Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 34

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 34
Lífið gekk sinn vanagang í Breiðholtinu og Sigga var send út í búð eins og aðrar litlar stelpur. Eitt sinn skaust hún út í búð fyrir mömmu sína. Hún keypti inn og fékk mikla peninga í afgang. Þá var hún aðeins átta ára og gerði sér því ekki alveg grein fyrir hversu mikið hún var með í buddunni. Sigga litla hélt fast í budduna hennar mömmu sinnar og valhoppaði heim á leið. Hún átti stutt eftir þegar nokkrir strákar stöðvuðu hana og spurðu hvort hún hefði verið í búðinni. Svarið var jákvætt. Þeir vildu þá vita hversu mikið hún ætti af peningum. Sigga var ekki alveg viss og opnaði því bara budduna til að sýna strákunum. Þeir voru þá ekki lengi að grípa peningana og hlaupa í burtu. Sigríður Beinteinsdóttir býr enn í Breið- holtinu. Þó hún sé ekki há í loftinu hefur hún vitkast mikið á þeim tíma sem liðinn er enda orðin tuttugu og fiinm ára. Tónlist og veggjöðrun ættgengir eiginleikar Söngferillinn hófst fyrir um það bil sex árum. Um skeið hafði hún fiktað við gítar- spil og söng fyrir sjálfa sig en enginn átti að heyra þessar tónlistartilraunir. Af slysni heyrði vinkona Siggu til hennar. Henni fannst Sigga efnileg og hvatti liana til að syngja opinberlega. Sigga var ncikvæð í fyrstu, hafði litla trú á sjálfri sér á söngsvið- inu. Vinkona hennar setti hcnni þá afarkosti að annaðhvort gæfi hún sig fram og svaraði auglýsingu frá hljómsveit sem vantaði söng- konu eða að þær myndu ekki sjást framar. Sigga sló til, heilsaði upp á strákana í hljóm- sveitinni og var ráðin. Þetta var bílskúrsband úr Kópavoginum sem kom ekki nema einu sinni fram opinberlega, í Félagsstofnun stúd- enta. „Það þótti afskaplega merkilegt að komast að í Félagsstofnun á þessum tirna," segir hún dreymandi á svip. Þetta hafa greinilega verið góðir tímar. Síðan lá leiðin í hálfgerða pönkhljómsveit sem hét Meinvillingar. Sú hljómsveit starfaði þó ekki lengi. Eftir þetta hófst ferill Sigríðar Beinteinsdóttur söngkonu fyrst fyrir alvöru. Hún hóf upp raust sína í hljómsveit sem margir muna eftir. Nafn hljómsveitarinnar var Kikk. Kikkið starfaði saman í þrjú til fjögur ár. Helsta afrek þess var útgáfa einn- ar plötu sem kölluð var eftir hljómsveitinni. Kikk flutti blandaða tónlist og spilaði einnig mikið á sveitaböllum. „Frá þessurn tíma man ég helst eftir tveim stöðum á landinu sem mér fannst skemmtilegast að syngja á. Það eru Hellissandur og Vestmannaeyjar. Stemn- ingin var alltaf góð. A þessum stöðum eru allir hressir þegar þeir skemmta sér.“ Á sama tíma og Kikkið var að taka upp plötuna heyrði Björgvin Halldórsson upp- töku með rödd Sigríðar. Hann hringdi í hana og bauð henni að syngja inn á plötu með HLH flokknum. Hún sló til og hefur það sennilega verið þar sem þjóðin tók fyrst verulega eftir stúlkunni. „Ég stefndi ekki hátt i söngnum til að byrja með. Ég pældi ekkert í því. En auðvit- að reynir maður alltaf að gera sitt besta og vonast til að geta náð sem lengst. Annars hefur þetta mikið komið af sjálfu sér hjá mér og allt gengið alveg ótrúlega vel. Ég sé að minnsta kosti ckki eftir því að hafa byrj- að.