Vikan


Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 7

Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 7
Eitt best varðveitta fiskbyrgið. UNDIR JÖKLI Einhvern veginn bjóst maður við að þessi veður- mælingastöð væri í drjúgri tjarlægð frá alfaraleið og að þar byggi í hæsta lagi ein ijölskylda en hvort tveggja reyndist rangt. Bæði er að Gufuskálar standa milli hrauns og strandar i aðeins tveggja kílómetra fjarlægð vestur af Hellissandi og að þar búa einar tólf Qölskyldur, eða nálægt fímmtíu manns. Húsaþyrpingin á staðnum minnir helst á íbúðarhverfi bandarískra hermanna á Keflavíkur- flugvelli en auk fáeinna íbúðarblokka eru á Gufuskálum nokkur minni hús eða skemmur og olíutankar, að ógleymdu gríðarlega háu mastri. Auk veðurskeytanna eru Gufuskálar nefnilega þekktir sem lóranstöð en rekstur hennar krefst ákveðins mannfjölda og flókins tækniútbúnaðar. MYRKUSTU BÖLBÆNIR Áður en vikið verður að nútímatækni á Gufu- skálum er þó athyglisvert að skyggnast aðeins i sögu staðarins. Því fer nefnilega fjarri að hún hefj- ist með tilkomu lóranstöðvarinnar. Landnáms- maður á Gufuskálum var norrænn maður sem hét Ketill gufa og er nafn bæjarins dregið af viður- nefni hans. Engu að siður gekk sú saga að á land- námsöld hefði á Gufuskálum búið kona nokkur sem Gufa hét. Munnmæli herma að hún hafi átt tvo sonu, duglega sjómenn, en misst þá báða sama daginn í greipar Ægis. Þá ku Gufa hafa reiðst sjónum og landinu og kveðið svo á að 20 bátar skyldu farast frá Gufuskálum með manni og mús. Eftir því sem best er vitað létu ibúar á Gufuskál- um þessi áhrinsmál lítt á sig fá fyrst um sinn, enda góð fískimið skammt undan landi. Lending- in á ströndinni er að vísu grýtt en útræði þaðan var engu að síður mikið. Sjómennirnir létu sig heldur ekki muna um að ryðja 20 metra langa og 2 til 3 metra breiða bátatröð gegnum klungrið á fjörunni og sér þess ennþá merki. Ofarlegar i tröð- inni stendur Stórstraumshelláh, stór steinn sem er sléttur að ofan en eftir honum miðjum er djúp rák sem bátakilir hafa sorfið. Talið er að frá Gufuskál- um hafi á milli 10 og 20 bátar verið gerðir út og verstöðin verið skipuð á annað hundrað manns þegar best lét. Á ANNAÐ HUNDRAÐ FISKBYRGI Verbúðirnar á Gufuskálum stóðu uppi við hraunjaðarinn, i rúmlega þrjú hundruð metra fjar- lægð frá vörinni, og sér ennþá móta fyrir hleðslum í túnskikanum ofan við þjóðveginn. Uppi á hraun- brúninni, enn fjær sjónum, standa hins vegar þær minjar sem eru einna merkilegastar á Gufuskálum en það er eru fiskbyrgin. Alls hafa verið talin 134 fiskbyrgi á þessu svæði og þar af eru 12 alveg heil. Byrgin eru hlaðin úr hraungrjóti, flest 2 til 4 metrar á lengd en um metri á breidd og með lág- um dyrum við annan gafiinn. Talið er að elstu byrgin séu frá því um 1400 en þau yngstu frá því um 1700. Á sínum tima var skreið fyrst þurrkuð úti á grjótgörðum, svokölluðum fiskigörðum, en síðan var henni hlaðið í byrgin og fullhert þar inni. Ljóst er að sjómennirnir þurftu að bera afiann þennan drjúga spotta frá lendingunni upp í byrgin eftir hverja veiðiferð en ekki hefur þótt borga sig að hafa byrgin nær vegna sandfoks niðri við strönd- ina. Á sautjándu öld var það svo áleitið að annar 33. TBL VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.