Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 26

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 26
þess að standa sjálfstæð. Matarástin er ekki síður mikilvægur hvati og síðastnefndur er vellíðunarhvatinn. A þessar íjórar grunnhvatir manns- ins spila auglýsingar gegndarlaust og ætíð viljandi, meira en við getum sagt heima í stofu í miðri auglýs- ingavímu. Hægt er að heimfæra þennan fróðleik upp á hverja einustu auglýsingu sem birtist í sjónvarpi sérstaklega, en ekki síður á auglýs- ingar í blöðum. Leiknar útvarpsaug- lýsingar eru sérstakur kafli sem gaman væri að kryíja. Kynferðislegi hvatinn er sterkastur og því er mest spilað á hann, ungar, fallegar stúlkur með ögrandi augna- tillit, piltar með vöðvastælta líkama sem verða að fá að njóta sín skuli auglýsingin bera árangur. Það voru auglýsingasálfræðingar kókverk- Aðmínumatierengin máltíðángrænmetis! smiðjanna sem fyrst uppgötvuðu mikilvirkustu kynferðisformúlu auglýsinganna. Vandamálið, sem þeir stóðu frammi fyrir, var hvernig best væri að beisla kynhvötina í auglýsingu, hún verður sterkari eftir því sem fötum fækkar. Lausnin var snilldarleg; ungmenni á baðfötunum einum, niðri á strönd, ekkert ósið- legt við það. Líkamar þeirra fá þannig að njóta sín nánast til fulls. Önnur snilldarlausn auglýsingasál- fræðinganna var að búa til strand- leik; eltingaleik, boltaleik, blak, leik sem margir tækju þátt í. Fjöldi ung- menna, sú lausn var ekki úr lausu lofti gripin. Fjöldinn þýðir úrval. Stelpur og strákar, örlítið mismun- andi í vexti, öll falleg, sum dökk- hærð, önnur ljóshærð og jafnvel rauðhærð. Þannig finna áhorfendur hver í sínu lagi sinn maka, sitt augnayndi í fjöldanum. Leikurinn skapar síðan hreyfingu sem enn eyk- ur áhrifin. Útivistin, heilbrigðin og skemmtunin, sem umlykur senuna, eykur enn á langanir okkar til að hoppa inn í inyndina og vera með í leiknum og eins í útliti. En þetta er einungis umgjörð auglýsingarinn- ar. Hvað er verið að auglýsa í þessari flóknu, úthugsuðu senu? Einn vin- sælasta gosdrykk á plánetunni jörð. Mitt í þessu kynjalifi sveima gos- drykkjarflöskur við söng og undir- leik. Auglýsingin skal selja gosdrykkinn og niðurstaðan skal verða umtalsverð söluaukning. Ástæðan er sú að við setjum gos- drykkinn í samband við þetta óskaástand, sitjum heima í stofu segjandi „já, já, já“ við þeirri ímynd sem við sjáum og um leið við gos- drykknum. Lofsöngur vörunnar þjónar þeim tilgangi að auka enn á stemninguna sem við höfum fyrir augum og greypa hana enn frekar í minni. Næst þegar við eigum leið um stórmarkað eða smásjoppu og sjáum gosdrykkinn vinsæla fram- kallast myndin og stemning hennar á ný í huganum, augnayndið okkar stendur ljóslifandi fyrir augum og spyr hvort við viljum sopa. „Já, já, já,“ segjum við sjálfvirkt og ekkert frekar við gosdrykknum en ímynd- inni, en tilganginum er náð. Þetta lögmál hvatans, lögmál játandi við- bragða okkar, á við um allar auglýsingar, hvort scm varan, sem þar er stödd, er hreinlætistæki eða sængurver fvelliðunarhvatinn), kjöt á grillið eða hveiti (matarástin), ilm- vatn eða fúavörn (fegurðarhvatinn). Þá skiptir litlu máli hvort varan stendur i beinu sambandi við at- burði auglýsingar eða ekki og enn síður skiptir máli hvort kynning vörunnar er í samræmi við ágæti hennar sjálfrar. Aðalmálið er að við trúum að svo sé. Auglýsingasálfræðingar bcita fleiri brögðum til að veiða okkur í net hrifningarinnar. Auglýsingar birta okkur fegraðan heim óraunveruleik- ans, en fullyrða jafnframt að raunheimurinn sé þannig, þar sem söluvaran er til staðar. Við sjáum yfirleitt úrvalsfallegt fólk og alltaf í úrvalsfallegu umhverfi. Heimili aug- lýsinganna skortir ekkert af þægind- um og nútímatækni, garðar þeirra Traktorsdekk gera kraftaverk! Því ekki rakakrem framtíðarinnarídag! og götur eru eins og best verður á kosið og auglýsingafólkið er yfirleitt að gera eitthvað afar skemmtilegt, hlæjandi og í finu formi. Hver vildi ekki forða sér úr raunheimi þar sem ætíð skiptast á skin og skúrir og hoppa þess í stað inn í ævintýraheim þar sem ríkir sífellt sólskin og allir eru fallegir og brosandi, heim þar sem enginn er einn og sífellt er eitt- hvað að gerast? Auglýsingar spila þannig á þarfir okkar fyrir hamingju og vellíðan, á mörgum vígstöðvum í einu. En auglýsingasálfræðingarnir ganga ætíð skrefinu lengra. Þeir notfæra sér líka skort okkar á vellíð- an beint. Þá birta þeir skort í annars fullkomnu umhverfi. Kona í fjöl- mennri veislu getur ekki brosað til smábarns af því að hún er með gervitennur sem þjóta allar af stað og skömmu síðar getur maður ekki þegið bollu af sömu ástæðum og hvorugt nýtur veislunnar. Þá er kynnt til sögunnar tannlímið góða sem pikkfestir óþekkar tennur í öll- um munnum og allir verða ánægðir á ný, maðurinn borðar bollur, kon- an brosir og loks hljóta þau tvö að ná saman brosandi og bjóðandi bollur. Þannig kom auglýst vara hamingjunni til bjargar og með því fullyrðir auglýsingin að tannlímið sé lausn á hamingjuskorti okkar allra; notið tannlím, þá verðið þið ham- ingjusöm - og við trúum, því vellíð- unarþráin ber okkur hálfa leið. Þannig lifa auglýsingarnar á yfir- borðsplaninu, þvi sem við sjáum, sýnandi okkur hið eftirsóknarverða, og á djúpplani, þeim áhrifum sem við skyldum nema, skilaboðum aug- lýsingarinnar um ágæti vörunnar. Hitt er ókunnara; þriðja augað, sem ég leyfi mér að kalla kjallaraplanið. Þar förum við aftur fyrir auglýsinga- sálfræðingana og koinuin þeim að óvörum, afhjúpum fordóma þeirra sem birtast í auglýsingunum. Þar eru samfélagslegir fordómar á ferð og skilaboð sem við tökum varla eftir eða samþykkjum þegjandi og 26 VIKAN 31. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.