“ Feimni er nokkuð sem alltaf hefur háð Siggu. Ef vinkona hcnnar hefði ekki ýtt hressilega á hana væri hún ekki söngkona núna. Feimnin hefur lagast mikið en sviðssk- rekkurinn er ekki horfinn. Á sviði er hún ávallt mjög stressuð í byrjun. Með tímanum hverfur þó hnúturinn í maganum og henni fer að líða vel. „Mér finnst oft mjög gott að syngja til að losna við spennu. Ég fæ al- gera útrás, sérstaklega ef ég get öskrað nógu mikið," segir hún hlæjandi. Eftir gagnfræðaskóla fór Sigríður í Árm- úlaskólann og hóf nám á viðskiptabraut en áttaði sig á að námið átti ekki við hana. Skólinn var því lagður á hilluna og hefur hún síðan unnið við veggfóðrun með söngn- um. I vor vann hún við að veggfóðra á Holiday Inn hótelinu í Reykjavík. Þar var hún eina konan meðal tuga karlmanna. Sigga kann ágætlega við sig í starfinu innan um alla karlmennina. Hún segir að konum fari ört fjölgandi í iðnaðarmannastéttinni enda sé ekkert sem mæli á móti því að þær hasli sér völl á því sviði sem öðrum. Vegg- fóðrarastarfið hefur gengið í erfðir í ættinni. Mjög margir í fjölskyldunni vinna við þetta. „Pabbi og bróðir hans eru veggfóðrarar. Nú, svo eru tveir bræður mínir í þessu og sá þriðji jafnvel að byrja. Það má svo sannar- lega segja að þetta sé ættgengt. Kannski söngurinn sé ættgengur líka. Þó eru engir frægir tónlistarmenn í fjölskyldunni en einn og einn úr föðurættinni hefur komið nálægt hljómlistarbransanum." Reimleikar í Noregi Sigga dvaldist í Noregi í eitt ár. Hún kom til_ baka í fyrra og varð heimkomunni fegin. „Ég kann ekki við Norðmenn. Þeir eru ósköp indælir á yfirborðinu en mér virðast þeir ekki vilja hafa útlendinga í landinu. Svo eru þeir ferlega nískir, mér finnst þeir bara sveitalegir í öllum háttum," segir hún ákveð- ið. „Ég lenti líka í mjög óskemmtilegri reynslu úti í Noregi, nokkru sem ég hef aldrei upplif- að fyrr né síðar. Þannig var að ég bjó í stórri íbúð í ævagömlu húsi. Það var byggt fyrir aldamótin njtján hundruð. Ég fékk íbúðina leigða með húsgögnunt sem voru í stil við húsið, eldgömul. ljót og skitug. Mér leist ekkert á húsgögnin og setti þau þvi inn í ónotað herbergi. Þar geymdi ég þau en keypti mér í staðinn það nauðsynlegasta nýtt. Nokkru seinna fór ég og keypti mér nokkur rauðvínsglös úr gleri. Þegar heim kom raðaði ég glösunum snyrtilega á bakka inni í eldhúsi, svona til skrauts. Um kvöldið settist ég niður fyrir framan sjónvarpið og ætlaði að hafa það notalegt ásamt vinkonu minni sem var hjá mér þetta kvöld. Við vor- um ekki búnar að sitja lengi þegar við heyrðum rnikið glasaglamur úr eldhúsinu. Mér datt helst í hug að einhver titringur hefði komið utan frá, til dæmis frá spor- vagni sem keyrt hefði fram hjá. Samt gerði ég mér ferð fram i eldhúsið og færði glösin fjær hvert öðru á bakkanum. Þegar ég var sofnuð um nóttina vaknaði ég upp við að aftur klingdi í glösunum. Ég leit þá á klukk- una og sá að hún var á slaginu Qögur. Ég titraði af hræðslu en um síðir tókst mér að festa svefn. Ég var rétt nýsofnuð þegar hljómurinn heyrðist aftur, þá var klukkan nákvæmlega fimm. Þá fékk ég nóg, fór fram úr og færði glösin þannig að ekki væri mögu- Kikk heldur uppi tjöri á balli i Olafsvik fyrir tveimur árum. 34 V'IKAN 31. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.