverandi forsætisráð- herra, sem raunar þekkir málið úr fyrri ríkisstjórn. Ýmsar af tillögum nefndar- innar hafa enn ekki komist í framkvæmd en ég lít svo á að nefndin hafi lokið störf- um. Það var áhugi á þessum málefnum i síðustu ríkisstjórn og ég efast ekki um að svo er i ríkisstjórn Þorsteins Pálsson- ar enda er lögð á það áhersla í stjórnar- sáttmálanum," sagði Helga að lokunt. 31. TBL VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.