Vikan


Vikan - 30.07.1987, Side 60

Vikan - 30.07.1987, Side 60
I Verkstæðið Vegfarendur á leið um Þingholtsstræti hafa sjálf- sagt margir hverjir rekið augun í allsérstæðar þrykkmyndir í gluggum kjallarans á húsi númer 28 en þar hefur um tveggja ára skeið verið rekin vinnustofa og gallerí fimm kvenna. Innandyra í kjallaranum er bjart um að lit- ast, allir veggir skjannahvítir en gólfið grámálaður steinn. Það sem gæðir kjallarann hins vegar sérstæðu lífi eru listaverk og verk- færi kvennanna; risastórt vinnuborð, vefstólar og áhöld tengd textílvinnu. Á veggjum hanga veggteppi og þrykkmyndir. Þar má líka sjá gluggatjöld, gólfmottur og kjóla sem hanga á slá. Á vinnuborðinu liggja nokkrir litríkir þrykktir púðar. Konurnar, sem vinna á verkstæðinu, eru þær Elísabet Þorsteinsdóttir, Guðrún J. Kol- beins, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Þuríður Dan Jónsdóttir og Herdís Tómasdóttir. Leiðir þeirra lágu saman í Myndlista- og handíða- skóla Islands þar sem þær voru ailar við nánt í textíl. Allar útskrifuðust þær árið 1985 úr textíldeild. Þá kviknaði hugmyndin að Verk- stæðinu V. Nafnið',Verkstæðið V hljómar dálítið fram- andi. Þetta er fyrst og fremst vinnuaðstaða þeirra en þjónar um leið hlutverki sýningarsal- ar. Bókstafurinn V táknar margt. Hann er rómverski tölustafurinn fimm og þær eru fimm. Hann getur líka staðið fyrir vef og voð, auk þess sem aðstandendum verkstæðis- ins finnst þetta formfagur bókstafur. En hvað er textíll? fextíll hefur verið þýtt á íslensku sem þráð- list. Það er eitthvað sem er olið og þráður er í, ekki endilega garn heldur getur það verið stálvír, plastræma, pappir, orð og hvaðeina sem þráður er í. f.n þó að konurnar séu allar textilmenntað- areru verk þeirra innbyröis mjögólík. Þuríður vinnur þrykk með ýmsum aöferðum. Jóna Sigríður þrykkir og málar og vill gjarnan sam- eina þetta tvennt. I lerdís, sem er einnig læröur teiknari, vinnur bæði i vef og þrykk. CJuðrún vefur og litar oft sjálf elnið sem luin notar, auk þess sem hún er textílhönnuður hjá Ála- fossj, Elísabet er hins vegar á kali í hross- hárinu Oft vinna þær verk i samráði við fólk inn Vefnaður eftir þaer Herdisi, Elísabetu og Guðrúnu. Texti: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Myndir: helgi skj. fr/ðjónsson

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.