Vikan


Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 13

Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 13
MORMÓNAR Heimildarmenn: Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Ólafur Ólafsson í kringum miðja 19. öld komu trúboðar til íslands i þeim tilgangi að boða mormónatrú. Þeim varð nokkuð ágengt í trúboðinu og leiddi það til mikilla la'ndflutninga frá íslandi til mormónabyggða i Utah í Bandaríkjunum. En árið 1914 var trúboði á'íslandi'lokað og hrökkluðust trúboðarnir þá úr landi. Það var ekki fyrr en 1975 að mormónar komu aftur til landsins og hófu trúboð. Siðan þá hefur íslenskur söfnuður verið starfandi. Mormónatrúin, eða Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, er upprunnin í Ameríku. Rekja má sögu hennar til ársins 1819 þegar fjórtán ára piltur, Joseph Smith að nafni, fékk himneska opinberun. Hann sá föðurinn og soninn sem tvær aðskildar per- sónur. Faðirinn sagði við Joseph: „Þetta er minn elskaði sonur. Hlýð þú honum.“ Joseph og fjölskylda hans tóku þessi skilaboð alvar- lega og hann gerði það sem Guð bauð. Þessi fyrsta trúarlega vitrun Josephs, ásamt þeim sem á eftir fylgdu, leiddi til að hann þýddi Mormónsbók úr mjög fornu riti. Maður að nafni Mormón tók ritið saman mörgum öld- um fyrr og skar út á gullplötur. Enginn veit hvar plöturnar eru geymdar en mormónar trúa að einhvern tíma komi rit þetta í leitirn- ar og verði þá lokið tið að þýða það en Mormónsbók inniheldur ekki nema einn þriðja hluta ritsins. Mormónsbók er trúarbók mormóna og er hún jafnrétthá Biblíunni í trú- arbrögðum þeirra. í dag eru tvær kirkjudeildir starfandi á Is- landi, önnur í Reykjavík en hin á Akureyri. Einnig eru i herstöðinni í Keflavík um fjöru- tíu mormónar sem hafa nokkur samskipti við íslensku deildina. Mormónar eru kristnir en mörg atriði greina þá frá þjóðkirkjunni. Fyrst má nefna að skipulag kirkjunnar er gjörólíkt. Lærðir eða launaðir prestar eru ekki starfandi heldur geta allir meðlimir fengið tækifæri til að tala í kirkjunni. Embættin raðast þannig: Efstur er spámaður eða stundum nefndur forseti. Spámaðurinn lýtur lífstíðarköllun. Allar eigur hans renna til kirkjunnar en hann fær lífeyri frá henni. Næstir koma tólf postular. Þeir eru einnig kallaðir af Guði í embættin. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa unnið mikið og fórn- fúst starf fyrir söfnuðinn. Önnur embætti eru öldungar, prestar, kennarar og djáknar. Loks eru hinir sjötíu. Þeir hafa umsjón með trú- boðsstarfmu í heiminum, eins og Jesús talaði um að það ætti að vera. Þessi skipulagning er eins og frumkirkja Krists var uppbyggð. Líkan af týndu gullplötunum. Mormónar skíra með niðurdýfingu. Skírn- ina kalla þeir iðrunarskírn vegna þess að eftir skírnina gengst fólk við vissum sáttmála sem það ákveður að fylgja. Smábörn eru þar af leiðandi ekki skírð. I söfnuðinum eru nú um 115 manns sem tekið hafa skírn. Trúboðar eru sendir um allan heim. Enginn er þó sendur nema hann óski eftir því sjálfur. Margir íslendingar kannast eflaust við trú- boðana - vel klædda unga menn sem ganga i hús og boða kenningar mormóna. Trúboð- arnir starfa alltaf utan heimalands síns og hafa átta íslendingar farið utan i þeim til- gangi. Trúboðunum er ákaflega misvel tekið. Skellt er á nefið á mörgum um leið og þeir kynna sig en ef fólk hefur ekki áhuga ónáða þeir ekki meira því mormónar líta á valfrelsið sem eina stærstu gjöfina sem Guð hefur gefið mannfólkinu. Ef fólk sýnir áhuga kenna trú- boðarnir fræðin í heimahúsum. Hinn almenni méðlimur í söfnuðinum greiðir tíund af launum sínum til kirkjunnar. Tíundin rennur til musterisbygginga og rekst- urs ýmissar starfsemi, s.s. trúboðsstarfsemi, útgáfu- og þýðingarstarfs. Sérstakur sjóður er til innan kirkjunnar sem notaður er til hjálpar bágstöddum. Sjóðurinn nefnist föstusjóður. Meðlimir kirkjunnar fasta einu sinni í mánuði og gefa til hans ríflegt andvirði tveggja máltíða sem að öðrum kosti hefði verið neytt þennan dag. Þegar fólk gengur í söfnuðinn breytast lífs- hættirnir að nokkru leyti. Allar hátíðir, s.s. jól og páskar, eru haldnar á sama hátt og Islendingar eru vanir. En hjá flestum eru fyrstu merkjanlegu breytingarnar eftir inn- göngu í söfnuðinn aflagning notkunar allra ávanaefna, s.s. áfengis, tóbaks og kaffis. Kirkjusókn verður regluleg, menn hætta að bölva og þar fram eftir götunum. Bænalíf eykst og breytir það lífi og gildismati fólks mjög mikið. Mormónar skera sig helst úr þjóðfélaginu á þann hátt að siðferði skiptir þá miklu máli. Óvígð sambúð kemur ekki til greina og kyn- líf utan hjónabands jafngildir brottvísun sem virkur meðlimur í söfnuðinum. Þó eru stund- um gerðar undantekningar ef um ungt fólk er að ræða. Þá fær það eitt tækifæri til að bæta ráð sitt. Tekið er tillit til þess að ekki er auðvelt fyrir ungt fólk að standast þær freistingar sem verða á vegi þess í nútímasam- félagi. I söfnuðinum fer mikil fræðsla og kennsla fram. Eftir samkomur á sunnudögum hittast allir meðlimirnir og skipta sér niður í hópa. Börnin eru saman, unglingarnir eru sér í hópi, konurnar eiga saman sína fundi og karlarnir sína. Stundum eru fundirnar blandaðir. Ýmiss konar fræðsla fer fram. í stuttu máli má segja að hún miðist að því að gera einstaklingana hæfari til að takast á við ýmis vandamál sem steðja að í daglega lífmu. Mikil áhersla er lögð á farsæld fjölskyldunnar. Þess vegna hefur kirkjan ekki leyfi til að trufla íjölskyldu- líf safnaðarmeðlima eitt kvöld í viku. Er þá gert ráð fyrir að öll fjölskyldan eyði kvöldinu saman. Með því er reynt að stuðla að því að fjölskyldumeðlimir kynnist og rækti tengsl sín. Hvert heimili safnaðarmeðlima er heimsótt einu sinni í mánuði. Er það gert til að fylgj- ast með högum manna. Tilgangurinn með heimsóknunum er að athuga hvort einhver á í erfiðleikum án þess að hann treysti sér til að segja frá því. Vandamálin geta verið margs konar: veikindi, fjárhagsvandræði, atvinnu- leysi eða önnur fjölskylduvandamál. Reynt er að kippa málum sem þessum í liðinn. 33. TBL VIKAN 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.