Vikan


Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 19

Vikan - 30.07.1987, Blaðsíða 19
'I Bassam Abu-Samra. Amjed Hussein. Ed Chen. Eftir að hún hafði látið móðan mása i um það bil klukkutíma og þar með vakið tak- markalausa aðdáun mina lauk ég viðtalinu með hinni hefðbundnu spurningu um hvort hún hefði áhuga á að koma til Islands: „Já, ég hef mikinn áhuga á því," sagði hún og það geislaði af henni forvitnin þegar hún spurði mig: „Er ekki alveg frábært þarna i Broadway?“ Þessi fríska og fjöruga stúlka varð þess valdandi að ég hélt áfram að kanna þekk- ingu útlendinga á heimalandinu. Næstur á vegi mínum varð Bassam Abu- Samra, 23 ára gamall Palestínuarabi í tölvufræðinámi. Bassam brosti dularfullu brosi er ég spurði hann um þekkingu hans á íslandi: „Eg get nú sagt þér það að ég hef gerst svo frægur að hafa komið til Is- lands. Ég staldraði við í ömurlegri, niður- níddri flugstöðvarbyggingu og leiddist þar í nokkra klukkutíma! Ég var á leiðinni til Bandaríkjanna.“ Ég flýtti mér að fræða manninn á því að búið væri að reisa nýja og glæsilega flugstöð. „Jæja, það var nú gott. Nú, ég fylgdist aðeins með leiðtoga- fundinum og ég veit að þið eruð á kafi í fiskveiðum. Ég sá mikið af fallegu kvenfólki þarna í flugstöðinni og líka í flugvélinni. Ég gaf mig á ta! við nokkrar en þær sneru allar upp á sig og vildu ekkert við mig tala! Ég hef heyrt að þið fylgist vel með tísku og hafið vandað vöruúrval. En dýrtíðin er svakaleg." Næst varð fyrir svörum Amy Arizala, 23 ára stúlka frá Filippseyjum, og stundar hún nám í útvarpsmennsku. Mún var eldfjörug og stór, dökk augun ljómuðu þegar ég nefndi nafnið ísland: „Ég veit ekkert um landið, sögu þess né menningu. En ég hef búið í Nígeríu meiri hluta ævi minnar og veit því að þið seljið skreið þangað!“ sagði hún og fannst þetta mjög fyndið. „Jú, svo veit ég auðvitað að fiskur er ykkar helsta útflutningsvara og þið eruð indælasta fólk.“ Þar með var upptalið það sem hún vissi um ísland. Næstur var tekinn á beinið Robert Warr- en Lindgren, 33 ára auglýsingateiknari. „Hvað veit ég um ísland?" spurði hann sjálfan sig frekar en mig og var þögull um stund. „Ég fylgdist með leiðtogafundinum og þannig komst ég að því að höfuðborgin ykkar heitir Reykjavík. Þetta var meiri háttar landkynning," sagði hann. „Svo veit ég auðvitað um eldfjöllin, jöklana og hver- ina. Ég er viss um að Island er paradís náttúruunnenda. Þjóðin er af skandinav- ískum toga og eflaust svipar menningu ykkar mikið til menningar hinna Norður- landaþjóðanna. Ég var með ólæknandi víkingadellu sem krakki og hef því lesið töluvert um það tímabil sögunnar.“ Byrjunin lofaði góðu og ég beið spennt eftir meiru. „Ég veit nú ekki hvaða tungu- mál þið talið né nokkuð um ykkar trúmál. En ég hef heyrt því fleygt að þið seljið ekki áfengan bjór í landinu en fiytjið hann samt út. Þetta er mér með öllu óskiljanlegt," sagði Robert og hristi hausinn. Að síðustu talaði ég við Amjed Hussein sem er 27 ára gamall viðskiptafræðinemi frá Karachi í Pakistan. Hann er með BS- próf í eðlisfræði og stærðfræði ásamt meistaragráðu í tölfræði. Amjed kvaðst ekki vita mikið um ísland: „Landafræðikennslan heima í Pakistan er nokkuð góð. Ég man eftir nokkrum fróð- leiksmolum um Noreg og Svíþjóð en það var aldrei fjallað um Island. Ég veit þó að landið er eyja í Norður-Atlantshafi og mannfjöldinn er í kringum 250.000. Nafnið ísland gefur villandi hugniynd um veðráttu landsins. Eftir því sem mér skilst ætti Græn- land að heita ísland og svo öfugt. Ég er sannfærður um að þetta hrollvekjandi nafn aftrar mörgum ferðamanninum frá þvi að stíga á íslenska grund,“ segir Amjed og brosir stríðnislega. „Annars varð leiðtoga- fundur stórveldanna á síðasta ári til þess að auka þekkingu mína á Islandi. Banda- rísku sjónvarpsmennirnir fjölluðu ekki einungis um pólitík heldur einnig um menn- ingu þjóðarinnar og ýmislegt varðandi daglegt líf þarna á hjara veraldar... Ég veit t.d. núna töluvert um íslenska stjórn- málakerfið og komst að þvi að fopsetinn ykkar er huggulegur kvenmaður! Ég veit líka að forsætisráðherrann (Steingrímur Hermannsson) er menntaður úr bandarísk- um háskóla. Leiðtogafundurinn var ykkur mikilvæg og nauðsynleg landkynning. Al- mennt þekkingarleysi gagnvart íslandi er ríkjandi og betur má ef duga skal. Ég þekki íslenskan námsmann úr skólan- um hér sem hefur verið ötull við að fræða mig um land og þjóð. Ég kann meira að segja eitt íslenskt orð,“ segir hann og með sterkum, pakistönskum hreim stynur hann upp orðinu „dræsa“ á milli hláturshvið- anna. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Amjed hafði séð síðasta áramótaskaup á myndsegulbandi hjá fyrrgreindum íslend- ingi þar sem m.a. var gert grín að Raisu Gorbatsjovu. Og hvernig leist Pakistananum á íslenska áramótaskaujDÍð? „Þrælvel! Eg skildi nú ekki mikið en vin- ur minn þýddi jafnóðum og útskýrði hin ýmsu atriði. Þið hafið góðan húmor!!“ 31. TBL VI KAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.